Bjarni Ben búin að gleyma hver setti þjóðarbúið á hausinn

Sjálfstæðisflokkur Bjarna Benediktssonar setti þjóðarbúið á hausinn. Eins og venjulega ber málflutningur formanns flokksins þess vott að stóriðja er þeim hjartfólgnari en fólkið í landinu. Fjármálaöfl mikilvægari en heilsa landsmanna. Alþjóðafyrirtæki mikilvægari en velmegun í landinu.

Raunútgjöld heimila vegna heilbrigðismála jukust um 29% frá 1998 til 2006.

Bjarni Ben vorkennir álfyrirtækjunum í ræðu sinni. Álfyrirtækjum sem sem skattpíndir landsmenn eru að styrkja núna.

Langar formanninum í völd, langar honum að koma í veg fyrir umbætur í stjórnsýslu sem flokkurinn hans hefur spillt.

Nú á þessi ungi maður að þegja. Hans tími er ekki núna.

Stærsta mál sjálfstæðisflokksins hefur verið að stela ríkisfyrirtækjum, skattpína fjölskyldur og halda uppi vöruverði með einokun

Það var sjálfstæðisflokkurinn sem kallaði til Alþjóðagjaldeyrissjóðinn


Loks góðar fréttir fyrir Ísland

Vindheldar regnhlífar komnar á markaðinn og forsetin sætir rannsókn vegna útrásarinnar.

Rannsóknarnefnd Alþingis rannsakar nú bréf sem forsetinn sendi þjóðhöfðingjum ýmissa landa en nokkuð augljóst er að forsetinn hefur litið á sig sem þjón útrásarvíkinganna.

það er nokkuð hart fyrir skattgreiðendur að halda uppi forsetaembætti sem er notað sem auglýsingastofa fyrir einkafyrirtæki.

Er ekki hægt að finna einhverja leið til þess að reka forsetann, t.d. með því að leggja embættið niður?


mbl.is Ný regnhlíf vekur kátínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband