2009-10-11
Greinin sem var ekki birt
Ég sendi þessa grein í Moggan í lok júlí síðastliðin:
Villigötur Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins þyrnum stráðar
Nú velta menn vöngum yfir því hvers vegna AGS hefur frestað lánveitingu til Íslands.
Menn velta líka fyrir sér afleiðingum af frestun lánsins og ekki vantar dómsdagsspár þeirra sem vilja að Íslendingar afsali griðum fullveldisins til Breta og Hollendinga. Sjálfsagt hinir sömu og samþykkja afsal sjálfstæðis með því að færa vald í hendur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Menn hafa kannski ekki velt nægilega vöngum yfir því hvers vegna við tökum lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Megintilgangur lántökunnar er að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn. Gjaldeyrisvarasjóðurinn er í vörslu banka í Bandaríkjunum sem greiðir lága vexti af fjárhæðinni. Á hverjum degi mun ríkissjóður, íslenskir skattgreiðendur, þurfa að greiða fleiri tugi milljóna í vaxtamun vegna erlendra lána og það í GJALDEYRI. Tilgangurinn, jú efla þarf traust alþjóðafjármálakerfisins. Ha, fattar alþjóðafjármálakerfið ekki að þetta er bara lán eða treystir fjármálakerfið Íslandi mikið betur ef Ísland er mjög skuldugt.
Treystir alþjóðafjármálakerfið Íslandi t.d. betur ef Ísland skuldar 3.000 milljarða en ef Ísland skuldar t.d. 1.000 milljarða? Hvað ef Ísland skuldar t.d. 10.000 milljarða er því þá treyst enn betur?
Þetta gengur ekki upp í mínum huga og samræmist á engan hátt á skilningi mínum á hugtakinu traust. Það er vert að taka það fram að ég er mikill sérfræðingur í þessu hugtaki. Tók það fyrir í meistararitgerðinni minni, þ.e. hugtakið "traust í viðskiptum."
Man eftir því að Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún ferðuðust vítt og breytt um heiminn í fyrra og sögðu fólki frá góðri stöðu íslensku bankanna. Tilgangurinn, já að efla traust á íslenskum bönkum. Traust í skilningi nýfrjálshyggjunnar er nefnilega notað sem samheiti við að ljúga á skilvirkan hátt. Vel heppnuð blekking eflir traust. Þess vegna er lögð rík áhersla á að fjármálakerfið haldi að Íslendingar eigi mikinn gjaldeyrisvarasjóð. En auðvitað fattar alþjóðafjármálakerfið alveg að nettó gjaldeyrisvaraforði er lítill eftir sem áður. En vegna griðalegrar skuldsetningar verða Íslendingar undir stöðugri ógn af lokun lánalína.
Hvílíkt vald sem alþjóðafjármálakerfið fær yfir íslensku þjóðarbúi. Vegna þess að ríkisvaldið velur að ganga með betlistaf um heimsbyggðina í stað þess að takast á við vandann. Lítil reisn og lítil karlmennska. En það sem verra er, er aulahátturinn í strategískum samskiptum við aðrar þjóðir.
Það er alsendis óvíst að það takist að kjafta upp krónuna eða traust á henni. Rétt eins og Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu tókst ekki að kjafta bankanna upp úr gjaldþrotinu. Og víst reyndu þau.
Lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fer ekki til uppbyggingar atvinnulífs. Ekki til þess að styrkja varnir samfélagsins gegn þeim sem vilja notfæra sér ringulreiðina á Íslandi og hirða hér auðlindir án þess að láta neitt á móti.
Stóriðjan á Íslandi er gott dæmi um bókhaldsbrellur alþjóðafjármálasamfélagsins. Erlendu móðurfyrirtækin lána dótturfélögum sínum, á Íslandi, hundruð milljarða. Við það hækka erlendar skuldir þjóðarbúsins. Hefur það áhrif á lánshæfismat? Hækkar það vaxtabyrði Landsvirkjunar? Hvers vegna skuldsetja alþjóðafyrirtæki dótturfélög sín hér á landi? Jú til þess að losna við að greiða skatt á Íslandi. Skattaleg hagræðing heitir það en þeir vilja eftir sem áður nota vegina sem við fjármögnum, hafnir og annað sem skattgreiðendur hafa byggt upp. Viljum við fleiri svona díla? Ekki ég.
Hvers vegna vill hinn græni forsætisráðherra byggja fleiri álver? Þegar erlendir aðilar byggja á Íslandi eykst eftirspurn eftir krónu. Krónan hækkar í verði.
Ég spyr er endalaust hægt að taka vitlausar ákvarðanir til þess að styrkja krónuna. Auknar lántökur skap í besta falli falskt traust á krónunni. Raunveruleg styrking felst í því að efla verðmætasköpun og tekjur þjóðabúsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur engan áhuga á þeirri leið.
Í haust þegar bankarnir hrundu lá fyrir, að mínu mati, áætlun á borði Breta um það hvernig þeir ætluðu að beita öllum valdastofnunum hins vestræna heims til þess að græða sem mest á öngþveitinu.
Hegðun Breta, Hollendinga, Norðurlandanna, ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er strategísk. Fyrsta skrefið var að telja stjórnvöldum á Íslandi í trú um að aðeins ein leið væri út úr vandanum og síða var sú leið vörðuð þyrnum.
Stjórnmálamenn sitja fastir í hugmyndafræði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og eru þess vegna hluti af vandamáli þjóðarinnar. Þessi leið er einfaldlega of dýrkeypt.Ritað 31 júlí 2009
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.10.2009 kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2009-10-11
Shit happens...ef þú ert ekki fagfjárfestir
Margir fjárfestu í hlutabréfum í Landsbanka, Kaupþingi og Glitni en svo hrundu bankarnir og peningarnir hurfu. Hluthafarnir gátu lítið annað gert en að segja "shit happens" og sofa úr sér vonbrigðin. Þeir höfðu jú valkosti. Hefðu getað gert eitthvað annað við peninginn sinn. Kynnt sér betur stöður bankanna og tekið minni áhættu.
Það sama gildir um fagfjárfestanna sem lögðu peninga í Icesave. Þeir voru á kaupi við að kynna sér áhættuna. Það blasti við þeim að bankarnir voru orðnir tíu sinni stærri en landframleiðsla á Íslandi. Þeir gátu skoðað tryggingar og tilskipanir ESB. Þeir eru jú sérfræðingar. Annað en almenningur sem kaupir hlutabréf.
Svipað gildir um þá sem fjárfestu í Jökla- og Krónubréfum. Ólíklegt er að þar hafi átt í hlut aðrir en fagfjárfestar. Þeir sem fjárfestu í þessum bréfum veðjuðu á íslensku krónuna og höfðu alla burði til þess að kynna sér peningamálastefnu seðlabankans og hagtölur. Þeir höfðu valkosti rétt eins og Icesavefjárfestar og hluthafar í bankanum og ættu því að hafa sagt líka "shit happens" við tókum áhættu og nú verðum við að taka afleiðingunum.
Nei ekki aldeilis. Gjaldeyrisforðinn á Íslandi er um 430 milljarðar. Þar af er 110 milljarðar skuld. Stefán Már Baldursson sem kostaður hefur verið af Kaupþingi í prófessorsstöðu heldur því fram að allur gjaldeyrisforðinn sé tekinn að láni. Helsta skýring þess að allur gjaldeyrisforðinn sé talinn vera skuldaður er fyrirætlun ríkisvaldsins (AGS) um að bjarga eigendum Jöklabréfa og telja þess vegna Jöklabréf sem skuld á móti gjaldeyrisforðanum.
Það er sem sagt ekki "shit happens" fyrir Jöklabréfaeigendur. Til þess að hífa upp krónuna hyggst ríkisstjórnin taka risalán og losa síðan um gjaldeyrishöftin. Í kjölfarið mun gjaldeyrir streyma úr landi en kostnaðurinn af því færður á komandi kynslóðir. Börn hluthafanna í bönkunum sem hafa þurft að sætta sig við tap sitt.
Það þarf jú að viðhalda trausti "alþjóðasamfélagsins". Trausti Jöklabréfaeigenda, trausti Breta og Hollendinga en hvað með traust hluthafa bankanna? Hvað með traust skuldara og þeirra sem sjá á eftir húseignum sínum? Hvað með traust kjósenda og félagshyggjufólks?
![]() |
166 fasteignir á uppboði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stigliz segir: Fairness needed when dealing with crisis
Ég hélt erindi á ráðstefnu í dag og byggði málflutning minn á viðtölum við nokkra þingmenn og einnig á viðtali við Franek Rozwadowski. Ég spurði hvort að "fairness" þ.e. sanngirni væri viðmið í prógrammi AGS. Rozwadowski vildi ekki staðfesta að viðmið sanngirni væru í prógramminu en sagði svo að "jusdice" þ.e. réttlæti ætti heima í réttarsölum en ekki prógrammi AGS.
Eftir viðtal við fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og skoðun á viljayfirlýsingu sem undirrituð er af Davíð Oddssyni og Árna Matthiesen virðist nokkuð ljóst að fyrri ríkisstjórn afsalaði efnislega fullveldi Íslands til erlendrar lánastofnunar. Eftir farandi hefur komið fram.
Ísland er í prógrammi AGS.
Ríkisstjórnin er skuldbundin til þess að taka ákvarðanir sem samrýmast markmiðum AGS og falla innan prógrammsins.
Prógrammið byggir á þrem meginmarkmiðum:
Endurreisn bankanna
Styrking gjaldmiðilsins
Eyða fjárlagahalla
Bankahrunið hefur skapað hættur sem komist hafa í umræðuna en síðan bara dáið út.
Þessar hættur eru:
Fólksflótti í stórum stíl
Óréttmætar eignatilfærslur
Afsal auðlindanna
Ég spurði Rozwadowski hvernig Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hygðist bregðast við þessum hættum sem steðja að íslensku samfélagi. Svör hans voru á einn veg. Its not in the program, þ.e. það fellur utan prógrammsins að verja Ísland þessum hættum.
Nú spyr ég þá má ríkisstjórnin taka ákvarðanir sem fara gegn markmiðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Nei sagði Rozwadowski ríkisstjórnin verður að fylgja prógramminu.
Nú er það þannig að ef landinu er stýrt með sjónarmiðum sem hafa almenna velferð í huga þá þarf að taka tillit til alla þeirra atriða sem ég tel upp hér að ofan og grípa til ráðstafana til þess að verja samfélagið hættu.
Meðan Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn starfar hér með þeim skilmálum sem hann gerir núna eru hendur ríkisstjórnarinnar í raun bundnar. Hún "má ekki" bjarga þjóðinni ef það truflar björgun banka, krónu og blóðugan niðurskurð í velferðarkerfi.
![]() |
Ögmundur verði aftur ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)