Niðurskurður og skattar framundan

Stjórnmálaflokkar sem verið hafa í ríkisstjórn undanfarin ár þora ekki að snerta með töngum á aðalkosningamálinu í ár sem er í raun framtíð og fullveldi þjóðarinnar. Skilmálar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, skuldir sem ríkissjóður hefur ekki stofnað til, velferðarkerfið í hættu og yfirtaka auðlinda af aðilum sem koma sér í einokunarstöðu gagnvart þjóðinni. 

Ég vil vekja athygli á pistli Andra Geirs en hann gerir samanburð á gagnsæi hjá öðrum þjóðum í ríkisfjármálum og þokukenndar upplýsingar sem berast frá valdhöfum á Íslandi. 

Þegar rýnt er í tillögur Íra er alveg ljóst að það er feigðarplan að ætla að keyra ríkishallann niður í 0% 2012.  Heimilin í landinu, fyrirtækin og krónan verða lögð í rúst með svo áætlun.  Það er því nauðsynlegt að endurskoða samninginn við AGS sem fyrst og fara fram á að við fylgjum fordæmi Íra og fáum að lækka hallann niður í 3% 2013 en ekki 0% 2012.  Þetta er hið mikla mál sem ætti að vera eitt aðalkosningamálið í dag. Ef þetta verður ekki gert verða áætlanir svo sem 20% niðurfelling á skuldum skammgóður vermir.  Allt sem sparast þar fer beint aftur til ríkisins ekki sem vextir en sem skattar. 

Það úrræðaleysi og sú ringulreið sem virðist umlykja íslenska stjórnmálamenn í dag á eftir að verða þjóðinni dýr.  Það hlýtur að vera krafa kjósenda í lýðræðisríki að flokkarnir hafi fastmótaða stefnu í ríkisfjármálum og sýni ábyrga afstöðu gagnvart AGS sem tekur mið af þjóðarhag. 

Strax að stjórnarmyndun lokinni mun AGS þrýsta á ný stjórnvöld að leggja fram neyðarfjárlagafrumvarp fyrir Alþingi í byrjun maí

Þar verða veltuskattar stórauknir, hátekjuskattur og eignarskattur innleiddir, ásamt hækkun á öllum öðrum sköttum.  Laun opinberra starfsmann verða lækkuð um 10% og þjónustugjöld hækkuð og ný innleidd. 

Það þýðir ekkert að setja hausinn í sandinn.  Þeir sem ekki trúa mér þurfa ekki annað en að líta út fyrir landsteinana og skoða hvað er að gerast t.d. í Lettlandi og Írlandi.  Þar hafa stjórnvöld unnið faglega og tímanlega að sínum aðgerðum og upplýst sína borgara um hvað gera þurfi. 


Fnykurinn berst víða

Ímynd Íslands endanlega í skítnum þökk sé Sigurði Einarsyni. Framsókn takk fyrir þetta. Enginn Íslendingur getur opnað pulsusjoppu í Bretlandi næstu hundrað árin.

Andskotans kjölfestufjárfestar sjálfstæðisflokks og framsóknar búa nú í sínum lúxusvillum og menga pgi0221andrúmsloftið með andadrætti sínum á meðan rassin er púðraður á sjálfstæðismönnum og framsókn.

Sjálfstæðisflokkur og framsókn verja nú mútufé í áróður fyrir næstu alþingiskosningar. Ekki er hægt að opna vefsíðu eða dagblað án þess að glott formanna þeirra blasi við.

Fordæmalaust tillitleysi við ungafólkið sem þeir hafa rústað framtíðinni fyrir.

Stærsti glæpur mútuþeganna er að þeir hafa rústað trausti þjóðarinnar á réttarríkinu. Og þeir vilja endurvekja traust. Hvernig? Jú með því að láta smápeð taka á sig sökina og sópa skítnum undir teppið. Ég er hrædd um að fnykurinn berist eftir sem áður undan teppinu.

 


mbl.is Tapaði öllu á íslenskum bönkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Bloggfærslur 12. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband