2009-06-01
Kartöflur og sólskyn
Er hægt að gera eitthvað betra á sólbjörtum degi en að setja niður kartöflur. Fór austur með fjölskylduna og labrador hundinn og setti niður kartöflur. Hundurinn sem er alræmdur sokkaþjófur varð frá sér af gleði yfir að komast í frelsið í sveitinni og hljóp um þangað til hann froðufelldi.
Það gengur ekki nema hæfilega vel að ala hundinn upp en hann er bæði þjófóttur og undirförull. Auðvitað stal hundurinn vettlingunum mínum og var ekki til í að skila þeim þótt ég byði honum harðfisk í skipti. Það endaði með því að ég hljóp eftir honum þangað til ég var farin að froðufella. Náði þó á endanum að plata hann með því að bjóða honum skítuga tusku.
En kartöflurnar komust niður og nú er að sjá hvort að uppskeran skili sér í haust.
2009-06-01
Kallar stefnuna langdregið líknarmorð....
Hólmsteinn A Brekkan kalla stefnu Ríkisstjórnarinnar í málefnum heimilanna langdregið líknarmorð í pistli sínum í sunnudagsmogganum.
Það er undarlegt ef að almenningur styður stefnu Ríkisstjórnarinnar og verður vart skýrt með öðru en að almenningur skilur ekki að þessi ríkisstjórn vinnur eftir sömu uppskrift og fyrri ríkisstjórnir. Uppskrift sem gengur út á að arðræna almenning.
Ég velti því fyrir mér hvort að almenningur sé í afneitun eða sér fyrir sér verri valkost sem væri ríkisstjórn framsóknar og sjálfstæðisflokks. Ég held að það þurfi einfaldlega að skapa þriðja valkostin sem væri aflið frá fólkinu. Hinum stóra meirihluta þjóðarinnar sem er fórnarlambið í þessu í þessu stríði.
Hólmsteinn segir og ég tek undir það með honum:
Það er í gangi gríðarleg svikamylla sem felst í snarbeyglaðri samsetgningu vísitölu, vísitölu þar sem blandað er saman verðbólgu (e. price index inflation) og krónubólgu (e. monetary inflation) og síðast en ekki síst reikniaðferðum bankanna. Reikniaðferðum sem tryggja bönkunum ofurokurvexti og algert frelsi frá ábyrgri útlánastefnu. Þetta er pólitískt vernduð glæpastarfsemi eins og best sést á framgöngu ríkisstjórnarinnar, bæði sitjandi og fyrirvera hennar.
Ef marka má niðurstöður könnunar sem fjallað er um á MBL þá má ætla að almenningur skilji ekki að það er gengið að honum með skipulagðri glæpastarfsemi sem vernduð er að yfirvöldum.
![]() |
Stuðningur við stjórnina eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2009-06-01
Stoppar í göt með tíu milljónum
Götótt listasafnið má þakka sínu sæla að hafa hugmyndaríkan stjórnanda sem kann ráð við dragsúginum.
Hugsunarháttur nýfrjálshyggjunnar:
Stórir peningar
Á þeim tíma hafði fólk einfaldlega ekki séð aðra eins prísa áður. En jú, ég fullyrði að Mountain er dýrasta verk sem safnið hefur keypt til þessa.
Alþjóðavæðing
Málið er nefnilega það að við erum farin að höndla með verk í alþjóðlegu samhengi í æ ríkari mæli. Íslenskir listamenn eru farnir að tengjast meir og betur inn í hinn alþjóðlega heim listarinnar og við það hækka verðin á verkunum.
Spákaupmennska
Ef við ætlum að vera samkeppnisfær á þessu sviði, ef við ætlum ekki að missa merkilega íslenska myndlist úr landi, þá verðum við að borga. Svo einfalt er það. Þetta er afleiðingin af þessari alþjóðavæðingu.
segir Halldór Björn Runólfsson
Ekki furða þótt 30% fjölskyldna stefni í þrot á Íslandi þegar úreltur og margþrota hugsunarháttur lifir góðu lífi meðal þeirra sem vasast með fjármuni skattborgaranna.
![]() |
Dýrasta verkið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)