2012-06-12
Gjafakvóti og skuldaþrælkun
Það sem hefur einkennt stjórnmálasögu Íslands á síðari tímum er að þegar menn og konur komast til valda styðja þau arðránsaðgerðir fámenns hóps og kalla það stjórnmálastefnu. Spillt hegðun er helguð með því að heimila hana í lögun og búin eru til hugtök eins og t.d. kjölfestufjárfestar eða útrásarvíkingar til þess að friðþægja þjóðina.
Snillingar settu fram kenningar um Íslendinga sem vildu grilla á kvöldin á meðan leiðtogarnir réðu sínum ráðum og aðstoðuðu fáeinar íslenskar fjölskyldur við að flytja auðlindarentuna á Tortolaeyjar. Ekki eingöngu þá auðlindarentu sem var að skapast í samtímanum heldur einnig þá auðlindarentu sem komandi kynslóðir munu skapa. Þeir sem ekki eru reiðir skilja einfaldlega ekki alvöruna.
Með Jöklabréfafléttunni var gegnið hýft upp þannig að réttindahafar auðlindarinnar gátu keypt marga dollara fyrir fáar krónur. Gengisáhættan af erlendum lánum bankanna var færð yfir á launþega með framvirkum gengissamningum við lífeyrissjóðina annars vegar og með því að veita heimilum ólögleg myntkörfulán hinsvegar.
Í kjölfar hrunsins þótti ekki tiltökumál að láta lífeyrissjóði beila út hluta skulda vegna Jöklabréfa. Þau eru breið bök launamanna sem sífellt taka við skuldum kjölfestufjárfesta og útrásarvíkinga. Vel mútaðir stjórnendur lífeyrissjóðanna sitja enn við völd og auðmenn stýra enn lífeyrissjóðunum, þ.e. valsa um með sparifé launþega.
Það þarf ekki miklar vitsmunabrekkur til þess að átta sig á því að ferlið sem átti sér stað fyrir hrun var skipulagt arðrán. Stjórnmál á Íslandi voru í raun skipulögð glæpastarfsemi og afleiðingarnar ógna frelsi barna okkar því þjóðarbúið var skuldsett um þúsundir milljarða í þessari fléttu.
Eignirnar sem réttindahafar gjafakvótans fluttu úr landi voru byggðar á froðu og skuld myndaðist í þjóðarbúinu á móti fjármagninu sem þeir komu fyrir á Tortólaeyjum. Skuldin ógnar nú velferð og frelsi barna okkar.
![]() |
Bjartsýn á samkomulag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Óheiðarlegur málflutningur
Þóra heldur því fram að valið standi á milli tveggja frambjóðenda sem rímar við þá ímynd sem fjölmiðlar í eigu útrásarvíkinga og annarra sem tengjast pólitískri spillingu hafa útvarpað. Hún er samstíga þeim sem reyna fela þá staðreynd að forsetaframbjóðendurnir eru sjö og aðeins einn þeirra hefur áður setið í embætti. Málflutningur hennar er því beinlínis óheiðarlegur þegar hún segir: Valkostirnir eru tveir. Sú sem hér stendur og að veita núverandi forseta áframhaldandi umboð til þess að sitja í 20 ár. Ég tengi svona málflutning skoðanakúgun og hræðsluáróði. Þeir sem eru ekki sammála mér skilja ekki rétt fólks til þess að fá hlutdeild í heiðarlegri umræðu í aðdraganda forsetakosninga. Aðrir frambjóðendur en Þóra eru góður valkostur fyrir þá sem vilja ferska vinda á Bessastaði. Meðal þeirra frambjóðenda sem Þóra reynir að gera ósýnilega með málflutningi sínum eru tvær glæsilegar konur, þær Herdís Þorgeirsdóttir sem hefur mikla burði og þekkingu til þess að gegna embættinu, mikla reynslu af alþjóðastarfi og er þekkt og nýtur virðingar fyrir fræðistörf sín í þágu mannréttinda á alþjóðavettvangi eða Andrea Ólafs sem er sterk kona sem tekur stöðu með almenningi. Tal Þóru um tvo valkosti er verkfæri þöggunar og vanvirðing við önnur framboð.
Ég tel það vera grundvallaratriði að forsetaframbjóðendur ræði við þjóðina af virðingu fyrir vitsmunum hennar. Umræðan í fjölmiðlum um forsetakosningar hafa einkennst af litlum skilningi á hlutverki forsetans og litlum skilningi á á þeim ramma sem stjórnarskráin setur honum.
Skilur ekki hlutverk forsetans
Þóra segir um forsetann Forseti sem rekur eigin stjórnmálastefnu í samkeppni við þjóðkjörið þing. Hann getur ekki fullkomlega ræktað sitt meginhlutverk sem er að vera sameiningarafl inn á við.
Þessar tvær setningar eru athyglisverðar fyrir margar sakir. Fyrst og fremst speglast í fyrri setningunni skilningsleysi á eðli forsetaembættisins eins og það er rammað inn af stjórnarskrá. Ég ætla ekki að fullyrða um það hvort að Þóra skilji ekki hlutverk forseta eða hvort hún er vísvitandi að blekkja þjóðina. Enginn forseti hefur stjórnmálastefnu. Þegar Ólafur Ragnar vísaði Icesave til þjóðarinnar þá var hann ekki að fylgja stjórnmálastefnu heldur hlýddi hann kalli þjóðarinnar og virkjaði vald hennar. Hver forseti þarf að hafa skýra sýn á embætti sitt og mikilvæga stöðu forsetans sem farveg fyrir vilja þjóðarinnar að valdastofnunum hennar.
Síðari setningin er eins og sú fyrri eiginlega bara bull. Það sem hefur öðru fremur valdið sundrungu meðal þjóðarinnar er að þarfir þjóðarinnar hafa verið hunsaðar við gerð laga og forsetar hafa verið eins og mjúkur leir í höndum flokkræðis og auðræðis. Íslensk lög vinna að þessum sökum gegn velferð almennings. Þóra virðist líta svo á að ef forsetinn er alltaf sammála ríkisstjórninni þá sé hann sameiningarafl inn á við. Notkun Þóru á hugtakinu sameiningarafl ber því vott um að hún annað hvort skilji ekki hugtakið eða sé vísvitandi að misnota það.
Forseti sem er sameiningarafl er forseti sem hlustar á þjóðina og hlýðir kalli hennar. Forseti sem er sameiningarafl er ekki forsetinn sem drekkur kaffi reglulega með forsætisráðherranum heldur forsetinn sem skapar traust meðal þjóðarinnar. Yfir 90% þjóðarinnar treystir ekki þinginu og aðrar stofnanir ríkisvaldsins njóta ekki mikils trausts. Því er forsetinn síðasta virki almennings í þeirri firringu sem ríkir meðal stjórnmálamanna sem eru strengjabrúður auðvaldsins.
Í kaffisamsæti með ríkisvaldinu
Þóra stefnir á að hlusta á öll sjónarmið stjórnmálaleiðtoga landsins. Ég vil hins vegar forseta sem er forseti fólksins og hlustar á raddir samfélagsins og þau sjónarmið sem þar birtast. Í málflutningi Þóru má lesa að hún vilji múra sig inn í virki ríkisvaldsins og dansa eftir þeirra nótum.
Þóra segir að núverandi forseti mistúlki embætti sitt og að Þegar Ísland fékk sjálfstæði frá Dönum árið 1944 var alveg skýrt að í hinu lýðveldi (sic) yrði þingræði með forseta, ekki forsetaræði.
Málsskottsrétturinn felur ekki í sér forsetaræði heldur lýðræði. Forsetinn getur ekki breytt lögum og hann getur ekki ákveðið hver verði niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu ef hann vísar lögum til þjóðarinnar. Ef Þóra skilur þetta ekki þá dreg ég þá ályktun að hún hafi ekki þekkingu eða dómgreind til þess að gegna embætti forseta. Málsskotsrétturinn var settur í stjóraskrána af ærinni ástæðu árið 1944 til þess að tryggja lýðræðislega aðkomu þjóðarinnar og farveg fyrir þjóðina til þess að verja rétt sinn gegn valdinu. Ríkisvaldið hefur hins vegar ávallt reynt að lama þessa grein stjórnarskrárinnar og tryggt sér þægð forseta.
Loforð Þóru í ræðu hennar eru loforð til ríkisvaldsins en ekki samtal við þjóðina.
Málsskotsrétturinn
Notkun á málsskotsréttinum er vandmeðfarin en skýringar Þóru á því hvenær réttmætt er að beita honum er þróttlitlar. Hún segir að honum skuli ekki beitt nema í ýtrustu nauð. Hvað er ýtrasta nauð, hvernig verður hún til og hver ákveður hvenær hún er til staðar. Eins telur hún það lögum til lasts ef þeim eru þröngvað í gegn af minnsta mögulega meirihluta. Ýmis lög hafa verið samþykkt með atkvæðum nánast alls þingsins, lög sem styrkja stöðu valdhafa og auðmanna en veikja stöðu þjóðarinnar.
Ég myndi vilja sjá forseta við völd sem stendur vörð um lýðræði og mannréttindi og beitir málskotsréttinum þegar hann telur að hagsmunir þjóðarinnar séu í húfi og hefur dómgreind og þekkingu til þess að greina áhrif þessara þátta í lögum.
Fréttin af ræðu Þóru Arnórsdóttur í Mogganum:
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur
![]() |
Mæting Þóru var staðfest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)