Hverjir eru þessir Krónubréfseigendur?

Krónubréfaeigendur ásamt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafa haldið krónunni í gíslingu í marga mánuði en nú kemur tilraun frá seðlabankanum til þess að beila hana út.

Hugmyndin er að reyna að fá þá til þess að byggja álver í Helguvík fyrir krónunar sínar. Hátt vaxtastig ætti þó ekki að vera mjög hvetjandi fyrir þá að taka þessum díl.

Hátt vaxtastig dregur nefnilega úr vilja manna til þess að fjárfesta í atvinnulífinu enda er það eitt af því sem hvetur til verðhjöðnunar.

Einnig er bent á að þessar eignir, jöklabréf eða aðrar eignir í krónum, hafi jafnframt verið helsta ástæða gjaldeyrishaftanna sem nú eru í gildi.


Málið er miklu stærra

Hverjir eru að fjármagna bankanna og vaxtagreiðslur til jökla- og krónubréfaeigenda?

Gylfi Magnússon sagði frá því í vor að ríkissjóður þyrfti að leggja minna til bankanna en upphaflega hefði verið áætlað af ASG.

Hvers vegna jú vegna þess að verðtryggingin er að skila verðbólgugróða til bankanna.

Skuldarar í landinu bera nú byrðar útrásarvíkinganna sem lifa í munaði í London.

Væri ekki nær að leggja ríkari áherslu á að endurheimta eitthvað af þeim gjaldeyri sem rænt var fyrir bankahrunið í stað þess að skelfa fjölskyldurnar í landinu í hverjum mánuði með ofurgreiðsluseðlum?


« Fyrri síða

Bloggfærslur 4. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband