Baugsmenn og Björgólfsmenn fá völdin

Sigrún Davíðsdóttir segir frá eftirfarandi í Speglinum.

Helgi S. Gunnarsson verið ráðinn sem framkvæmdastjóri fasteignaumsýslu Landsbankans. Helgi hefur langa reynslu í fasteigna- og byggingageiranum, nú síðast sem framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Portus sem Landsbankinn átti helminginn í. Stjórnarformaður Portusar var Björgólfur Guðmundsson, annar aðaleigandi Landsbankans.

Steinþór Baldursson er fyrrum yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar bankans og kom áður að undirbúningi Icesave. Hann var ráðinn í eignaumsýslu hlutafjáreigna.

Jónas Þór Þorvaldsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fasteignaumsýslu Kaupþings. Hann er fyrrum framkvæmdastjóri Stoða - fasteignafyrirtækisins í eigu Baugsveldisins. Stoðir hafa komið við sögu í ýmsum af ógagnsærri hreyfingum Baugsveldisins undanfarin ár

Sigrún segir:

Ríkisbankarnir þrír eiga eftir að véla með óhemju verðmæti sem verða seld með tímanum. Enginn efi er á að bankarnir halda á lofti að það verði gert á gagnsæjan hátt. Þetta er ekki spurning um andlit og ábyrgð heldur um að eyða tortryggni, ýta undir nýjan þankagang og skapa þá tilfinningu að verið sé að ná í aðra menn en þá sem eru tengdir rekstri og eigendum gömlu bankanna.

Svo stal ég þessari fínu mynd hjá Agli:untitled 123

 


Þeir sem voru plataðir til að kaupa...

...eiga bara að fá endurgreitt.

Þetta mál er glæpamál frá upphafi. Þótt að glæpamafía hafi komist til valda á Íslandi á það ekki að þýða að þeir hinir sömu eigi að komast upp með halda ránsfeng sínum.

Samfylkingin hefur ekki látið sér muna um að setja lög af geðþótta til þess að verja auðvaldið. Hvernig væri að hún beitti nú pennanum til þess að semja lög sem gagnast alþýðunni?


mbl.is Veruleikafirrtur grátkór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnisvarði um fávisku stjórnmálamanna

Ef stjórnmálamenn hafa ekki þekkingu til þess að taka upplýstar ákvarðanir eiga þeir að leita til sérfræðinga. Ákvörðun um að halda áfram byggingu tónlistarhallar er dæmi um illa ígrundaða ákvörðun byggða á rökum sem standast ekki faglega skoðun.

Hugtakið "sunk cost" er eitt af grundvallarhugtökum hagfræðinnar og ber að styðjast við þá hugmyndafræði sem liggur að baki þessu hugtaki þegar ákvörðun er tekin um fjárfestingar. Hugtakið felur í sér að kosnaður sem þegar hefur verið sökkt í framtakið skal ekki taka með við hagkvæmnisútreikninga sem lagðir eru til grundvallar um ákvörðun um framhald verkefnis.

Þegar því er haldið fram að þetta verkefni sé atvinnuskapandi er vísvitandi verið að blekkja skattgreiðendur, þ.e. þá sem eiga að fjármagna þennan draum Björgólf Guðmundssonar.

Fyrir viðlíka fjárhæð og ætluð er til byggingarinnar mætti skapa margfalt fleiri störf í öðru framtaki.

Steinunn Valdís sýnir í málflutningi sínum hverra erinda hún gengur. Ég spyr á þessi þjóð ekki betra skilið.


mbl.is Deilt um tónlistarhús á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tregir?

Hvers vegna tók það sjö mánuði fyrir skilanefndina að fatta þetta?

Hafa þeir ekki 25 þúsund á tímanna?

Mætti ætla að það sé hægt að krefjast smá skilvirkni fyrir þau laun.

Ó já, það segir: hámarka endurheimt verðmæta í þágu kröfuhafa bankans...kannski gera þeir meiri kröfur en kjósendur....Hvernig er þetta með kjósendur ætla þeir að borga skuldir Björgólfs Thors þegjandi og hljóðalaust?


mbl.is Rannsaka óeðlilegar millifærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Millistéttin í heilu samfélagi var þurrkuð út

Fékk eftirfarandi í tölvupósti:

Myndbandið er hér

Þetta eru staðreyndir sem að tala sínu máli !

Argentina's Economic Collapse - Part 1 of 12

Í þessari hemildarmynd er að finna óhugnalegar staðreyndir um forsögu og vinnu brögð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Argentínu.

Undirbúningstíminn eða tímalengdin er sú sama og hér á landi.

Millistéttin í heilu samfélagi var þurrkuð út.

Kröfueigendurnir eða bankarnir eru þeir sömu og þeir bankar sem eiga kröfur á hendur íslenska ríkinu.

Auðlindir teknar upp í skuldir!

Hvað þarf til að íslenska þjóðin vakni til vitundar um alvarleika stöðu Íslands?

Þetta eru enn og aftur staðreyndir - staðreyndir sem að tala sínu máli !

Tíminn er að renna út og það verður aldrei tekið aftur!

Argentina's Economic Collapse - Part 1 of 12

http://www.youtube.com/watch?v=rH6_i8zuffs&feature=PlayList&p=FBD7EFAE8BE4F748&index=0

Íslenska þjóð !

- GUÐS BÆNUM
...........VAKNIÐ !


Bloggfærslur 20. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband