2009-05-31
Oligarkarnir harðir í Rússlandi....
....rétt eins og á Íslandi
Samfylkingin er farin að sjá við sjálfri sér. Hún þorir ekki lengur að auglýsa störf vegna þess að þar á bæ virðast menn ekki skilja stjórnsýslu- eða jafnréttislög. Þykir fjandi slæmt að fara eftir þeim þegar hægt er að nota störf, sem eiga að þjóna almenningi og almenningur borgar, sem bitlinga í pólitíkinni...
...Ásmundur Stefánsson réði jú sjálfan sig til starfa sem bankastjóra Landsbankans...án þess að aulýsa stöðuna....freistandi að taka það bara sjálfur ekki satt..
....svo var vinur hans Össurar Skarphéðinssonar ráðin í stöðu kynningarfulltrúa hjá Landsspítalanum...án þess að staðan væri auglýst.....
....Össur sagði að þeir væru að spara auglýsingarkostnað......Hvað hefur það kostað þjóðina að hafa vanhæfa embættismenn sem ráðnir eru í gegn um klíkuskap í stöðum hjá hinu opinbara? Eru það ekki einhverjir þúsund milljarðar?
Svona stjórnarfar er kallað ....oligarcy....kleptocracy....eða plutocracy.....
Vanþróað form af stjórnarfari sem leiðir til fátæktar almennings en hjálpar stórfyrirtækjum að arðræna hann....
Ég hef orðið meiri skömm á samfylkingunni en sjálfstæðisflokknum því hún misnotar nú traust sem almenningur sýndi henni í kosningum og heldu uppteknum hætti við sóðaskapinn.
![]() |
Andstæðingar Pútíns handteknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Frétt á Pressunni:
Mest gaf Kaupþing, 10 milljónir og Landsbankinn og FL Group gáfu 8 milljónir hvort. Félög tengd Baugi styrktu flokkinn um 25 milljónir og félög tengd Björgólfsfeðgum um 16 milljónir.
Í viðtali við Morgunblaðið segir Dagur þarna enga risastyrki á ferð eins og dæmi hafi verið um á þessum tíma. Þetta var það starfsumhverfi sem flokkunum var búið, að safna styrkjum, enda sést að þrátt fyrir styrkjasöfnun voru flokkarnir að safna skuldum, þannig að ég held að við höfum verið flokka fegnust að það voru sett skýr lög um starfsemi stjórnmálaflokka, segir Dagur.
Degi Eggertsyni finnst ekkert athugavert við að samfylkingin hafi þegið 25 milljónir af Jóni Ásgeir og 16 milljónir af Björgólfum.
Ég velti því fyrir mér hvort að íslensk stjórnmál eigi sér viðurreisnar von með menn eins og Dag Eggertson innanborðs sem telur eðlilegt að stjórnmálaflokkur þyggi tugi milljóna af mönnum sem sem í viðskiptum sínum höfðu það að markmiði að arðræna þjóðina.
Íslenskri framleiðslu hefur veri rústað af innflutningsaðilum sem nutu velvildar stjórmálamanna. Neytendavernd á Íslandi er í molum. Bankarnir rústir einar. Já það má segja að Jón Ásgeir og Björgólfur Thor hafi fengið eitthvað fyrir sinn snúð. ´
Mútuþægni var bönnuð árið 2006.
Það er líka spilling þegar stjórnmálamenn spila með opinberar stöður (sem er greiddar úr vösum skattgreiðenda). Nú er svo komið að opinberar stofnanir sjá ekki lengur ástæðu til þess að auglýsa störf. Þetta kyndir enn undir vanhæfnina í stjórnsýslunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2009-05-31
Velta sér upp úr sóðaskapnum
Hvers vegna viðgengst sóðaskapurinn þrátt fyrir allan skítinn sem hefur flotið upp á yfirborðið?
Þriðjungur fjölskyldna í landinu stefnir í þrot.
Þetta er afleiðing af sóðalegum stjórnmálum síðastliðin ár.
Samfylkingin tók við 25 milljónum af Jóni Ásgeir og 16 milljónum af Björgólfi Thor.
Er verið að rannsaka Björgólf Thor eða er hann ósnertanlegur?
Icesave innistæðurnar hlóðust upp á vakt samfylkingarinnar í bankamálaráðuneytinu og á vakt fjármálaeftirlits sem starfaði undir stjórn bankamálaráðuneyti/samfylkingar.
Samfylkingin hefur komist upp með mútuþægni, makk með útrásarvíkingum um að komast yfir orkuauðlindir, að ljúga að þjóðinni, að leynda hana staðreyndum, klíkuráðningar og vanhæfni í stjórnsýslu.
Samfylkingin fékk umboð í síðustu kosningum til þess að halda uppteknum hætti ef marka má atburði síðan í kosningum. Misnotkunin á eignum hins opinbera og fjármunum úr vasa skattgreiðenda heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Lausn samfylkingarinnar er að þjarma að almenningi og greiða skuldir óreiðumanna úr vasa almennings.
![]() |
Takmarka ábyrgð vegna Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |