Í boði útrásarvíkinganna

Sendinefnd að semja um Icesave. Þetta hljómar skelfilega. Síðan fer önnur sendinefnd í boði Samfylkingarinnar til Brussel og semur auðlindirnar burt.

Ef ríkisstjórnin tekur á sig skuldbindingar vegna Icesave eru annarleg viðmið lögð til grundvallar. Íslenska þjóðin ber enga ábyrgð á skuldum Björgólfs Thors.

Þegar litið er á framvindu mála má vera nokkuð ljóst að útrásarvíkingarnir hafa mikil ítök og að aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að láta almenning borga skuldir þeirra.


mbl.is Skuldastaða skýrist ekki fyrr en Icesave samningar eru í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála þér,þetta kemur Íslenskri þjóð ekkert við! Ef það á að semja um þetta Icesave mál á okkar kostnað þá mun ég endanlega hætta að borga af öllum lánum og flytjast af landi. Ég á meira en nóg með mitt nú þegar takk kærlega. 

Sigurður (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 13:36

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Sama segi ég og síðasti maður slökkvi ljósin í Leifsstöð þegar hann fer úr landi.Þá getur Jóhanna og kompaní dundað sér við að borga allan pakkann fyrir Brussel mafíuna.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 11.5.2009 kl. 13:48

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég er enn á því að skilja ekki af hverju þjóðin á að greiða skuldir einkabanka. Kemst einfaldlega ekki innúr skelinni!

Rut Sumarliðadóttir, 11.5.2009 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband