Á Eyjunni:
Einhverjir hafa kannski velt því fyrir sér af hverju stærstu leikendurnir í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár vildu allir eiga tryggingafélag. Af hverju vildu Bakkavararbræður, með Existu í takinu, eiga VÍS, auk erlendra tryggingafélaga? Af hverju sótti Jón Ásgeir Jóhannesson og Baugsveldið í Tryggingamiðstöðina - og já, Karl Wernersson og Milestone í Sjóvá? Af því það eru miklir peningar í tryggingafélögum.
Það er reyndar bannað að fjárfesta bótasjóðina svona upp á eigin býti - en það er hægt að gera ýmislegt annað, samanber Flórídaævintýrið. En þetta ævintýri er líka kafli í sagnabálkinum um hvernig nokkrir umsvifamenn hafa spilað með Ísland - hvernig þeir gátu af makalausri bíræfni og fullkomnu fyrirhyggjuleysi seilst inn í flestar fjármálastofnanir og mörg fyrirtæki landsins til að fjármagna verkefni sem oftar en ekki hafa skilað tapi og afskriftum og komið öllu á hvolf á Íslandi.
Sigrún Davíðsdóttir
2009-05-11
Stóru spurningarnar
Ríkisstjórnin hefur eitt meginmarkmið og það er að beigja sig undir handrukkun AGS.
Eitt af meginverkefnum nýrrar ríkisstjórnar í efnahagsmálum er að ná aftur jafnvægi í rekstri ríkissjóðs, að því er segir í samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna.
Til þess að ná markmiði sínu skattpínir ríkisstjórnin almenning og slátrar velferðakerfinu til þess að ná jafnvægi í rekstri ríkissjóðs.
Hvar er ránsfengur útrásarvíkinganna?
Hvar eru átökin við spillingu og klíkuráðningar?
Hvar er velferðarbrúin?
Hvar eru mútugreiðslurnar, enn í vösum samfylkingarmanna?
Og áróðursmaskínan ætli hún geri tilætlað gagn þegar sverfa fer að landsmönnum?
![]() |
Mikil þrautaganga framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2009-05-11
Éta þeir hundamat?
Íslenskir stjórnmálamenn hafa verið nokkuð frumlegir í leiðum sínum til þess að svína á almenningi. Það er t.d. ágætt að senda Landsbankanum reikninga frá auglýsingastofum sem notaðar eru í prófkjörsslagnum og þess háttar í stað þess að taka við beinum greiðslum frá Björgólfsfeðgum.
![]() |
Brown biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2009-05-11
Í boði útrásarvíkinganna
Sendinefnd að semja um Icesave. Þetta hljómar skelfilega. Síðan fer önnur sendinefnd í boði Samfylkingarinnar til Brussel og semur auðlindirnar burt.
Ef ríkisstjórnin tekur á sig skuldbindingar vegna Icesave eru annarleg viðmið lögð til grundvallar. Íslenska þjóðin ber enga ábyrgð á skuldum Björgólfs Thors.
Þegar litið er á framvindu mála má vera nokkuð ljóst að útrásarvíkingarnir hafa mikil ítök og að aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að láta almenning borga skuldir þeirra.
![]() |
Skuldastaða skýrist ekki fyrr en Icesave samningar eru í höfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-05-11
Ný-frjálshyggjan í ESB
![]() |
Hægrimönnum spáð sigri í kosningum í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-05-11
Þurfa þeir þá ekki mjólkurkvóta líka?
2009-05-11
Bjarni velkomin í byltinguna
Í byltingunni njóta allir fullra mannréttinda, líka sjálfstæðismenn.
Ef þú er á móti ESB
Ef þú ert á móti kvótabraski
Ef þú er á bandi heimilanna í landinu og gegn fjármála kerfinu þá er þú velkomin í hinn nýja heim byltingarinnar. Þú getur skráð þig hér
![]() |
Ætla að treysta á andstöðuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-05-11
Börnin mín ekki í ESB herinn takk!
Hafa valdhafarnir ekki kallað nógu miklar hörmungar yfir börnin okkar þó þeir fari ekki að kalla yfir þau herskyldu fyrir Evrópubandalagið?
Minni allar mæður og feður á að kynna sér vel þennan þátt ESB-aðildar. Við hér á Íslandi höfum hingað til sloppið við það að börnin okkar séu drepin í þjónustu við auðvaldið.