Ábyrgð á þróun samfélags

Á meðan viðskiptaráð fékk því framgengt að 90% af tillögum þeirra fóru í gegn um þingið og voru samþykkt sem lög var lítill áhugi á að styrkja lagaumhverfi sem tekst á við ofbeldi gegn konum.

Frelsi fjármagnsins fékk mikilvægi umfram frelsi einstaklinga og í kjölfarið myndaðist menningarkimi sem er Íslendingum áður ókunnur.

Tuttugu ára valdatíð sjálfstæðisflokksins hefur skilað okkur samfélagi með félagslegum vandamálum sem byggjast á skorti á mannvirðingu og glæpastarfsemi.

Samfélag sem ekki byggir upp varnir gegn ofbeldi og ofríki er ekki gott samfélag.


mbl.is Götuvændi stundað í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Auk þess sem frelsishugtakið bvar algerlega skrumskælt og fært yfir alla möfulega hluti.

Kvenfólk átti bara að hafa frelsi til að stunda vændi og sprikla á súlum.

allt í nafni frelsissinns. Frelsi til að ná í rauðvín út í sjoppu og tóbaksauglýsingar áttu auðvitað rétt á sér vegna þess að fólk hafði frelsi til að líta undan.

Vilhjálmur Árnason, 16.10.2009 kl. 15:37

2 identicon

Það er auðvelt að kenna Sjálfstæðisflokknum um það sem aflaga fór.

Getur þú ekki laumað á hann vígi Snorra í Reykholti?

Þrymur Sveinsson. (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 16:52

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Þrymur það er auðvelt að kenna sjálfstæðisflokknum um ástandið í samfélaginu. Gríðarleg völd hans í tuttugu ár taka allan vafa um ábyrgð hans.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.10.2009 kl. 16:59

4 identicon

Og þú leggst á á það auma plan að kenna stjórnmálaflokk um að fólk leggist í vændi. 

Þrymur Sveinsson. (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 17:13

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þrymur það eru valdhafar á hverjum tíma sem bera ábyrgð á þróun samfélags.

Í tuttugu ár voru þessir valdhafar sjálfstæðisflokkurinn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.10.2009 kl. 17:21

6 identicon

Hvernig sýnir þú fram á samhengið þar á milli annað en hatursræðu úr eigin ranni?

Þrymur Sveinsson. (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 17:29

7 identicon

Spurning um að grípa í rassgatið á Wernerstittunum

Krímer (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 17:57

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þrátt fyrir nýlega álagt bann við kaupum á vændi, eftir að það hafði verið lögheimilað nokkur misseri, virðist svo sem dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi opnað Pandórubox sem haldi áfram að valda auknum vandræðum, sífellt nýjum tilfellum vændis og jafnvel mansals. Lokið var tekið af þessari ljótu starfsemi, sem aldrei skyldi verið hafa, og þar með fóru "ferlar" í gang, sem ráðamenn hefðu mátt sjá fyrir, en höfðu í reynd í algerri glópabjartsýni keyrt á, að hér yrði opnað á.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.10.2009 kl. 19:07

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jakobína, þú ert alveg ótrúleg, að geta kennt Sjálfstæðisflokknum um hvaðeina, sem þér finnst miður fara í þjóðfélaginu.

Vændi er t.d. mörg þúsund ára starfsgrein og þar með all nokkru eldri en Sjálfstæðisflokkurinn.

Ég er nú svo gamall að ég man bæði hægri og vinstri stjórnir í landinu og allan þann tíma var stundað vændi í Reykjavík.  Þetta hefur alltaf viðgengist hérna, rétt eins og annars staðar.

En að blanda pólitík í málið, toppar flest allt, sem maður hefur séð áður, jafnvel frá þér.

Axel Jóhann Axelsson, 16.10.2009 kl. 19:22

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Morð eru líka mörg hundruð ára í atferli mannsins en það hefur samt ekki þótt ástæða til að lögleiða þau nema það hafi þá verið fyrirætlun sjálfstæðisflokksins að gera það næst.

Þeir sem kalla vændi atvinnugrein ættu að fá sér starf í þeirri "atvinnugrein" í nokkra mánuði og meta síðan hvort þeir líti á það sem starf.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.10.2009 kl. 19:51

11 Smámynd: Auðun Gíslason

Var það ekki sjálfur hugmyndafræðingur FLokksins, sem skrifaði "lærðar" geinar um, að lögleiða bæði vændi og hverskyns eiturlíf?  Og frjálshyggjuliðið söng undir hvert orð!  Það átti að leyfa sölu og hverskyns meðferð eiturlyfja frelsinsu til dýrðar.  Og vændi skyldi sömuleiðis teljast sjálfsagt mál í landi hinna "frjálsu", því einhversstaðar þurfti þessi kór að geta fengið sér á sjúddírallírei!  Boy's from Brazil, einsog Suzie sagði hér einhversstaðar!

Auðun Gíslason, 16.10.2009 kl. 21:33

12 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Vændi varð ekki til í valdatíð sjálfstæðismanna en það jókst mjög mikið og varð skipulagt.

Það er ekki sérlega flókið að benda á ábyrgð sjálfstæðisflokksins á aukinni vændisstarfssemi. Undir stjórn Sjálfstæðisflokksins Jókst misskipting gríðarlega. Þegar misskipting eykst aukast öfgarnar í samfélaginu fámennur hópur manna makar krókinn og sífellt fjölmennari hópur verður undir. Afleyðingin er að félagslegt misrétti eykst og það leiðir af sér neyð þeirra hópa sem verða undir.  Sú neyð verður gróðrarstía fyrir félagsleg vandamál.  Aukin vændisstarfsemi og mannsal er einfaldlega hluti af þeim  fyrirsjáanlegu vandamálum sem hljótast af aukinni misskiptingu. Ábyrgð Sjálfstæðisflokks er því mjög skýr þó að vissulega séu fleiri ábyrgir. Misskipting sem jókst mikið í valdatíð sjálfstæðisflokksins var fyrirsjáanleg afleiðing af þeirri stefnu sem var rekin á Íslandi undir forystu Sjálfsæðismanna. Orsakasamhengið skýrt og óslitið. 

Á hinn bóginn held ég að engu hefði skipt hvaða flokkar voru við völd, stefnan hefði orðið sú sama. Allar deildir Flokksins  lúta að mestu leiti sömu stjórn. Við fengum að gægjast inn í ormagryfjuna fyrir síðustu kosningar þegar nokkur mútumál voru opinberuð. Svo virðist sem flokkarnir séu fyrst og fremst tæki í höndum fjármagnseigenda.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 17.10.2009 kl. 00:29

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er einhver meinloka, að Björn Bjarnason og Sjálfstæðisflokkurinn hafi gert vændi löglegt á Íslandi.  Það hefur aldrei verið refsivert, að stunda vændi hérlendis, a.m.k. ekki frá því árið 1940, því í hegningarlögum nr. 19/1940 var gert ráð fyrir því að sala á vændi væri refsilaus.

Björn skerpti á þessum lögum og herti refsingar fyrir að lifa á vændi annarra og standa fyrir slíkum rekstri.  Konum hefur hins vegar allaf verið heimilt að selja sig og svo er ennþá, því með nýju lögunum er salan refsilaus, en kaupin refsiverð.  

Vændi er því ekki bannað ennþá, það má bara ekki borga fyrir það.

Sjálfstæðisflokkurinn samdi ekki lögin 1940, þau hafa örugglega komið beint frá Dönum, eins og flest annað í okkar löggjöf á þeim tíma.

Jakobína, þú verður að fara að reyna að hemja þinn ótrúlega öfgafulla hugsanahátt.  Það á reyndar við um fleiri, sem hafa sett inn athugasemdir hér.

Axel Jóhann Axelsson, 17.10.2009 kl. 11:15

14 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Axel Jóhann einstaklingar í stjórnarandstöðunni kröfðust þess í mörg ár að lög um vændi yrðu hert í valdatíð sjálfstæðisflokks en án árangurs.

Það var eitt fyrsta verk VG þegar flokkurinn komst í stjórnarmeirihluta að innleiða lög sem gerðu vændi ólöglegt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.10.2009 kl. 18:15

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er bara alls ekki rétt hjá þér.  Sala á vændi er ekki bönnuð, aðeins kaup á vændi.

Ef upp kemst um vændisstarfssemi, verður sá sem selur vændið ekki dæmdur, en sá sem kaupir það verður dæmdur.

Þannig er vændissala ekki ennþá ólögleg og hefur aldrei verið.

Axel Jóhann Axelsson, 19.10.2009 kl. 09:36

16 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Axel þetta eru fáránleg rök. Vændi er bannað. það er ólöglegt að kaupa vændisþjónustu. þ.e. gerandin brýtur lög ekki fórnarlambið.

Er þjófnaður löglegur vegna þess að það er ekki ólöglegt að láta stela af sér?

Er líkamsárás lögleg af því að það er ekki ólöglegt að láta berja sig?

Það að gera það refsivert að vera fórnalamb glæps er alveg einstakt fyrir vændi og lýsir valdastrúktúrnum sem við búum við annsi vel. 

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 19.10.2009 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband