Gjafakvóti og skuldaþrælkun

Það sem hefur einkennt stjórnmálasögu Íslands á síðari tímum er að þegar menn og konur komast til valda styðja þau arðránsaðgerðir fámenns hóps og kalla það stjórnmálastefnu. Spillt hegðun er helguð með því að heimila hana í lögun og búin eru til hugtök eins og t.d. kjölfestufjárfestar eða útrásarvíkingar til þess að friðþægja þjóðina.282605_3576631088478_703391565_n.jpg

Snillingar settu fram kenningar um Íslendinga sem vildu grilla á kvöldin á meðan leiðtogarnir réðu sínum ráðum og aðstoðuðu fáeinar íslenskar fjölskyldur við að flytja auðlindarentuna á Tortolaeyjar. Ekki eingöngu þá auðlindarentu sem var að skapast í samtímanum heldur einnig þá auðlindarentu sem komandi kynslóðir munu skapa. Þeir sem ekki eru reiðir skilja einfaldlega ekki alvöruna.

Með Jöklabréfafléttunni var gegnið hýft upp þannig að réttindahafar auðlindarinnar gátu keypt marga dollara fyrir fáar krónur. Gengisáhættan af erlendum lánum bankanna var færð yfir á launþega með framvirkum gengissamningum við lífeyrissjóðina annars vegar og með því að veita heimilum ólögleg myntkörfulán hinsvegar.

Í kjölfar hrunsins þótti ekki tiltökumál að láta lífeyrissjóði beila út hluta skulda vegna Jöklabréfa. Þau eru breið bök launamanna sem sífellt taka við skuldum kjölfestufjárfesta og útrásarvíkinga. Vel mútaðir stjórnendur lífeyrissjóðanna sitja enn við völd og auðmenn stýra enn lífeyrissjóðunum, þ.e. valsa um með sparifé launþega.k2525616.jpg

Það þarf ekki miklar vitsmunabrekkur til þess að átta sig á því að ferlið sem átti sér stað fyrir hrun var skipulagt arðrán. Stjórnmál á Íslandi voru í raun skipulögð glæpastarfsemi og afleiðingarnar ógna frelsi barna okkar því þjóðarbúið var skuldsett um þúsundir milljarða í þessari fléttu.

Eignirnar sem réttindahafar gjafakvótans fluttu úr landi voru byggðar á froðu og skuld myndaðist í þjóðarbúinu á móti fjármagninu sem þeir komu fyrir á Tortólaeyjum. Skuldin ógnar nú velferð og frelsi barna okkar.

 


mbl.is Bjartsýn á samkomulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ein af betri greinum um glæpi gegn þjóðinni og ekkert komment!

Óskar Arnórsson, 23.6.2012 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband