Loks góðar fréttir fyrir Ísland

Vindheldar regnhlífar komnar á markaðinn og forsetin sætir rannsókn vegna útrásarinnar.

Rannsóknarnefnd Alþingis rannsakar nú bréf sem forsetinn sendi þjóðhöfðingjum ýmissa landa en nokkuð augljóst er að forsetinn hefur litið á sig sem þjón útrásarvíkinganna.

það er nokkuð hart fyrir skattgreiðendur að halda uppi forsetaembætti sem er notað sem auglýsingastofa fyrir einkafyrirtæki.

Er ekki hægt að finna einhverja leið til þess að reka forsetann, t.d. með því að leggja embættið niður?


mbl.is Ný regnhlíf vekur kátínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ekkert smá fyndin.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2009 kl. 13:44

2 Smámynd: Offari

Loksins er komin regnhlíf  sem hentar fyrir reykvíska veðráttu.

Offari, 5.10.2009 kl. 13:48

3 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Innilega sammála !

    Trúðsembættið á að fara sömu leið og sendióráðin , sem og "blessaðir" sukksjóðirnir , helmingstalan af þingmönnum sem og meiriparturinn af ráðherrafjölda , þeir eiga að vera annað hvort 5 eða 7 , en þessir "blessaðir" menn , er þeir komast inn á þing , þá kúvendist allt í höfði  þeirra , hefðir þú orðið eins ef - - - - ?

    Já og "blessaðar" þessar líka fáu og bráðnauðsynlegu þingnefndir , þótt sumar þeirra hafi aldrei komið saman , það þarf að margfalda tölu þeirra . Veit svo sem ekki um fjölda þeirra , en í byrjun árs 2002 þá voru þær "aðeins" 930 .

Hörður B Hjartarson, 5.10.2009 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband