Hvers vegna var ekkert bloggað við þess frétt?

Fréttaskýring: Að aflétta leynd gæti reynst tvíbent

Trúnaður hefur ríkt um raforkuverð til erlendra stóriðjufyrirtækja og raunar einnig til margra íslenskra magnkaupenda.

Það vekur furðu mína að ekkert skuli hafa verið bloggað um frétt af svo umdeildu atriði í íslenskri stjórnsýslu. Fréttin virðist vera einhverskonar réttlæting á atriði sem var tekið fyrir í Draumalandinu og vekur mikla tortryggni meðal almennings.

Það sem ég hef heyrt er að orkusala til stóriðju í eigu erlendra sé um 80% af allri orkusölu á Íslandi.

Þá hef ég einnig heyrt að orkueining til stóriðjunar sé seld á 1 kr. en á 16 kr. til íslenskra aðila.

Þykir Landsvirkjun svona vænt um útlendinga eða er henni bara illa við Íslendinga?

Það er alla vega ljóst að það er að mestu Íslendingar sem standa undir kostnaði á orku til stóriðjunnar.

Hvað gengur embættismönnum til að vinna svona gegn almannahag?

Embættismenn vilja að yfir þessu hvíli leynd.

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir að nú eigi að marka heildstæða orkustefnu sem taki mið af fjölbreyttu atvinnulífi, sjálfbærni og loftslagsmálum.

Hvað meinar konan með þessu?

Ætlar hún þá að aflétta leyndinni og sjá til þess að stóriðjan greiði eðlilegt verð fyrir orkuna og lækka orkuverð til landbúnaðar og vistvænnar framleiðslu......eða er hún bara að nota fín orð til þess að ganga í augun á kjósendum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jakobína.

Þetta hefur alltaf legið í þögninni og aldrei mátt segja okkur frá raunverulega verði til kaupendanna.

Kannski hafa þeir flokkað það undir "Þjóðaröryggi". Þetta er með ólikindum og komið er árið 2009. en kannski förum við að sjá þetta obinberast fljótlega, vonadi.

Takk fyrir, og kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 04:12

2 identicon

það er augljóst að leyndin er vegna þess að íslenskur almenningur niðurgreiðir orku til stóriðju

hin alvitra valdastétt heldur þessum upplýsingum frá okkur því við höfum ekki vit til að skilja að það er okkur fyrir bestu að niðurgreiða hressilega orkuna sem notuð er til að rafgreina álið. þess vegna þarf í staðinn að búa til PR-tröllasögur um fjölda starfa og afleiddra starfa og gjaldeyristekjur o.s.frv. 

Það væri væntanlega í lófa lagið fyrir einhvern viðskipta- eða hagfræðineman að finna út úr þessum með því að  grafa sig ofan í obinber gögn en það er ekki gert því ef þessar upplýsingar koma fram með óyggjandi hætti er hætt við að hinn fáfróði almenningur, sem ekki hefur andlega getu til að taka við slíkum upplýsingum, yrði algerlega andsnúnn stóryðju (færi  jafnvel að krefjast þess að álframleiðendur borguðu sangjarnt verð eða ella að þessum samningum verði rift).

maður reynir að vernda börn sín fyrir upplýsingum sem gætu valdið því alvarlegu hugarangri það segir sig sjálft.

Benedikt G. Ofeigsson (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 11:07

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Orð Katrínar eru bara endurómur af fyrri slagorðum úr öðrum kosningabaráttum. Ekkert nýtt þar.

Arinbjörn Kúld, 26.5.2009 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband