Áleitnar spurningar, hví spyr engin?

Voru jökla- og krónubréfin færð yfir í nýju bankanna?

Hvers vegna mátti ekki skilja þau eftir í skuldasúpu gömlu bankanna?

Eru þetta ekki skuldabréf í skilningi laganna og hver er sérstaða þeirra miðað við aðrar skuldir bankanna?

Hvaða sérstöðu hafa jökla- og krónubréfaeigendur umfram þá sem áttu peninga í peningamarkaðs- sjóðum og þurftu að taka á sig tap?

Hverjir eiga jökla- og krónubréfin?

Eru eigendurnir íslenskir ríkisborgarar?

Hafa þeir ítök í stjórnmálum og bankakerfinu?

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að horfur séu á að íslenska ríkið komist af með talsvert lægra framlag til nýju bankanna en þá 385 milljarða króna sem rætt er um í efnahagsáætlun stjórnvalda og AGS.

Er það vegna þess að tekist hefur að kreista svo mikinn verðbólgugróða af heimilunum?

Leyfir vinstrisveiflan að heimilin borgi tap bankanna?

Hvað eru vextir af jökla- og krónubréfum háir?

Hvernig eru þeir fjármagnaðir?

Eru þeir fjármagnaðir af heimilunum í landinu með verðbólgugróða og gengisgróða vegna myntkörfulána?

Hvað varð um erlendu lánin sem tekin voru á móti gengistryggðu lánunum? Eru þau í nýju eða gömlu bönkunum?

Hver veit?

Jökla- og krónubréfin eru eitt mest aðkallandi vandamál þjóðarinnar vegna þess þrýstings sem þau skapa á krónuna, því eru þau málefni allrar þjóðarinnar og vegna þeirra útgjalda sem þau skapa bönkunum.

Skýringu takk

Það á því að vera skýlaus krafa að þetta sé dregið upp á yfirborðið.

Hvar er fjölmiðlafólkið? Hví spyr það ekki áleitna spurninga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband