Græðgi valdhafanna hefur skilað sér í glundroða.

...við hin þurfum víst að bretta upp ermarnar og taka til eftir óþverrann.

Ég fékk eftirfarandi í tölvupósti:

Síðastliðin 40 ár hefur Ísland, lítið land í norðurhöfum, leitað stórra lausna í orku-, atvinnu-, og efnahagsmálum.
 
Á þessu málþingi verður fjallað um stóriðjustefnu stjórnvalda í ljósi náttúruverndar, hnattvæðingar og efnahaglegs sjálfstæðis.

John Perkins verður einnig gestur í Silfri Egils um næstu helgi en hann segir sögu sína í kvikmyndinni Draumalandinu
sem verður frumsýnd þann 8. apríl nk.
 
Sjá myndbrot úr kvikmyndinni : http://eyjan.is/blog/2009/03/13/draumalandid-frumsynd-8-april/
Perkins J. (2004) Confessions of an Economic Hit Man. Ebury Press.
Sérstakur gestur á málþinginu verður Bandaríski rithöfundurinn John Perkins, höfundur metsölubókarinnar Confessions of an Economic Hitman. Perkins er staddur hér á landi í tilefni af frumsýningu heimildamyndarinnar DRAUMALANDIÐ, sem byggð er á samnefndri bók Andra Snæs Magnasonar, en Perkins kemur fram í myndinni.

John Perkins starfaði um árabil sem “efnahagslegur málaliði” (Economic Hitman) hjá stóru ráðgjafafyrirtæki í Bandaríkjunum. Perkins segir efnahagslega málaliða vera hálaunamenn sem svíkja milljarða dollara af ríkjum um allan heim.
Þeir stýra peningum frá Alþjóðabankanum, Bandarísku Þróunarstofnuninni og öðrum útlendum “hjálparstofnunum“ í hirslur risafyrirtækja og vasa örfárra stóreignamanna sem stjórna auðlindum jarðarinnar. Þeir nota tól eins og falsaðar fjárhagsáætlanir, kosningasvindl, mútur, fjárkúgun, kynlíf og morð. Þeir leika leik sem er jafn gamall mannkyninu, en hefur fengið nýtt og hrikalegt umfang með vaxandi hnattvæðingu.
Hjálmar Gíslason er frumkvöðull sem stundar gagnanámuvinnslu með nýstárlegum hætti. Hjálmar setur fram hagtölur sem sýna í nýju og skýru ljósi þá þróun sem átt hefur sér stað í fjármálaheiminum hér á landi á undanförnum árum.

Sigurður Jóhannesson er hagfræðingur við Háskóla Íslands. Hann hefur rannsakað þá orkusamninga sem gerðir have verið við erlend stóriðjufyrirtæki á Íslandi.

Fundastjóri á málþinginu er Kristín Vala Ragnarsdóttir, Forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.
Mánudaginn 6. April 2009
KLukkan 17:00 - 19:00
Háskólatorg stofa 101 í Reykjavík, Iceland

Málþingið fer fram á ensku.

Programme:
17:10 Introduction
17:20 John Perkins, höfundur Confessions of an Economic Hitman
Economic crisis: Hitmen hit Iceland and the world
18:00 Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur
What is Iceland´s benefit when dealing with foreign investors?
18:15 Hjálmar Gíslason, DataMarket
What does the data tell us?
18:30 Pallborðsumræður/Panel Discussion
19:00 Fundarlok/End

mbl.is Sér fyrir endann á hrunsferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsvaldsspillingin

Maður sem hefur unnið hefur á vegum auðvalds sem hefur að markmiði að komast yfir auðlindir heimsins verður á málstofu í Háskólanum á mánudag og í Silfrinu hjá Agli á sunnudag.

John Perkins er höfundur að bók sem sat á metsölulista New York Times í  70 vikur, Confessions of an Economic Hit Man. Hann hefur bætt við annarri bók, The Secret History of the American Empire, en í henni setur hann fram hugmyndir að sjálfbærni, réttlátu og friðsömu samfélagi.

Á heimasíðu John Perkins segir m.a.:

The World Is As You Dream It, and other books on indigenous cultures and personal transformation; is a founder and board member of Dream Change and The Pachamama Alliance, nonprofit organizations devoted to establishing a world our children will want to inherit; and has lectured at universities in many countries. Read more


Skipulagsöngþveiti í boði draumóramanna

Draumórar sjálfstæðismanna og framsóknarmanna urðu til þess að á Íslandi urðu hrikaleg skipulagsslys.

Í dag stýra drengir sem fæddir eru með silfurskeið í munni þessum flokkum sem einatt hafa unnið að því að uppfylla dagdrauma foringja sinna.

Alvarlegustu skipulagsslys á Íslandi eru að tvennum toga.

Settir voru á laggirnar háskólar sem fjöldaframleiddu sérmenntað fólk fyrir Alheims fjármálamiðstöð og skattaparadís draumóramannanna. Nú stendur þetta fólk frammi fyrir því að þurfa að endurmennta sig eða leita starfa út fyrir landssteinanna.

Byggðar voru þúsundir íbúðir á höfuðborgarsvæðinu undir þá sem þjóna áttu Alheims fjármálamiðstöð og skattaparadís draumóramannanna. Nú standa þessar íbúðir auðar sem minnisvarði um draumóra valdhafanna.

Eitt af meginverkefnum framtíðarinnar er að leiðrétta skipulagsklúður draumóraflokkana


Hvers vegna er alltaf leynimakk um samninga um nýtingu auðlinda?

Framsókn og sjálfstæðismenn komu á kvótaframsali í skjóli nætur

Leynisamningar hafa verið gerðir við erlenda stóriðju um orkukaup

Hitaveita Suðurnesja hefur verið seld í leynimakki

Réttindi til átöppunar vatns hafa verið seld leynilega

Hverjir græða á þessu leynimakki?...Og hvernig?

...og ætlar Capacent Glacier að fara að selja auðlindir til sjávar og sveita?

Í boði hverra?


Leppar auðvaldsins fengu stóriðju á heilann en eru vondir í viðskiptum

Ég er á móti stóriðju

Stjórnmálamenn á Íslandi eru sérlega vondir samningamenn og kunna lítið fyrir sér í viðskiptum.

Í hvert skipti sem þeir hafa samið við erlenda aðila hafa þeir gert samninga sem eru afleitir fyrir þjóðarbúið. Íslensku stjórnmálamennirnir sem setið hafa í ríkisstjórn eða verið komið fyrir í stofnunum eða við stjórnun sveitafélaga landsins hafa ýmist gefið eða selt auðlindirnar fyrir slikk og þeir vilja helst fá að halda því áfram. Ekki skil ég hvað þeir græða á því.

Stóriðja skemmir aðrar atvinnugreinar s.s. ferðamennsku. Hvers vegna ættu erlendir ferðamenn að vilja sitja hér í heitum pottum með eiturgufurnar úr iðjuverunum yfir sér?

Orkuna á Íslandi má nýta til framleiðslu á matvælum. Við eigum fjöldan allan af gömlum aflvirkjunum sem búið er að greiða upp. Aflið sem þessar virkjanir gefa getur verið afl til þess að byggja upp hið nýja Ísland.


AGS ræður ekki lengur við ástandið í heiminum

Frétt á Mbl:

Upphæð aukafjárveitingar til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, til hjálpar illa stöddum þjóðum, er talið verða eitt helsta ágreiningsefnið.

Það má kannski minna landsmenn á að skilyrði fyrir áframhaldandi fjárveitingum AGS til Íslands er að fjárlög 2010 verði hallalaus.

Til þess að hægt sé að ná fram hallalausum fjárlögum þarf að skera niður um hundruð milljarða hjá ríkinu.

Hvers vegna tala stóru flokkarnir ekki um þetta í aðdraganda kosninga?

Hvers vegna útskýra flokkarnir ekki fyrir okkur hvað varð um 15.000 milljarða sem nú eru skuldir þjóðarbúsins?

Hvers vegna útskýrir ríkisvaldið ekki fyrir fólki hvernig á að takast á við 2.300 milljarða í vaxtaberandi skuldir ríkissins?

Hvers vegna gengur enginn flokkur fram og segir nú ætlum við að taka á þessum vandamálum og við ætlum að gera það svona?

Eru menn ráðþrota?


mbl.is Fundað í skugga mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband