Siðrof og siðblinda

Þær skuldbindingar og niðurskurður á velferðarkerfinu sem íslenska ríkið er að ráðast í munu kosta mannslíf, heilsu fólks og hnignun íslenskrar menningar.

Það ber vott um siðrof og siðblindu að beigja sig undir kröfu erlendra aðila um þessar fórnir til þess að bjarga fjármálakerfum.

Það er fámennur hópur en hann fer mikinn sem styður Icesave samninginn. Sjá hér og hér og hér og hér

Þegar bankarnir hrundu í haust voru innistæður almenning tryggðar upp að 3.000.000 en ríkisstjórnin ákvað hins vegar að redda þeim sem áttu tugi og jafnvel hundruði milljóna inni á innlánsreikningum.

Hafði ríkisstjórnin lagaheimildir til þess að gera þetta?


Ránsfengurinn notaður í uppbyggingu snobbhallar

Já flott skal það vera fyrir þá sem rændu þjóðina. Dans- og óperusýningar í húsnæði sem kostar hátt í 20 milljarða. Þvílíkur draumur. Já og þvílík lágkúra.

Það er verið að draga úr eftirliti með ófæddum börnum. Sparað við í mæðraskoðum og önnur þjónusta sem varðar mannslíf skorin við trog.

Ég mæli með fangelsishugmyndinni. Sjómenn hafa iðulega dómgreindina í lagi og eru góðir málssvarar þjóðarinnar. Það sama verður ekki sagt um snobbliðið í ráðuneytunum. Það selur sig fyrir hagsmuni fárra.


mbl.is Alþýðuhöllin við höfnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrásarhyskið á brunaútsölum

...Stjórnendur bankanna greiddu sjálfum sér himinháan arð sem þeir síðan hafa komið úr landi.

Þeir eru búnir að eyðileggja fjárhag þjóðarinnar og græða nú á bágindum samfélagsins

Sjá hér.

Siðrof


Það sem gleymist gjarnan í umræðunni um Icesave

Innlánin á Icesave urðu til vegna viðskipta á milli aðila. Í viðskiptum hafa aðilar valkosti. Þeir geta kynnt sér traust fyrirtækja og tekið upplýsta afstöðu um það hvern þeir vilja skipta við á grundvelli upplýsinga sem þeir hafa aðgang að.

Eigendur og stjórnendur Landsbankans voru aðilar að viðskiptum.

þeir sem lögðu fé inn á Icesave reikninga voru aðilar að viðskiptum.

Þetta eru þeir aðilar sem stýrðu atburðarrásinni síðustu mánuði fyrir bankahrun ásamt stjórnvöldum á Íslandi (samfylkingunni og sjálfstæðisflokki) og breskum og hollenskum yfirvöldum sem höfðu eftirlitsskyldu auk regluverkakerfis ESB sem er áhrifavaldur í málinu.

Til þess að bjarga fjármálakerfinu í Evrópu er nú íslenskum skattgreiðendum og skuldurum gert að taka að sér tapið af viðskiptum sem þeir höfðu ekki og gátu ekki haft nokkur áhrif á. Í þessari staðreynd felst grundvallar rökvilla þegar því er haldið fram að ábyrgðin sé íslensku þjóðarinnar.

Öll áhersla er nú lögð á að þeir sem voru aðilar að þessum viðskiptum beri engan skaða en að einstaklingar sem komu hvergi nálægt þessum viðskiptum beri allan skaðann.


mbl.is Vörðu ekki hagsmuni skattgreiðenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin frétt um Icesave í mogganum í dag

Svo virðist vera sem forsætisráðherrann sé búin að bulla sig út í horn í Icesave-málinu. Jafnvel þótt mogginn sýni málinu ekki mikinn áhuga í dag brennur það á þjóðinni.

Sífellt eru að koma fram meiri rangfærslur í málinu sem er orðið eitt allsherjar rugl. Sjá hér og hér og hér.

Það vekur athygli að forsætisráðherrann vísar gjarnan í lögfræði álit, sérfræðinga eða virtar stofnanir. Þegar nánar er að gáð eru þetta gjarnan aðilar í nánum tengslum við útrásarhyskið.

Þetta vekur þá spurningu hvort útrásarhyskið stjórni í raun landinu í dag.

Fram að þessu hefur nánast ekkert staðist af því sem forsætisráðherrann hefur sagt um Icesave.

Það er því spurning hvort forsætisráðherrann er lyginn eða hvort að ráðgjafar hennar séu lygnir.

Það er alla vega skelfilegt að hugsa til áhrifa misyndismanna á stjórnmál í landinu. Þeim sem myndu selja ömmu sína munar ekkert um að selja landið í leiðinni.


mbl.is Spá 9,9% atvinnuleysi næsta ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband