2009-05-23
Vilja að við borgum skuldir þeirra
Icesave voru innlánsreikningar í Landsbankanum sem að stærstum hluta var í eigu kjölfestufjárfestisins á myndinni hér.
Kjölfestufjárfestirinn fékk bankann góðu verði frá vinum sínum í Ríkisstjórn ásamt pabba sínum og vini sínum.
Kjölfestufjárfestirinn er ekki á flæðiskeri staddur.
Hann dvelur nú í vellystingum á snekkju við Cannes en börnin mín, börn annarra, aldraðir og öryrkjar þurfa að líða fyrir gjörðir hans.
Icesave skuldir 700 milljarðar. (ársvextir miðað við 5% eru 35 milljarðar)
Rekstur Landsspítala á ári 32 milljarðar.
Hvers vegna er ríkisstjórnin tilbúin að fórna svona miklu fyrir kjölfestufjárfestinn?
Hvers vegna hvatti Gordon Brown sveitarfélög í Bretlandi til þess að leggja háar fjárhæðir inn á Icesave en hann vissi í hvað stefni á Íslandi?
Ríkisstjórnin vissi það líka en fjármálaeftirlitið leyfði að stofnað yrði útibú í Hollandi vorið 2008. ISG vissi í hvað stefndi hjá Landsbankanum og fjármálaeftirlitið heyrði undir samfylkinguna. Fjármálaeftirlitið hafði vald til þess að stöðva stofnun þessa útibús.
Hvers vegna skrifaði Árni Matt undir samning við Hollendinga sem fól í sér drápsklyfjar fyrir Íslendinga skömmu eftir hrun bankanna?
Mynd frá pallh
Það er reyndar merkilegt að Gordon Brown skuli ekki setja hryðjuverkalög á kjölfestufjárfestirinn sem býr í góðu yfirlæti í Bretlandi.
það mætti ætla að hætta stafaði af honum í fjármálaheiminum miðað við hvernig gjörðir hans voru skilgreindar af Bretum í haust.
Hvers vegna er orðspor Íslendinga ónýtt en orðspor kjölfestufjárfestisins í fínu lagi og hann aufúsugestur hjá fína fólkinu í London?
Stefán Már flutti erindi á dögunum þar sem hann lýsti meðal annars því að íslenska ríkinu bæri ekki þjóðréttarleg skuldbinding til að ábyrgjast innistæður á Icesave-reikningum Landsbankans í Hollandi og Bretlandi. Fram hefur komið að Íslendingar kynnu að taka 600 milljarða króna lán hjá Bretum til að standa undir innistæðum þar, en á Icesave-reikningum í Bretlandi voru líklega hátt í 1.000 milljarðar króna.
Breskir innistæðueigendur og Íslenskir kjölfestufjárfestar voru aðilar að Icesaveviðskiptum en það voru íslenski skattgreiðendur ekki. Enda sagði Darling á breska þinginu, um innistæðueigendur sem voru lögaðilar, að þeir væru upplýstir fjárfestar og hefðu því aðra stöðu en venjulegir sparifjáreigendur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2009-05-23
Hittumst á Austurvelli í dag
Frétt á Eyjunni:
Mikill hiti er í almenningi í landinu ef marka má viðbrögð við frétt Eyjunnar í gær um fyrirhugaðan samstöðufund Hagsmunasamtaka heimilanna í gær. Þetta þetta er skrifað hafa tæplega 300 ábendingar verið skrifaðar í athugasemdakerfi við fréttina, sem hlýtur að teljast í hærri kantinum. Fundurinn hefst klukkan 15 á Austurvelli, tilkynningu samtakanna
Í ljósi þess neyðarástands sem ríkir á Íslandi boða Hagsmunasamtök heimilanna til samstöðufundar á Austurvelli laugardaginn 23.5.2009 kl. 15.00