Hver fjandinn er stöðurleikasáttmáli?

Þegar valdhafarnir ætla að leggja nýjar þrælabyrðar á þjóðina finna þeir gjarna upp ný orð sem hafa yfir sér fínt yfirbragð og enginn skilur.

Gylfi Arnbjörnsson sleppir engu tækifæri til þess að telja félagsmönnum trú um að það sé eitthvað eftirsóknarvert að gera Ísland að láglaunasvæði og opna það fyrir arðráni alþjóðafyrirtækja með innlimun í ESB.

Í fréttinni segir einnig:

ASÍ hefur gagnrýnt ríkisstjórn VG og Samfylkingar harkalega fyrir aðgerðaleysi, of lítið haf verið gert í þágu illa staddra heimila og fyrirtækja og of seint. ´

Persónulega finnst mér að ASÍ hafi sýnt almenningi  eða kjörum hans lítinn áhuga í vetur. Hvernig lýsir þetta "harkalega" sér?


mbl.is Trúverðugt plagg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýna það ekki í verki...

...með því að hafa 12 ráðuneyti.
mbl.is Ítrasta aðhalds gætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tennurnar úr borgarahreyfingunni?

Þór Saari segir að nú eigi hann von á góðri efnahagsstjórn með nýrri ríkisstjórn. Hvaða hagsmunum er hann að þjóna þegar hann smjaðrar fyrir ríkisstjórninni.

Ég hef alla vega ekki séð að hin nýja ríkisstjórn sé skipuð efnahagssérfræðingum né heldur að samfylkingin hafi látið af þeirri venju sinni að ráða menn í stöður út frá pólitískum hagsmunum frekar en að láta hæfni og þekkingu ráða för.


mbl.is Ný ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er skynsamara að slátra kálfunum?...

...en þessari gömlu uppþornuðu kú.

Kvótabraskarar eru ekki það sama og íslenskur sjávarútvegur. Til þess að bjarga sjávarútvegnum þarf að uppræta kvótabraskið.

Hann segir:

því þar stendur að íslenskur sjávarútvegur muni gegna lykilhlutverki við þá endurreisn atvinnulífsins sem framundan er.

 


mbl.is Ekki hyggindi að slátra mjólkurkúnni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AUÐLINDASKATT takk!

Lönd í Suður-Ameríku hafa verið að reka alþjóðafyrirtækin úr landi. Ágætt væri að hafa það til hliðsjónar.


mbl.is Aukin tekjuöflun könnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Metnaðarleysi samfylkingar

Nýr ráðherra hefur veri kallaður til starfa og ég verð að spyrja hvort þessi einstaklingur hafi eitthvað vit á félagsmálum.

ESB sinnar í samfylkingu virðast ekki hafa skilning á því hvað ESB innganga þýðir. Fyrir kosningar var fullyrt að Ísland yrði að ganga í ESB til þess að losna við verðtrygginguna.

Verðtryggingin er heimatilbúin óskapnaður og enginn getur losað Íslendinga við þennan óskapnað nema íslenskir stjórnmálamenn sem hafa vit á efnahagsstjórn. Kannski eru drómórar  strákanna í samfylkingunni um inngöngu í ESB sprottnir af því að þeir haldi að ESB losi þá við þetta vandasama verkefni sem efnahagsstjórnin er.

Er það til marks um ráðaleysi samfylkingarinnar um það sem lýtur að efnahagsmálum að hún einblínir á ESB fremur en að sýna hugrekki til þess að rífa stjórnmálin upp úr þeim farvegi sem þeim var komið í við bankahrunið?

Í ágripi Árna Páls á Alþingisvefnum segir að hann hafi verið í námi í Evrópurétti við Collège d’Europe í Brugge í Belgíu 1991-1992. Lauk hann ekki því námi og þá hvers vegna lauk hann því ekki?

Hvers vegna er maður settur yfir félags- og tryggingarmálin sem aldrei mér vitandi hefur látið nokkuð að sér kveða um þessi málefni og hefur að mínu viti enga sérþekkingu á því sviði. Tímarnir eru þannig að mikið mæðir á þessu ráðuneyti og það mun bitna illilega á fólki sem er í erfiðum málum ef ráðuneytið er rekið af vanhæfni og vanþekkingu.


mbl.is Treystum á innviði míns ráðuneytis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...eða í höndum áróðursmaskínu ESB málaliða

...
mbl.is Ákvörðun um ESB í höndum þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða bullfrétt er þetta?

Ráðuneytunum fjölgaði í tólf en fækkaði ekki í níu.


mbl.is Ráðuneytum fækkað í 9
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gátu ekki staðist hrossakaupin þrátt fyrir harðærið

Ríkissjóður er ekki blankur þegar að því kemur að fjármagna stóla undir stjórnmálamenn. Vel er hægt að stýra stjórnarráðinu með átta ráðuneytum.

Þegar ég skoða nöfnin sem hafa valist í ráðherrastólanna vakna einnig spurningar hvort að þekking á málaflokkum hafi fengið að ráða nægilega miklu við val á ráðherrum.

Ragna Árnadóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra 

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra

Samfylking 2 konur og 3 karlar

Jóhanna Sigurðardóttir stýrir forsætisráðuneyti

Árni Páll Árnason, embætti félags- og tryggingamálaráðherra

Katrín Júlíusdóttir við embætti iðnaðarráðherra.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðuneyti

Kristján L. Möller samgönguráðneyti

Vinstri græn, 3 karlar og 2 konur

Steingrímur J. Sigfússon mun stýra fjármálaráðuneytinu

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðuneyti

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðuneyti.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.


mbl.is Óbreytt stjórnskipan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ölmusukerfi í uppbyggingu

Fjármálakerfið, eins og það hefur verið byggt upp, er meinsemd á félagslegri velmegun. Fjármálakerfið á Íslandi var sett í hendurnar á siðlausum einstaklingum sem notuðu það til þess að byggja upp mafíustarfsemi. Þeir sem stunduðu þar rányrkju mútuðu valdhöfum sem með mútuþægni sinni tóku hlutdeild í rányrkjunni.

Í stað þess að sinna efnahagsstjórn eins og almenningur hefði mátt vænta gerðust valdhafarnir almannatenglar og varðhundar megamafíunnar.

Með áróðursmaskínuna að vopni hafa valdhafarnir skapað kerfi til þess að fylla upp í svartholið sem fjármálamafían skildi eftir sig á Íslandi.

Kerfið er einfalt, fjármálakerfinu skal bjargað á kostnað almennings, fjölskyldna í landinu og atvinnulífsins. Skjaldborg hefur verið slegið um þá sem skildu eftir sig sviðna jörð á Íslandi en venjulegt fólk er hneppt í skuldaánauð.

Valdhafarnir hafa hannað kerfi sem tryggir það að einstaklingar sleppa aldrei við þá ranglátu hlutdeild sem þeim er ætlað í uppbyggingu bankakerfisins. Það sorglega við þetta kerfi er eyðileggingarmáttur þess. Það hefur ekki eingöngu verðmæti af atvinnulífi og almenningi heldur eyðileggur einnig getuna til þess að skapa verðmæti.

Draumur Gordons Browns er hnattvædd Evrópa þar sem alþjóðafyrirtækjum og eðalbornum er frjálst að vaða yfir landamæri til þess að hirða arð og koma upp láglaunasvæðum. Hnattvædd Evrópa sem ver hina siðlausu elítu sem beitir fyrir sig fjármálakerfinu til þess að hafa verðmæti af atvinnulífi og af fjölskyldum.

Til þess að þjóna gjafmildri fjármálamafíunni í rányrkju sinni vilja valdhafar ekki styggja Brown og valdhafanna í Brussel og hafa því samþykkt að íslenskir borgarar standi undir skuldbindingum sem fjármálamafían stofnaði til í Bretlandi. Þetta hafa íslenskir valdhafar gert þótt þeim sé fullljóst að íslenskur almenningur muni lifa við bág kjör um langa tíð í kjölfarið og glata frelsi sínu.


mbl.is Samfylking þingar um sáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Bloggfærslur 10. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband