2009-04-09
Fáránleiki kapítalismans
Eins og Hudson sér hann:
Bandaríkin, Bretland og AGS kalla kröfur sínar og skilyrði kapítalisma. Í raun er verið að koma á fjármálakerfi sem endar í skuldaánauð, ekki lýðræðislegum kapítalisma. Samsettir vextir þeirra eru að leggja heilu þjóðirnar í rúst. Sem dæmi um fáránlegan þankagang þeirra má taka dæmi af íbúð. Hvort myndir þú heldur vilja eiga 20 milljóna króna íbúð skuldlaust, eða 60% af sömu íbúð með uppblásið markaðsvirði upp á 50 milljónir? Í síðara tilfellinu ættir þú 60% af 50 milljónum, eða 30 milljónir, en aðeins 20 í því fyrra. Um allan heim hefur tekist að sannfæra fólk um að síðari kosturinn sé dæmi um myndun auðs". Það sem gleymist er að af skuldsettu íbúðinni þarf að greiða vexti. Sú upphæð er 1,2 milljónir miðað við 6% vexti. Íbúðin er meira virði, en ber mun meiri kostnað, sem er jú tekjur fyrir fjármálafyrirtækin.
2009-04-09
sjáLfstæðisFLokkurinn
2009-04-09
Skyldurækni byggð á ranghugmyndum
Sálfræðistríð hefur geisað á Íslandi í marga mánuði. Stríðið felst meðal annars í því að á degi hverjum er talað um skuldir útrásarvillinganna sem skuldir allrar þjóðarinnar. Einnig þeirra sem enn eru í móðurkviði.
Ábyrgð hefur verið skrifuð á allan almenning, aldraða, öryrkja, börn og hvern vinnandi mann. Ábyrgð á gjálífi og glæpum útrásarvillingana. Ábyrgð á athöfnum þeirra sem þjóðin gat engin áhrif haft á.
Ábyrgð er í eðli sínu fyrirbæri sem tengist völdum, áhrifum eða að minnsta kosti aðgangi og upplýsingum. Grandvaralaus almenningur sem ekki gat haft nein áhrif á skuldasöfnun útrásarvillinganna og heimskulegar og spilltar aðgerðir stjórnmálamanna eiga þó, samkvæmt áróðrinum, að taka á sig skuldir sem hann hefur ekki stofnað til.
Rökleysan er algjör.
Michael Hudson skýrir að nokkru hvernig fjármálakerfið skattpínir almenning í krafti sannfæringar almennings um að honum beri að greiða skuldir sínar. Að sannfæra almenning um að honum beri að borga líka skuldir útrásarvillinganna er þó að setja kenningar Hudson á æðra stig.
Hudson segir:
Markmiðið er að greiðslurnar sjúgi eins mikið af tekjuafgangi og mögulegt er svo í reynd er hagkerfið að greiða skatt til hinnar nýju stéttar fjármagnseigenda; bankamanna og stjórnenda fjárfestingarsjóða, lífeyrissjóða og vogunarsjóða. Helsta vopnið í þessu stríði eru hugmyndir almennings um skuldir. Sannfæra verður skuldara um að greiða af sjálfsdáðum, taka hagsmuni lánadrottna fram yfir hagsmuni hagkerfisins í heild og jafnvel láta erlendar kröfur ganga fyrir þjóðarhagsmunum.
Menn sem spássera í London í sparifötunum eiga að greiða skuldir sína sjálfir!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2009-04-09
Þeir fá ekki að gera okkur að þrælum sínum
Skuldir einkafyrirtækja eru ekki skuldir þjóðarinnar.
Við tökum ekki að okkur þessa hreppsómaga, bankamennina sem hafa sagt sig til sveitar.
Við göngum ekki frá búsáhöldunum strax!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2009-04-09
Þorskurinn: bjargvættur í kreppu
Hvers vegna má ekki veiða þorsk?
Meðalveiði á þorski (í tonnum) fyrir hvern áratug á síðustu öld
1910-19 | 1920-29 | 1930-39 | 1940-49 | 1950-59 | 1960-69 | 1970-79 | 1980-89 | 1990-99 |
139,846 | 301,215 | 391,693 | 218,740 | 460,431 | 395,336 | 383,790 | 369,546 | 239,942 |
Þorskveiði árið 2006 var 196.215 tonn
Hvers vegna má ekki leyfa smábátum að veiða þorsk í kreppu?