Fáránleiki kapítalismans

Eins og Hudson sér hann:

Bandaríkin, Bretland og AGS kalla kröfur sínar og skilyrði kapítalisma. Í raun er verið að koma á fjármálakerfi sem endar í skuldaánauð, ekki lýðræðislegum kapítalisma. Samsettir vextir þeirra eru að leggja heilu þjóðirnar í rúst. Sem dæmi um fáránlegan þankagang þeirra má taka dæmi af íbúð. Hvort myndir þú heldur vilja eiga 20 milljóna króna íbúð skuldlaust, eða 60% af sömu íbúð með uppblásið markaðsvirði upp á 50 milljónir? Í síðara tilfellinu ættir þú 60% af 50 milljónum, eða 30 milljónir, en aðeins 20 í því fyrra. Um allan heim hefur tekist að sannfæra fólk um að síðari kosturinn sé dæmi um „myndun auðs". Það sem gleymist er að af skuldsettu íbúðinni þarf að greiða vexti. Sú upphæð er 1,2 milljónir miðað við 6% vexti. Íbúðin er meira virði, en ber mun meiri kostnað, sem er jú tekjur fyrir fjármálafyrirtækin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband