AGS ræður ekki lengur við ástandið í heiminum

Frétt á Mbl:

Upphæð aukafjárveitingar til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, til hjálpar illa stöddum þjóðum, er talið verða eitt helsta ágreiningsefnið.

Það má kannski minna landsmenn á að skilyrði fyrir áframhaldandi fjárveitingum AGS til Íslands er að fjárlög 2010 verði hallalaus.

Til þess að hægt sé að ná fram hallalausum fjárlögum þarf að skera niður um hundruð milljarða hjá ríkinu.

Hvers vegna tala stóru flokkarnir ekki um þetta í aðdraganda kosninga?

Hvers vegna útskýra flokkarnir ekki fyrir okkur hvað varð um 15.000 milljarða sem nú eru skuldir þjóðarbúsins?

Hvers vegna útskýrir ríkisvaldið ekki fyrir fólki hvernig á að takast á við 2.300 milljarða í vaxtaberandi skuldir ríkissins?

Hvers vegna gengur enginn flokkur fram og segir nú ætlum við að taka á þessum vandamálum og við ætlum að gera það svona?

Eru menn ráðþrota?


mbl.is Fundað í skugga mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þú spyrð vel!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.4.2009 kl. 01:19

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þeir geta það einfaldlega ekki, svo einfalt er það.

Arinbjörn Kúld, 2.4.2009 kl. 01:19

3 identicon

Ef ríkisaðstoð er lausnin, verða þá ekki flest öll fyrirtæki heimsins að vera í ríkiseigu? Einkaaðilum er greinilega ekki treystandi til að hugsa um heildina.

Af hverju ætti stjórnmálaflokkur á Íslandi að lýsa sig ábyrgan? Byggir ekki allt "kerfið" okkar á þátttöku einstaklinga? Samt taka einir meira en aðrir.

Ég er ansi hrædd um að til þess að lög náist yfir fólk sem tekur og gefur ekki verði að líða svolítill tími í kreppu. Ef það er settur plástur á núna lagast ekkert fyrir framtíðina.

Við eigum eftir að líða fyrir syndir feðranna.

En ég er viss um að eftir að sárin gróa verði allt gott og allir muni framvegis hvernig á ekki að eiga viðskipti.

Kveðja, Káta

Káta (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband