Áleitnar spurningar, hví spyr engin?

Voru jökla- og krónubréfin færð yfir í nýju bankanna?

Hvers vegna mátti ekki skilja þau eftir í skuldasúpu gömlu bankanna?

Eru þetta ekki skuldabréf í skilningi laganna og hver er sérstaða þeirra miðað við aðrar skuldir bankanna?

Hvaða sérstöðu hafa jökla- og krónubréfaeigendur umfram þá sem áttu peninga í peningamarkaðs- sjóðum og þurftu að taka á sig tap?

Hverjir eiga jökla- og krónubréfin?

Eru eigendurnir íslenskir ríkisborgarar?

Hafa þeir ítök í stjórnmálum og bankakerfinu?

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að horfur séu á að íslenska ríkið komist af með talsvert lægra framlag til nýju bankanna en þá 385 milljarða króna sem rætt er um í efnahagsáætlun stjórnvalda og AGS.

Er það vegna þess að tekist hefur að kreista svo mikinn verðbólgugróða af heimilunum?

Leyfir vinstrisveiflan að heimilin borgi tap bankanna?

Hvað eru vextir af jökla- og krónubréfum háir?

Hvernig eru þeir fjármagnaðir?

Eru þeir fjármagnaðir af heimilunum í landinu með verðbólgugróða og gengisgróða vegna myntkörfulána?

Hvað varð um erlendu lánin sem tekin voru á móti gengistryggðu lánunum? Eru þau í nýju eða gömlu bönkunum?

Hver veit?

Jökla- og krónubréfin eru eitt mest aðkallandi vandamál þjóðarinnar vegna þess þrýstings sem þau skapa á krónuna, því eru þau málefni allrar þjóðarinnar og vegna þeirra útgjalda sem þau skapa bönkunum.

Skýringu takk

Það á því að vera skýlaus krafa að þetta sé dregið upp á yfirborðið.

Hvar er fjölmiðlafólkið? Hví spyr það ekki áleitna spurninga?


Vitnisburður um aðdraganda bankahruns

Fann þessa ótrúlega skemmtilegu færslu á vef Kaupþings:

09.05.2008

Efnahagshorfur að vori: Hagspá 2008-2010

Trúverðugleiki er ekki helsta vandamál Seðlabankans
Núverandi verðbólguskot er vitnisburður um kerfisgalla í leiðni peningamálastefnunnar en ekki skort á trúverðugleika Seðlabankans. Of óvægin beiting stýrivaxta ofan í fjármálakreppu skapar mikla áhættu varðandi fjármálastöðugleika.
Verðbólguskot – með gengisfalli og kostnaðarhækkunum
Verðbólgan mun ná hámarki í 13,5% á 3F 2008 og mælast yfir 12% það sem eftir lifir árs. Á næsta ári dregur snöggt úr verðbólguhraða og verðbólgumarkmiðið næst á síðari helmingi ársins.
Bratt lækkunarferli árið 2009
Við teljum að vaxtahækkunarferli Seðlabankans sé lokið og framundan er afar bratt lækkunarferli sem hefst í nóvember. Í lok 2009 verða stýrivextir 7,75% og 6,75% í árslok 2010.
Krónan brothætt – viðsnúningur tekur tíma

Gengisvísitalan mun ná hámarki á þessum fjórðungi, styrkjast þegar líður á 2008 og enda árið í 142 stigum. Hér skipta fjármögnunarskilyrði bankanna og þróun á gjaldmiðlaskiptamarkaði höfuðmáli. Myndarleg aukning gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans eða jákvæðar fréttir af fjármögnun bankanna gætu flýtt bata á gjaldeyrisskiptamarkaði.
Skuldabréf: Tækifæri í lengri flokkum
Þótt raunstýrivextir verði á uppleið á seinni hluta ársins munu nafnstýrivextir fara lækkandi ef stýrivaxtaspá Greiningardeildar gengur eftir. Horfurnar fyrir lengri óverðtryggðu flokkana eru því góðar, þar sem krafa þeirra ætti að fara lækkandi. Einnig eru horfur á að ávöxtun lengri íbúðabréfa verði góð en þróun ávöxtunarkröfu og ávöxtun bréfanna mun ráðast að miklu leyti af verðbólguþróun næstu mánuði.
Hagspá Greiningardeildar: Samdráttur framundan
Framundan er samdráttur í hagkerfinu sem mun vara fram á mitt árið 2009. Gert er ráð fyrir að einkaneysla dragist saman um 2,8% í ár og um 7,5% á því næsta – sem verður þá mesti samdráttur í einkaneyslu frá árinu 1975. Útlit er fyrir að vöruskiptahallinn snúist í afgang á næstu árum og áframhaldandi bata á viðskiptahallanum.

Frétt í apríl 2009 á Mbl: Rannsóknasetur verslunarinnar á Bifröst segir greinilegt á samdrætti í smásöluverslun að einkaneysla dragist hratt saman. Samdrátturinn sé einkum merkjanlegur í sérvöruverslun en í húsgagnaverslun og raftækjaverslun hafi orðið um helmingssamdráttur á milli ára í marsmánuði.

Kannski væri vit í því að fá Völvu ársins til þess að gera næstu efnahagsspá Kaupþings.


Valdastympingar að tjaldabaki

Svo virðist sem barátta milli ESBsinna og ESBandstæðinga hafi verið meiri í vetur en augljóst er.

Skemmst er að mynnast hins undarlega og ástralsk/breska Cosser og vin hans Hollendinginn Visser sem baugsmiðlarnir gáfu sviðsljósið í miðlum sínum og reyndu að kynna sem bjargvætti Íslands. Markmið þeirra var að eignast moggan sem hefði þá trúlega orðið málgagn evrópusinna og dregið verulega úr jafnvægi umræðunnar.

Cosser hótaði málssókn þeim er vilja nýta málfrelsið og tjá sig um þessa undarlegu kynningu um innreið hans á svið fjölmiðla á Íslandi.

Niðurstaðan varð hinsvegar sú að lénsherrar og kvótakóngar eignuðust moggan en ætla má að þeir séu Evrópuandstæðingar. Cosser sem ætlaði að eignast hér fullt af auðlindum og ríkisfyrirtækjum á Íslandi gufaði hinsvegar upp.

Þræðir Evrópusinna liggja víða og enginn skyldi vanmeta sérhagsmuni þeirra, fyrirætlanir og úrræði.


Utangátta?

...eða forsetinn óþekkjanlegur8f27cfdfb179b792

Fengið að láni hja Henrý


mbl.is Árs gamalt ávarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samhljómur Baugsmiðla og stefnu Samfylkingar

Tvær efstu fyrirsagnirnar í umræðunni á vísi.is í dag:

  • Ellefur firrur um Evruland
  • Nokkrir kostir ESB-aðildar

Til hliðar við þessar fyrirsagnir er síðan grein Jóns Kaldals sem túlkar rannsóknarniðurstöður um eigendavald fjölmiðla á þann veg að það sé lítilvægt.

Þess er skemmst að minnast að stöð tvö var með hvern þáttinn á fætur öðrum þar sem útrásarvíkingar voru hafðir til skýjanna.

Ég velti því verulega fyrir mér þegar ég skoða fréttafluttning baugsmiðlanna og stefnu samfylkingarinnar hversu mikill samhljómur er þar á milli.


mbl.is Málefni og traust skiptu mestu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálftaka hjá forstjórnum fyrirtækja í eigu ríkis

Skattborgarar eiga nú orðið fjölda fyrirtækja en ekki er óeðlileg krafa að þessi fyrirtæki séu rekin með almannahag í huga meðan þau eru í eigu ríkisins.

Í dæmigerðum stíl græðgivæðingarinnar hefur forstjóri Steypustöðvarinnar skammtað sjálfum sér bifreið en sagt upp fjölda starfsmanna.

Um þetta segir á Vísi.is:

Hannes segist síðan hafa ákveðið að sú bifreið sem hann hafði hjá Helgafellsbyggingum þar sem hann vann áður yrði keypt fyrir hann. Gengið var frá þeim kaupsamningi 6. febrúar síðast liðinn. Hannes segist ekki muna í svipinn hvað bíllinn kostaði, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er viðmiðunarverð á slíkum bíl um 5 milljónir króna.

Í sama mánuði og gengið var frá kaupum Steypustöðvarinnar á bílnum var 16 manns sagt upp hjá Steypustöðinni í hagræðingarskyni.


Vonandi slá VG á ruglið í samfylkingunni

Margir þingmenn samfylkingar hafa dansað með auðvaldinu og útrásarmönnum. Gjafmildi eignarhaldsfélaga og banka við ýmsa þingmenn samfylkingar sýna væntingar þessara aðila um vinsemd þeirra sem þáður gjafirnar við hagsmuni bankastjóra og þá sem vildu eiga viðskipti með auðlindirnar.

Í tíð ríkisstjórnar samfylkingar og sjálfstæðisflokks starfaði auðlindaklíka sem ætlaði sér mikið með jarðvarmaauðlindir og vatnsréttindi á Íslandi. Klíka þessi var skipuð mönnum úr æðstu embættum landsins, þingmönnum samfylkingar og s.k. útrásarvíkingum. Það er í sjálfu sér ekkert að því að gera verðmæti úr auðlindum en það sem gerir þetta samstarf tortryggileg er að reynt var að koma arðseminni eða rentunni til útrásarvíkinganna og hafa hana af þjóðinni.

ESB heilaþvottur samfylkingarinnar í aðdraganda kosninga vekur hjá mér mikla tortryggni ekki síst vegna þess að baugsmiðlarnir hafa verið mjög framtakssamir í þeirri aðgerð.

Atferli stjórnmálamanna hjá ríki og bæ í aðdraganda bankahruns sýndi klárleg svik við kjósendur og hagsmuni þeirra.

Nú kemur í ljós hvort Jóhanna tekur stöðu með þjóðinni eða spillingaröflum innar samfylkingar sem hafa falið sig í pilsfaldi hennar.


mbl.is Stjórnarsáttmáli í smíðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk farið að losa sig úr viðjum ríkjandi valds

Alllengi hefur almenningur látið alls konar ósóma yfir sig ganga. Má þar nefna kvótakerfi í sjávarútvegi og landbúnaði. Verkalýðsforystan hefur brugðist og gengur erinda sérhagsmuna um Evrópuaðild.

Viðbrögð almennings á Austurvelli við ræðum foringjanna sýnir að fólk er að rífa sig úr viðjum forystunnar og vill að tillit sé tekið til hagsmuna almennings.

Eftir bankahrunið í haust mynduðust alls konar hreyfingar sem spruttu úr grasrótinni og eru margar þessar hreyfinga leiddar af sönnum leiðtogum en ekki sérhagsmunapoturum.

Hópurinn um hagsmuni heimilanna er einn slíkur og vinnur að því að beina athyglinni að vandamálum heimilanna.

Ótrúleg mismunun hefur verið á milli hinna almennu borgara og fjármagnseigenda í björgunaraðgerðum. Björn Þorri hefur t.d. vakið athygli á því að 200 milljörðum var hennt í peningamarkaðssjóði í haust án þess að fyrir liggi hvort að það hafi verið lögleg meðferð á fjármunum skattgreiðenda.

Heimilunum var á sama tíma lofað 2 milljörðum.

Ég bind vonir við að þessi ríkisstjórn muni gera eitthvað til þess að leiðrétta þetta óréttlæti en það á eftir að koma í ljós

 


mbl.is Margir íhuga greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband