Þeir sem áttu peninga á bankareinkningum Landsbankans berjast nú með kjafti og klóm fyrir því að samningaleiðin verði farin í Icesave.
Ef samningaleiðin er ekki farin þá getur málið lent fyrir dómstólum og dæmt þannig í málinu að fjármunir skiptist á milli innlánseigenda sem þýðir að íslenskir innlánseigendur geta tapað 50 milljörðum. Allar innistæður eru tryggðar upp að þremur til fjórum milljónum. Þeir sem áttu mikla fjármuni á innlánsreikningum gætu hins vegar tapað.
Til þess að bjarga 50 milljörðum fyrir Íslenska innlánseigendur eru stjórnvöld að skrifa upp á 750 milljarða víxil sem ber yfir 300 milljarða vexti næstu 7 ár.
Og ekki voru gleðitíðindin skárri í dag. Jú jú miklar innheimtur í eignasafn Landsbankans segir skilanefndin. En hvaðan kemur sú innheimta? Jú úr ríkissjóði okkar landsmanna og af vaxta og verðtryggingagreiðslum íslenskra skuldara.
Eða eins og segir í fréttinni:
Samkomulagið gerir ráð fyrir að NBI gefi út skuldabréf til gamla bankans að fjárhæð 260 milljarðar króna til 10 ára. Skuldabréfið er gengistryggt og tryggir Landsbankanum þannig erlenda fjármögnun. Þá er gert ráð fyrir að gefin verði út hlutabréf til gamla bankans að fjárhæð 28 milljarðar króna sem svarar til um 20% heildarhlutafjár NBI.
![]() |
Beðið eftir Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við þurfum ekki lán frá AGS. Gjaldeyrisforðinn er fínn. 490 milljarðar hefur aldrei í sögunni verið eins hár.
Hættið að setja lífeyrissjóðina í steypu og látið þá frekar í að bjarga raunverulegum verðmætum.
Þessi atburðarrás er farin að vera nóg staldrið nú við og hugsið hvort ekki sé til betri leið.
![]() |
Málin að komast á lokastig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2009-10-13
Hrikalegur áróður
Getur þú sagt mér hvert söluverðmæti hússins þíns verður eftir 7 ár. Svarið er að öllum líkindum NEI. Mikil óvissa ríkir um þróun markaða, þróun fasteignaverðs og lengd og dýpt kreppunnar.
Víst reyna menn að kjafta sig upp úr kreppunni. Þeir sem halda því fram að endurheimtur verði 90% af kröfunni hafa ekki tjáð eftir því sem ég best veit hvort að það ákvæði Icesave samningsins að eingöngu 50% endurheimtna renni til Íslendinga til þess að standa undir því sem gert er ráð fyrir að Íslendingar séu ábyrgir samkvæmt samningnum.
Þeir hafa ekki gefið upp hvert raunvirði þessarar eigna er í dag.
Þetta hlutfall 90% er viðmið sem notað er við yfirfærslu milli gamla og nýja bankans og hefur lítið gildi sem spádómur um það hvað mun síðan raunverulega innheimtast.
Það er ljótt af stjórnmálamönnum að villa um fyrir almenningi og nota þetta í áróðursskyni.
![]() |
Geta kannski selt eignir Landsbankans fyrr en ella |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2009-10-13
Kostnaðurinn 1.200 milljarðar
Í skýrslu sem Center for Economic policy research (bls 43-44) birtir í október 2009 segir að kostnaður við endurreisn bankanna sé 83% af vergri landsframleiðslu en það eru 1.100 til 1.200 milljarðar.
Í sömu skýrslu segir að markmið AGS sé að skera niður fjárlagahallan þannig að hann verði að mestu á núlli eftir 2010. Þetta þýðir að skera þarf niður um 87 milljarða fyrir 2011.
Hvað þýðir það fyrir velferð á Íslandi. Þýðir að margir munu deyja ótímabærum dauða vegna skertrar þjónustu og skólum verður lokað? Eða þýðir það að fjármunir hafi að mestu farið í óþarfa hjá hinu opinbera fram að þess? Fólk mun flýja land í miklum mæli og skatttekjur minnka og enn skorið niður og enn munu félagsleg vandamál og ótímabær dauði aukast.
Það var skorið niður um 9 milljarða á Landsspítalanum fyrir næsta ár. Hvað verður þegar skornir verða 9 milljarðar í viðbót?
![]() |
Gylfi: Ánægja með lausn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)