2009-10-21
Drepur Kreppan? Eykur AGS dánartíðni?
Þessari spurningu var velt upp í Kastljósi kvöldsins.
Í inngangi að grein eftir David Stucler of fleiri segir m.a.:
A new study reveals a surprising cost of rising unemployment: during a recession, murder and suicide rates increase. The solution? Support groups. Here to tell us more is study co-author David Stuckler, a sociologist fellow at Oxford University. Stuckler is joined by American Chet Kaminski, currently an accountant who this past spring was compelled to join a social unemployment network after eight months without a job.
Og í inngangi að annari grein segir:
According to leading economic theorists, creating capitalism out of communism requires rapid privatization. In this article we empirically test the welfare implications of privatization policies in Post-Soviet countries by using cross-national panel mortality data as an indicator of social costs. We find that rapid privatization - whether measured by a novel measure of mass privatization program implementation or Enterprise Bank for Reconstruction and Development privatization outcome scores - is a critical determinant of life expectancy losses, and that when privatization policies are reversed, life expectancy improves. Using selection models, we show that endogeneity understates the social costs of rapid privatization.
Rannsóknin sýnir fram á að einkavæðing eykur dánartíðni meðal borgaranna.
Rannsóknir Stuckler sýnir einnig fram á að af löndum sem lenda í miklum vandræðum eykst dánartíðni í löndum sem þyggja hjálp AGS umfram það sem hún gerir í löndum sem þyggja ekki hjálp sjóðsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2009-10-21
Það má bara leyfa pínulitlar mútur núna.
Svo skulum við ekki gleyma að stjálfstæðismenn skömmtuðu flokknum 100 milljónir úr ríkissjóði.
Greinilegt að þeir vilja halda áfram að selja náttúruauðlindir og hygla að réttum aðilum í verktakabransanum enda að skipuleggja að byggja 30 þúsund íbúðir...
![]() |
1,5 milljóna þak á framboðskostnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Á myndbandi sem ég birti í fyrri færslu spyr einn þeirra sem þar sitja fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hversu mögum mannslífum sé réttmætt að fórna og hverjir séu réttmæt fórn.
Það er nefnilega ávallt markmið sjóðsins að "bjarga" þeim sem hafa rænt þjóðir en á kostnað fólks sem ekki lifir meðferðina af.
Mannlífið í landinu er merkingarlaust í prógrammi sjóðsins og núverandi ríkisstjórn sem er sérhagsmunastjórn og hrossakaupsstjórn rétt eins og fyrri ríkisstjórnir gengur blákalt fram og kallar sig félagshyggjustjórn þótt hún gangi fram og selji velferð fjölskyldna og launþega til þess að þóknast lánadrottnum.
![]() |
Lán AGS tilbúið í lok október |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég tek undir það með Ögmundi að ekki á að setja lífeyrissjóðina í verkefni sem eru ekki þjóðhagslega hagkvæm.
Sum þeirra verkefna sem yfirvöld og stjórn ASÍ og Vilhjálmur Egilsson vilja setja lífeyrissparnaðinn okkar í eru verkefni sem eru svo stór að það þarf að bjóða þau út á Evrópska efnahagssvæðinu.
Vilt þú að lífeyrissparnaðurinn þinn verði notaður til þess að skaffa atvinnu fyrir erlenda verkamenn sem yfirgefa svo landið að loknu verki en við stöndum uppi með mannvirki sem skila engum arði til þjóðarinnar og í sumum tilvikum engri atvinnu.
Samkvæmt skoðanakönnun hér á blogginu treysta innana við 10% lesanda þessum aðilum fyrir lífeyrissjóðum sínum.
![]() |
Lífeyrissjóðir láni í velferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-10-21
Vilhjálmur Egilsson man lítið
Vilhjálmur Egilsson virðist vera í litlum tengslum við blákaldann veruleika launamanna og atburðarrásina sem leiddi til þess að stór hluti þjóðarinnar gengur nú atvinnulaus.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í skýrslu sinni um aðdraganda bankahrunsins í haust að bygging Kárahnjúkakirkjunnar væri aðalsökudólgurinn í aðdragandanum.
Samningarnir við stóriðjuna eru þannig að hún hirðir allan arð af orkuframleiðslu í landinu auk þess sem hún skilar nánast engu í ríkissjóð.
Skatttekjur af álveri eru 0,1 af vergri landsframleiðslu. Sem sagt verðmætin renna úr landi og til auðhringja. Þetta er verk sjálfstæðis- og framsóknarflokks.
Hinn svokallaði stöðugleikasáttmáli er fyrst og fremst samningur um að lækka laun launafólk og eyða sparnaði þess (lífeyrissjóðum) í framkvæmdir sem hafa nánast engin áhrif á atvinnustig og lífskjör þjóðarinnar til lengri tíma litið.
Barátta Vilhjálms er fyrst og fremst að skaffa verkefni fyrir stóra verktaka.
![]() |
Ísland á dagskrá eftir viku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
2009-10-21
Eru menn að tapa glórunni...
![]() |
Byggja þarf 30 þúsund íbúðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ef vextir af Icesave eru 350 milljarðar þá er hægt að reka Landsspítalann í núverandi mynd í 11 ár fyrir fjárhæðina.
1000 öryrkjar geta lifað í 100 ár fyrir þessari fjárhæð.
Það kostar ekki nema helmingi meira að reka heilsugæsluna á öllu höfuðborgarsvæðinu en það kostar að reka Alþingi.
Öryrki gæti lifað í 1000 ár á því sem það kostar að reka Alþingi.
Fjárlaganefnd sér ekki ástæðu til þess að skera við nögl við stjórnmálaflokkanna því...
Það er hægt að reka tvo grunnskóla fyrir það sem er skammtað í stjórnmálasamtök
370 milljónir til stjórnmálaflokkanna árið 2010.
Ætli það séu verðlaun fyrir vel unnin störf?
....og svo kostar 187 milljónir að reka embætti forsetans
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)