...í næstu kosningum?
Segja að kjósendur séu að ráðast á sjálfstæðisstefnuna og allt sem íslenskt er.
Hvað er hann að meina, sem íslenskt er, er það
icesave,
útrásarvíkingar,
ónýt króna,
kjölfestufjárfestar,
gjafakvóti,
mengandi stóriðja,
smánarorkuverð til stóriðju,
okurorkuverð til bænda,
einokun,
samþjöppun,
verðsamráð,
klíkuráðningar,
mannréttindabrot,
mismunun,
okurvextir,
verðbólga,
skuldir heimilanna,
atvinnuleysi,
forræðishyggja,
mútuþægir stjórnmálamenn,
undirmálsembættismenn,
vanhæfni eftirlitsstofnana,
skuldir þjóðarbúsins,
orðspor Íslands,
skattpíning,
blóðugur niðurskurður í velferðakerfinu,
fjárlagahallinn,
hálfbyggðir turnar um alla höfuðborgina,
lögregluofbeldi,
spillt dómsvald,
ófrelsi,
flokksræði,
oligarky,
kleptocraty,
þöggun,
sveitafélög í greiðsluþroti,
ofurskuldir stofnanna,
okurverð á bensíni
falsskýrslur,
ónýtt réttarríki,
o.s.frv.
Í guðanna bænum ekki tala þetta niður....
...hvað er það allt sem íslenskt er og kjósendur rakka niður? Jú spilling sjálfstæðisflokks, samfylkingar og framsóknar.
....og svo fann ég þetta gullkorn á smugunni...
...það voru nefnilega Sjálfstæðismenn sjálfir sem létu Transparency International í té gögnin sem leiddu til þeirrar niðurstöðu að Ísland væri minnst spillt í öllum heiminum.
Sem segir að sjálfsögðu mest um vitleysuna í TI sem Dabbi kóngur lapti upp eftir þeim eins og stoltur kjölturakki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2009-04-19
Frjálslyndir á hraðri uppleið
Já það er engin spurning flokkurinn er að sækja í sig veðrið enda með góð málefni.
Frjálslyndi flokkurinn hefur haft mannréttindi og baráttu við spillingu á sinni stefnuskrá frá upphafi.
Það hefur engum dottið í hug að múta þessum flokk enda lítill áhugi á mannréttindum og baráttu gegn spillingu hjá útrásarvíkingum.
![]() |
Frjálslyndir með 9,3% í NV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
![]() |
Dreifa blómum og birki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-04-19
Bretar græddu á að tapa á Icesave
Furðufréttir í Mogganum
Skilanefnd Landsbankans fann allt í einu hundrað milljarða sem voru búnir að vera týndir síðan í október.
Bretar yfirtóku jú útibú Landsbankans í Bretlandi og tóku heldur ekki eftir þessum hundrað milljörðum sem lágu þarna einhvers staðar í óreiðu í Heritable Bank sem er dótturbanki Landsbankans.
Annars er þessi fréttafluttningur furðulegur. Samkvæmt honum eru það einungis sveitafélög sem njóta góð af þessu en Icesaveskíturinn vofir enn yfir okkur því þetta er þótt ótrúlegt sé einungis brot af skuldum vegna Icesave.
Velti fyrir mér hvort þetta séu furðufréttir rétt fyrir kosningar.
Ég er annars sammála honum Þrymi vini mínum að fjandans Bretarnir eiga að borga skaðabætur fyrir framgöngu sína og þá sérstaklega vegna Kaupþingsmálsins.
![]() |
Óvænt fé í íslenskum banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |