Hvernig getur þetta verið að gerast?
Hvernig í ósköpunum stendur á því að stjórnvöld halda áfram á þessari arfavitlausu braut?
Fjölskyldurnar í landinu eru grundvöllur lausna og uppbyggingar.
![]() |
28.500 fjölskyldur í þrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-05-25
Ásmundur Stefánsson og Icesave
Hinn ágæti samfylkingarmaður Ásmundur Stefánsson réði sjálfan sig sem yfirmann Landsbankans. Hann er nú að ráðskast með eingnaumsýslu og hér
Það skyldi þó aldrei vera að Björgólfarnir séu með puttana í þessu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Maðurinn hefði bara átt að lesa þessi plögg sem ríkisstjórnin gaf út og kallar stjórnarsáttmála og svo eitthvað sem heitir hundrað aðgerðir eða eitthvað í þeim dúr.
Ég er ekki hissa á því þótt Svía þyki óþolandi að vinna með Íslendingum.
Ég hef að vísu ágæta trú á íslensku fagfólki en þessir vitleysingar í ríkisstjórninni fatta ekki hvað þeir kunna ekki og ráða svo bara vini sína eða lögfræðinga í sérfræðistörf og útkoman er hroði.
![]() |
Josefsson hótaði að hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2009-05-25
Sígaunar norðursins!
Einhvern veginn verða menn að sjá fyrir sér. Trúi þó ekki að þetta hafi verið Íslendingur því hann hefði þá haft vit á því að stofna banka í Stafangri.
Það var þó gerð húsleit heima hjá honum eins og Ólafi Ólafs. Gæti kannski verið frændi Ólafs. Kannski hálfíslenskur og kann ekki að stela almennilega.
![]() |
Íslenskur vasaþjófur í Stafangri? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fréttaskýring: Að aflétta leynd gæti reynst tvíbent
Trúnaður hefur ríkt um raforkuverð til erlendra stóriðjufyrirtækja og raunar einnig til margra íslenskra magnkaupenda.
Það vekur furðu mína að ekkert skuli hafa verið bloggað um frétt af svo umdeildu atriði í íslenskri stjórnsýslu. Fréttin virðist vera einhverskonar réttlæting á atriði sem var tekið fyrir í Draumalandinu og vekur mikla tortryggni meðal almennings.
Það sem ég hef heyrt er að orkusala til stóriðju í eigu erlendra sé um 80% af allri orkusölu á Íslandi.
Þá hef ég einnig heyrt að orkueining til stóriðjunar sé seld á 1 kr. en á 16 kr. til íslenskra aðila.
Þykir Landsvirkjun svona vænt um útlendinga eða er henni bara illa við Íslendinga?
Það er alla vega ljóst að það er að mestu Íslendingar sem standa undir kostnaði á orku til stóriðjunnar.
Hvað gengur embættismönnum til að vinna svona gegn almannahag?
Embættismenn vilja að yfir þessu hvíli leynd.
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir að nú eigi að marka heildstæða orkustefnu sem taki mið af fjölbreyttu atvinnulífi, sjálfbærni og loftslagsmálum.
Hvað meinar konan með þessu?
Ætlar hún þá að aflétta leyndinni og sjá til þess að stóriðjan greiði eðlilegt verð fyrir orkuna og lækka orkuverð til landbúnaðar og vistvænnar framleiðslu......eða er hún bara að nota fín orð til þess að ganga í augun á kjósendum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.11.2010 kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)