Sóðalegt orðbragð forsetans

Forseti Íslands uppnefnir þá sem leyfa sér að gagnrýna framferði hans.

Hann kallar þá reiða, talar um framferði haturs og telur þá beita miskunnarlausri gagnrýni.

Þegar ég gangrýni forsetann kannast ég ekki við að hata hann eða yfir höfuð bera neinar sterkar tilfinningar til hans.

Ég ber hins vegar umhyggju fyrri almenningi sem blæðir nú fyrir atferli þeirra sem höguðu sér af algjöru dómgreindarleysi í aðdraganda hrunsins en þeir sem bera ábyrgð á gríðarlegri lífskjaraskerðingu á Íslandi berjast nú af fullum krafti við að halda sínu óskertu og beita til þess miskunnarlaust fjármunum skattborgaranna og valdi embætti sinna.

Hver skyldi kosta þessa för forsetans um landið sem hann auglýsir ekki og talar við fólk eins og hann sé himnasending til fátæklinga á milli þess sem hann hreiðrar þægilega um sig á Bessastöðum og nýtur aðhlynningu þjónustufólks. 4c433e664ac014ff


Ögmundur stendur með þjóðinni

Árásirnar frá frá erlendum valdhöfum á Ísland hafa verið grimmúðlegar.

 Ríkisstjórn sjálfstæðisflokks sýndi eindæma heigulshátt í kjölfar hrunsins og hunsaði velferð þjóðarinnar.

Ríkisstjórn samfylkingar hefur staðið sig litlu betur en virðist þó eitthvað vera að draga lappirnar í því að gangast undir nauðung Breta og Hollendinga.

Það má fyrst og fremst þakka Ögmundi Jónassyni sem hefur sýnt í verki að hann stendur með íslensku þjóðinni.


Ábyrgð á þróun samfélags

Á meðan viðskiptaráð fékk því framgengt að 90% af tillögum þeirra fóru í gegn um þingið og voru samþykkt sem lög var lítill áhugi á að styrkja lagaumhverfi sem tekst á við ofbeldi gegn konum.

Frelsi fjármagnsins fékk mikilvægi umfram frelsi einstaklinga og í kjölfarið myndaðist menningarkimi sem er Íslendingum áður ókunnur.

Tuttugu ára valdatíð sjálfstæðisflokksins hefur skilað okkur samfélagi með félagslegum vandamálum sem byggjast á skorti á mannvirðingu og glæpastarfsemi.

Samfélag sem ekki byggir upp varnir gegn ofbeldi og ofríki er ekki gott samfélag.


mbl.is Götuvændi stundað í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pínulitla Ísland

Toyota er 10 stærsta fyrirtæki í heimi. Starfsemenn fyrirtækisins eru 320 þúsund sem er svipaður fjöldi og fjöldi manna búsettur á Íslandi.

Velta fyrirtækisins Toyota er 25.000.000.000.000.

Velta Íslands er 1.400.000.000.000.

Skeljungur er skipaður rúmlega 100.000 starfsmönnum eða sem svarar um þriðjungi Íslendinga.

Velta fyrirtækisins er hins vegar 40 sinnum verg landsframleiðsla Íslands eða rúmlega 56.000.000.000.000

Sjá hér

Í grein forsætisráðherra Íslands á The Banker segir:

The population is small, but is also young and innovative, making it easier to overcome the present crisis. We aim to build a more balanced and sustainable basis for the Icelandic economy and maintain our full participation in international activities.

Ég hef ekkert á móti alþjóðlegum samskiptum. Það er gott fyrir þjóðir að deila með sér þekkingu, menntun og læra af menningu hvorra annarra. Samskipti og viðskipti við þjóðir á jafnréttisgrundvelli er jákvæður hlutur í framþróun.

Það er hins vegar litlum þjóðum nauðsynlegt að hafa varnir í landamærum sínum gagnvart stórum alþjóðlegum fyrirtækjum sem eru gengdarlaust gráðug og ómannúðleg í þeirri viðleitni sinni að stækka meira og meira.

Þeir sem fyrst og fremst tapa á alþjóða-auðhringjavæðingunni eru launþegar og neytendur.


mbl.is Saxhóll gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband