Sjá frétt í Pressunni
Aukin skattheimta fylgir ESB aðild en gott að vita að styrkir lendi til góðra málefna.
Konungsfjölskyldur hafa lengi verið helstu bótaþegar í konungsdæmum Evrópu. Ef Íslendingar ganga í ESB blasir sú skemmtilega staðreynd við þeim að þeir fá að hjálpa til við að halda upp þessu konungborna fólki í glysgjarnri tilveru þess.
Seinna má svo kannski fara að hugsa um það hvort íslensk börn fái nægilega að borða. Þau geta alla vega huggað sig við það þegar að hungrið sverfur að þeim að litlu prinsarnir og prinsessurnar fái nóg að borða.
Við þessar aðstæður þykir samfylkingunni rétt að verja 1.300.000.000 í aðildarviðræður svo við getum fengið að VITA hvað okkur standi til boða.
Meira um ESB á Smugunni
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2009-05-04
MELTDOWN ICELAND
Ný bók í vændum á Amazon
Roger Boyes tells the inside story of the bankrupting of Iceland and explains how it has ramifications for us all, from the private and public investors who trusted their money in Iceland's banks, to the workers in high street clothes stores whose owners no longer can pay for the shirts on their own backs.
Það sló mig verulega að heyra af vandamálum Björgólfs en ég set traust mitt á samfylkinguna að veita honum ekki verri úrlausn mála en öðrum sem ekki geta lengur lifað af launum sínum og naumum eignum.
Landsflótti atgerfis hefur einnig verið áhyggjuefni og mig setti hljóða þegar ég frétti að Magnús Þorsteinsson væri flúinn til Rússlands.
Velferðarbrú Jóhönnu virðist vera of stutt til þess að ná til barnafjölskyldna. Svanberg er bara einn af þúsundum í svipaðri stöðu. Stöðu sem skapaðist vegna græðgi bankamanna sem veittu ranga ráðgjöf til fjölskyldna til þess að auka arðsemi bankanna sem síðan var komið undan til aflandseyja.
![]() |
Kikna undan skuldum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-05-04
Verður einn af ölmusuþegum samfylkingarinnar
Nú er Björgólfur heppinn að samfylkingin hefur náð völdum sem býður nú aumingjum þessa lands ölmusugjafir til hægri og vinstri.
Það hefði verið verra ef hann hefði þurft að búa við harðræði sjálfstæðisflokks sem vill að aumingjarnir sjái um sig sjálfir.
Biskupinn getur ábyggilega veitt honum huggun og bent honum á að við erum bara í velferðarkreppu.
![]() |
Framtíðin undir kröfuhöfum komin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-05-04
Heimskuleg ummæli prófessors
Samfylkingin hefur tekið við hlutverk Sjálfstæðisflokksins sem flokkur atvinnurekenda um leið og hún gætir hagsmuna launafólks.
2009-05-04
Rússneskir skuldarar Landsbankans
Frá þessu segir á Eyjunni
Um sama leyti og viðtalið birtist sagði Guardian frá því að Björgólfur hefði komið víðar við í fótboltaheiminum. Fyrir hans milligöngu hefði Landsbankinn fjármagnað kaup Alisher Usmanov í Arsenal. Usmanov er frá fyrrum Sovétlýðveldinu Úsbekistan og sagt að tengsl þeirra Björgólfs ættu rætur til umsvifa Björgólfs í Rússlandi. Skýrsla skilanefndarinnar um stöðu Landsbankans bendir til mikillar eignarýrnunar. Það væri óneitanlega áhugavert að sjá lánabækur Landsbankans og hvort þar megi rekja frekari tengsl Björgólfs við Rússland og fótboltaheiminn.
Skyldi aðgangsharkan við rússneska skuldara vera viðlíka og við íslenskt alþýðufólk?
Hvað með kjörin? Voru lánin verðtryggð?
Strax og Landsbankinn hrundi í haust beindist athygli breskra fjölmiðla að áhrifum þess á eignarhald Björgólfs á West Ham. Fyrstu skilaboðin voru að þetta væri aðskildur rekstur og hefði engin áhrif á eignarhaldið. Síðan var sagt að Björgólfur væri að huga að sínum málum og hvernig hann gæti endurskipulagt fjármál sín. Liður í því endurmati væri West Ham. Um tíma var talað um að Straumur, sem Björgólfs Thors var aðaleigandinn í, gæti hlaupið undir bagga með Björgólfi og Hansa. Ekkert af þessu hefur gengið eftir og Straumur úr sögunni.
MP-banki er einn stærsti kröfuhafi Hansa með kröfu upp á 2,6 milljarða króna. Það er athyglisvert í ljósi þess að MP banki hefur verið álitinn utan við umsvif útrásarvíkinganna og sagður ósnortinn af þeim. Það er því spurning hvort þetta er eina undantekningin eða dæmi um meiri tengsl en áður hafa verið ljós.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2009-05-04
Gagnsæið í ruslinu
Jöklabréfaeigendur er sennilega eini hagsmunaaðilinn í fjármálakerfinu sem ekki hafa þurft að bera tap.
Þeim er tryggð bærileg afkoma með ofurvöxtum af Jöklabréfum sem skuldarar verðtryggðra lána, myntkörfulána og lána á okurvöxtum þurfa að standa undir
Hverjir eru Jöklabréfaeigendur?
Skuldarar eiga heimtingu á því að fá að vita hverja þeir eru að beila út
Sendum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn heim!
Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur og nýkjörinn þingmaður VG, vill fremur skila láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en að láta vaxtakostnað vegna lánsins bitna á stuðningi við fólk sem þarf aðstoð. Þetta kom fram í máli Lilju á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu Lilja og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur og nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar um niðurskurð á fjárlögum og vaxtakostnað ríkissjóðs.
Vilja að umræðan um Evrópumál fari fram á upplýstan og málefnalegan hátt en ekki með upphrópunum og hræðsluáróðri segja skynsemisraddir á Íslandi
Upphrópanir og hræðsluáróður er ekki ofsagt.
ESB-sinnar eru tilbúnir til að eyða milljörðum úr vasa skattgreiðenda til þess að fá að VITA hvað stendur til boða á sama tíma og verið er að leggja niður sérkennslu fyrir yngri börn í grunnskólum vegna fátæktar.
Málflutningur ESB-sinna er fyrirsláttur. Þeir vilja festa í sessi ferli að inngöngu því það myndi enginn með snefil af skynsamri hugsun leggja út í þessa fjárfestingu bara til þess að fá að VITA eitthvað sem hægt er að komast að á mun ódýrari hátt.
Frétt á Vísi í dag: Fyrirhuguð sameining á bráðamóttökum Landspítala mun að öllum líkindum leiða til skertrar þjónustu við sjúklinga og stefna öryggi ákveðinna hópa þeirra í hættu.´
Er forgangsröðunin í meðferð skattpeninga á hreinu hjá samfylkingu ?
![]() |
Á 5. þúsund ósammála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2009-05-04
Glaðir menn frá AGS!
Gunnar Tómasson segir frá því hjá Agli Helga að hann sjái ekki betur en að skuldsett heimili landsins hafi nú þegar fengið alla þá fyrirgreiðslu frá stjórnvöldum sem þeim mun standa til boða.
Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var glöð í bragði eftir heimsókn sína í mars enda hefur bönkum og stjórnvöldum tekist að láta heimilin í landinu fjármagna vextina af jöklabréfum sem eru í eigu einhverra sem alls ekki mega tapa á viðskiptum við bankanna.
Sendinefndin hvetur stjórnvöld til að halda uppteknum hætti og virðist telja þetta nánast kristilega hegðun en hún segir: "að meðhöndla innistæðueigendur og lánardrottna á drengilegan, sanngjarnan og réttlátan hátt í samræmi við viðkomandi lög; og að koma á fót starfshæfu bankakerfi eins fljótt og unnt er."
Er það ekki sanngirni og réttlæti að þeir sem tóku áhættu til þess að græða á því beri sjálfir tapið?
Er það drengilegt að skuldarar í landinu bæti Jöklabréfaeigendum upp tapið?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)