2009-10-25
Hvernig er spillingin mæld?
Það kom maður í athugasemdakerfið hjá mér og spurði hvort verið gæti að sjálfstæðisflokkurinn væri hlutfallslega minnst spilltur og þá í krafti stærðar sinnar. Ég ákvað að skoða þetta. Árið 2007 var árið sem farið var að skammta stjórnmálasamtökum gríðafjárhæðir úr vasa skattborgaranna. Gæðunum er útdeilt eftir stærð flokka og auðvitað er þetta tiltæki þingmanna ekki minna spillt en eftirlaunafrumvarpið.
Ég ákvað því að skoða hvernig styrkir frá fyrirtækjum og einstaklingum hefði verið til flokkanna í hlutfalli við ríkisstyrkina (sjálftökuna).
Sjálfstæðisflokkur reyndist ekki bara spilltastur heldur líka hlutfallslega spilltastur.
Sjálfstæðisflokkur framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum 74% af ríkisstyrk.
Vinstri græn framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum 62% af ríkisstyrk.
Framsóknarflokkur framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum 36% af ríkisstyrk.
Samfylking framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum 30% af ríkisstyrk.
Það er athyglisvert að á þessum mælikvarða eru vinstri græn næstum eins spillt og sjálfstæðisflokkurinn.
![]() |
Leggja fram drög að framhaldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2009-10-25
Árni Páll fær prik frá mér
Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra virðist hafa verið í góðum tengslum við dómgreind sína á ársfundi ASÍ þar sem hann talar um grátkór sjávarútvegs og stóriðju vegna orkuskatta og innköllunar fiskveiðiheimilda.
Árni Páll varar við þeirri vá að verða að ginningarfífli stóriðju og útgerðarauðvalds.
Ekki stendur á grátkórnum að senda fulltrúa sína fram á sjónarsviðið en framkvæmdarstjóri LÍÚ virðist vera með grátstafinn í kverkunum í gagnrýni sinni á fyllilega réttmæta lýsingu Árna Páls. Einnig gagnrýna ginningarfífl auðhyggjunnar í stjórnarandstöðu Árna Pál að sögn Fréttablaðsins.
Ástandið á efnahagskerfi Íslands er bein afleiðing af græðgi og spilafíkn embættis- og stjórnmálamanna sjálfstæðisflokks sem hafa komið á einokunarkerfi á auðlindanýtingu í landinu. Þeir sem hafa haft aðgang að auðlindunum sópuðu auðlindarentunni úr landi meðan sjálfstæðismenn og aðrir stjórnmálamenn voru í spilafíkilsvímu að skafa restina innan úr efnahagskerfinu með leik að afleiðum og vafningum.
2009-10-25
Rússneska mafían í heimsókn
Í kjölfar bankahrunsins komu 30 Rússar til landsins og bjuggu á hóteli 101 sem virðist vera vinsæll viðkomustaður kaupahéðna sem koma til landsins. Geir, Davíð og Björn fengu sér lífverði um svipað leyti og hreyfðu sig vart án myndarlegrar meðreiðarsveitar.
Andrúmsloftið var hálf rafmagnað og maður skynjaði úrræðaleysi manna sem voru komnir upp fyrir haus í skítinn sem hafði verið mokað upp yfir íslenskt samfélag. Menn pískruðu í hornum um peningaþvætti og mafíu.
Þeir sem best þekktu til sögðu að Landsbankinn hefði verið framtakssamastur banka í óþverranum. Það hefur því verið nokkuð kúnstugt að horfa upp á hvernig Landsbankanum hefur verið viðvarandi haldið utan umræðu um spillingu en athyglinni beint að hinum bönkunum tveimur.
Helstu gerendur og skúrkar í bönkunum njóta nú náðar yfirvalda sem halda að sér höndum eða styðja á beinan hátt það þeim sé úthlutað gæðum. Jón Ásgeir fær Haga og afskriftir en Björgólfur Thor fær neðri hluta Þjórsár.
![]() |
Ásakanir um peningaþvætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)