Vilja að við borgum skuldir þeirra

Dr+James+Watson+Honoured+Reception+2009+Cannes+U1Im7MyJPI-l

Icesave voru innlánsreikningar í Landsbankanum sem að stærstum hluta var í eigu kjölfestufjárfestisins á myndinni hér.

Kjölfestufjárfestirinn fékk bankann góðu verði frá vinum sínum í Ríkisstjórn ásamt pabba sínum og vini sínum.

Kjölfestufjárfestirinn er ekki á flæðiskeri staddur.

Hann dvelur nú í vellystingum á snekkju við Cannes en börnin mín, börn annarra, aldraðir og öryrkjar þurfa að líða fyrir gjörðir hans.

Icesave skuldir 700 milljarðar. (ársvextir miðað við 5% eru 35 milljarðar)

Rekstur Landsspítala á ári 32 milljarðar.

Hvers vegna er ríkisstjórnin tilbúin að fórna svona miklu fyrir kjölfestufjárfestinn?

Hvers vegna hvatti Gordon Brown sveitarfélög í Bretlandi til þess að leggja háar fjárhæðir inn á Icesave en hann vissi í hvað stefni á Íslandi?qynuDohuLnu5lj7cn8lDY4ipo1_500

Ríkisstjórnin vissi það líka en fjármálaeftirlitið leyfði að stofnað yrði útibú í Hollandi vorið 2008. ISG vissi í hvað stefndi hjá Landsbankanum og fjármálaeftirlitið heyrði undir samfylkinguna. Fjármálaeftirlitið hafði vald til þess að stöðva stofnun þessa útibús.

Hvers vegna skrifaði Árni Matt undir samning við Hollendinga sem fól í sér drápsklyfjar fyrir Íslendinga skömmu eftir hrun bankanna?

Mynd frá pallh

Það er reyndar merkilegt að Gordon Brown skuli ekki setja hryðjuverkalög á kjölfestufjárfestirinn sem býr í góðu yfirlæti í Bretlandi.

það mætti ætla að hætta stafaði af honum í fjármálaheiminum miðað við hvernig gjörðir hans voru skilgreindar af Bretum í haust.

Hvers vegna er orðspor Íslendinga ónýtt en orðspor kjölfestufjárfestisins í fínu lagi og hann aufúsugestur hjá fína fólkinu í London?

Stefán Már flutti erindi á dögunum þar sem hann lýsti meðal annars því að íslenska ríkinu bæri ekki þjóðréttarleg skuldbinding til að ábyrgjast innistæður á Icesave-reikningum Landsbankans í Hollandi og Bretlandi. Fram hefur komið að Íslendingar kynnu að taka 600 milljarða króna lán hjá Bretum til að standa undir innistæðum þar, en á Icesave-reikningum í Bretlandi voru líklega hátt í 1.000 milljarðar króna.

Breskir innistæðueigendur og Íslenskir kjölfestufjárfestar voru aðilar að Icesaveviðskiptum en það voru íslenski skattgreiðendur ekki. Enda sagði Darling á breska þinginu, um innistæðueigendur sem voru lögaðilar, að þeir væru upplýstir fjárfestar og hefðu því aðra stöðu en venjulegir sparifjáreigendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg dagsljóst að núverandi ríkisstjórn verður að létta þessari skömm af þjóðinni sem Icesave óreiðureikningarnir eru. Gerendur verða að axla hana.

Fyrrverandi ríkisstjórn hafði það í hendi sér - en brást.

Alvarleiki málsins í dag og eitt grunnvandamálið er að hrun-flokkur Samfylkingarinnar situr enn við völd, sem er reyndar með ólíkindum.

Það kann að breytast ef það verður ekki viðsnúningur hjá þeim nú þegar.  Mótmælin sem eru byrjuð núna staðfesta þetta vandamál.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 20:29

2 identicon

Samfylkingin er gerð ut af þessum mönnum og Baugur rekur fyrir þá fjölmiðlana samfy er algerlega hafin yfir gagnrýni og kommarnir líka meðan þeir þjónka samfylkingunni.

JK (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband