Oligarkarnir harðir í Rússlandi....

....rétt eins og á Íslandi

Samfylkingin er farin að sjá við sjálfri sér. Hún þorir ekki lengur að auglýsa störf vegna þess að þar á bæ virðast menn ekki skilja stjórnsýslu- eða jafnréttislög. Þykir fjandi slæmt að fara eftir þeim þegar hægt er að nota störf, sem eiga að þjóna almenningi og almenningur borgar, sem bitlinga í pólitíkinni...

...Ásmundur Stefánsson réði jú sjálfan sig til starfa sem bankastjóra Landsbankans...án þess að aulýsa stöðuna....freistandi að taka það bara sjálfur ekki satt..

....svo var vinur hans Össurar Skarphéðinssonar ráðin í stöðu kynningarfulltrúa hjá Landsspítalanum...án þess að staðan væri auglýst.....

....Össur sagði að þeir væru að spara auglýsingarkostnað......Hvað hefur það kostað þjóðina að hafa vanhæfa embættismenn sem ráðnir eru í gegn um klíkuskap í stöðum hjá hinu opinbara? Eru það ekki einhverjir þúsund milljarðar?

Svona stjórnarfar er kallað ....oligarcy....kleptocracy....eða plutocracy.....

Vanþróað form af stjórnarfari sem leiðir til fátæktar almennings en hjálpar stórfyrirtækjum að arðræna hann....

Ég hef orðið meiri skömm á samfylkingunni en sjálfstæðisflokknum því hún misnotar nú traust sem almenningur sýndi henni í kosningum og heldu uppteknum hætti við sóðaskapinn.


mbl.is Andstæðingar Pútíns handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar væntingar fólksins eru meiri verðu fallið hærra.  Algerlega sammála.

Þarf ekki einfaldlega að mynda hér stjórn með fagfólki, ég spyr ? Ópólitíska.

Ég tel að Samfylkingin eigi ekki nokkurt erindi í "brúna" núna og eigi að taka sér frí. Þessi flokkur er með öllu óhæfur í að taka hér á ýmsum viðkvæmum málum vegna aðildar að hruninu. Það eru öll merki á lofti að svo sé.  Þetta er augljóst öllum, tel ég.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 17:01

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þessi samfylking lyktar orðið æ verr og verr. Hún er greinilega að taka við af sjálfstæðisflokknum sem aðaldriffjöður spillingar og ójafnaðar. Í stað þess að bjarga samfélaginu frá alsherjar einkavæðingu þá glataði hún því í hendur AGS.

Arinbjörn Kúld, 1.6.2009 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband