Frekjur sem vilja frítt far

Ég held satt að segja að þessir Hollendingar hafi ekki hugsað þetta mál til enda. Þeir lögðu peninga inn á Icesave. Þeim var fullkunnugt um hvað þeir voru að gera og tóku greiðslu fyrir þá áhættu sem þeir tóku með því að leggja peningana inn á þessa reikninga.

Vitsmunaþroski þessara Hollendinga er eins og hjá smákrakka. Þeir heimta núna að Íslenskir skattborgarar taki að sér að standa undir áhættunni sem þeir tóku sjálfir og töpuðu. Þeir völdu sjálfir að eiga viðskipti við Björgólf Thor!

Nú heimta þeir að ríkissjóður sem þeir hafa aldrei greitt neinn skatt í veiti þeim sömu þjónustu og íslenskum borgurum sem bera hér þó skatta. Ef við líkjum Íslandi við tryggingafélag þá hefur tryggingafélagið gefið út að þeir sem greiddu iðgjöld og voru tryggðir hjá þeim fái bætur en aðrir fái ekki bætur. Er það mismunun?

Ef þeir ætla að halda fram jafnræðisreglu hljóta þeir að innt af hendi þær skyldur sem skjólstæðingum ríkissjóðs Íslands ber að gera, þ.e. greitt skatta á Íslandi.

Telja Hollendingarnir, að þar sem íslensk stjórnvöld hafi ábyrgst innistæður sparifjáreigenda á Íslandi felist í því mismunun og þar með brot gegn reglum Evrópska efnahagssvæðisins, ef reikningseigendur íslensku bankanna í öðrum EES-ríkjum njóti ekki sama réttar. 

Er ekki eitthvað frekjulegt við þetta?

Allt ferlið í kjölfar bankahrunsins bar vott um vanhæfni ríkisstjórnarinnar, vonda ákvarðanatöku og taugaveiklun en...

...eftir stendur að þessum Hollendingum kemur ekkert við hvernig heimskum stjórnmálamönnum á Íslandi dettur í hug að verja peningum skattgreiðenda.

Ríkissjóður Íslands ber enga ábyrgð á þeim sem greiða skatt sinn í annarra manna ríkissjóði.


mbl.is Kæra Ísland vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Bloggfærslur 1. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband