Vildu útrásarvíkingarnir setja sjóði tryggingarfélaganna í svartholið?

Á Eyjunni:

Einhverjir hafa kannski velt því fyrir sér af hverju stærstu leikendurnir í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár vildu allir eiga tryggingafélag. Af hverju vildu Bakkavararbræður, með Existu í takinu, eiga VÍS, auk erlendra tryggingafélaga? Af hverju sótti Jón Ásgeir Jóhannesson og Baugsveldið í Tryggingamiðstöðina - og já, Karl Wernersson og Milestone í Sjóvá? Af því það eru miklir peningar í tryggingafélögum.

Það er reyndar bannað að fjárfesta bótasjóðina svona upp á eigin býti - en það er hægt að gera ýmislegt annað, samanber Flórídaævintýrið. En þetta ævintýri er líka kafli í sagnabálkinum um hvernig nokkrir umsvifamenn hafa spilað með Ísland - hvernig þeir gátu af makalausri bíræfni og fullkomnu fyrirhyggjuleysi seilst inn í flestar fjármálastofnanir og mörg fyrirtæki landsins til að fjármagna verkefni sem oftar en ekki hafa skilað tapi og afskriftum og komið öllu á hvolf á Íslandi.

Sigrún Davíðsdóttir


Stóru spurningarnar

Ríkisstjórnin hefur eitt meginmarkmið og það er að beigja sig undir handrukkun AGS.

Eitt af meginverkefnum nýrrar ríkisstjórnar í efnahagsmálum er að ná aftur jafnvægi í rekstri ríkissjóðs, að því er segir í samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna.

Til þess að ná markmiði sínu skattpínir ríkisstjórnin almenning og slátrar velferðakerfinu til þess að ná jafnvægi í rekstri ríkissjóðs.

Hvar er ránsfengur útrásarvíkinganna?

Hvar eru átökin við spillingu og klíkuráðningar?

Hvar er velferðarbrúin?

Hvar eru mútugreiðslurnar, enn í vösum samfylkingarmanna?

Og áróðursmaskínan ætli hún geri tilætlað gagn þegar sverfa fer að landsmönnum?


mbl.is Mikil þrautaganga framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Éta þeir hundamat?

Íslenskir stjórnmálamenn hafa verið nokkuð frumlegir í leiðum sínum til þess að svína á almenningi. Það er t.d. ágætt að senda Landsbankanum reikninga frá auglýsingastofum sem notaðar eru í prófkjörsslagnum og þess háttar í stað þess að taka við beinum greiðslum frá Björgólfsfeðgum.


mbl.is Brown biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í boði útrásarvíkinganna

Sendinefnd að semja um Icesave. Þetta hljómar skelfilega. Síðan fer önnur sendinefnd í boði Samfylkingarinnar til Brussel og semur auðlindirnar burt.

Ef ríkisstjórnin tekur á sig skuldbindingar vegna Icesave eru annarleg viðmið lögð til grundvallar. Íslenska þjóðin ber enga ábyrgð á skuldum Björgólfs Thors.

Þegar litið er á framvindu mála má vera nokkuð ljóst að útrásarvíkingarnir hafa mikil ítök og að aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að láta almenning borga skuldir þeirra.


mbl.is Skuldastaða skýrist ekki fyrr en Icesave samningar eru í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný-frjálshyggjan í ESB

..og eru bankamenn ekki hægrimenn...af hverju er ekki hægt að leggja þá af velli?
mbl.is Hægrimönnum spáð sigri í kosningum í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfa þeir þá ekki mjólkurkvóta líka?

...nema þeir slátri þeim

Bjarni velkomin í byltinguna

Í byltingunni njóta allir fullra mannréttinda, líka sjálfstæðismenn.

Ef þú er á móti ESB

Ef þú ert á móti kvótabraski

Ef þú er á bandi heimilanna í landinu og gegn fjármála kerfinu þá er þú velkomin í hinn nýja heim byltingarinnar. Þú getur skráð þig hér


mbl.is Ætla að treysta á andstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börnin mín ekki í ESB herinn takk!

Hafa valdhafarnir ekki kallað nógu miklar hörmungar yfir börnin okkar þó þeir fari ekki að kalla yfir þau herskyldu fyrir Evrópubandalagið?

Minni allar mæður og feður á að kynna sér vel þennan þátt ESB-aðildar. Við hér á Íslandi höfum hingað til sloppið við það að börnin okkar séu drepin í þjónustu við auðvaldið.


Hver fjandinn er stöðurleikasáttmáli?

Þegar valdhafarnir ætla að leggja nýjar þrælabyrðar á þjóðina finna þeir gjarna upp ný orð sem hafa yfir sér fínt yfirbragð og enginn skilur.

Gylfi Arnbjörnsson sleppir engu tækifæri til þess að telja félagsmönnum trú um að það sé eitthvað eftirsóknarvert að gera Ísland að láglaunasvæði og opna það fyrir arðráni alþjóðafyrirtækja með innlimun í ESB.

Í fréttinni segir einnig:

ASÍ hefur gagnrýnt ríkisstjórn VG og Samfylkingar harkalega fyrir aðgerðaleysi, of lítið haf verið gert í þágu illa staddra heimila og fyrirtækja og of seint. ´

Persónulega finnst mér að ASÍ hafi sýnt almenningi  eða kjörum hans lítinn áhuga í vetur. Hvernig lýsir þetta "harkalega" sér?


mbl.is Trúverðugt plagg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýna það ekki í verki...

...með því að hafa 12 ráðuneyti.
mbl.is Ítrasta aðhalds gætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband