Það sem gleymist gjarnan í umræðunni um Icesave

Innlánin á Icesave urðu til vegna viðskipta á milli aðila. Í viðskiptum hafa aðilar valkosti. Þeir geta kynnt sér traust fyrirtækja og tekið upplýsta afstöðu um það hvern þeir vilja skipta við á grundvelli upplýsinga sem þeir hafa aðgang að.

Eigendur og stjórnendur Landsbankans voru aðilar að viðskiptum.

þeir sem lögðu fé inn á Icesave reikninga voru aðilar að viðskiptum.

Þetta eru þeir aðilar sem stýrðu atburðarrásinni síðustu mánuði fyrir bankahrun ásamt stjórnvöldum á Íslandi (samfylkingunni og sjálfstæðisflokki) og breskum og hollenskum yfirvöldum sem höfðu eftirlitsskyldu auk regluverkakerfis ESB sem er áhrifavaldur í málinu.

Til þess að bjarga fjármálakerfinu í Evrópu er nú íslenskum skattgreiðendum og skuldurum gert að taka að sér tapið af viðskiptum sem þeir höfðu ekki og gátu ekki haft nokkur áhrif á. Í þessari staðreynd felst grundvallar rökvilla þegar því er haldið fram að ábyrgðin sé íslensku þjóðarinnar.

Öll áhersla er nú lögð á að þeir sem voru aðilar að þessum viðskiptum beri engan skaða en að einstaklingar sem komu hvergi nálægt þessum viðskiptum beri allan skaðann.


mbl.is Vörðu ekki hagsmuni skattgreiðenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smjerjarmur

Ég tel að það sé útbreidd skoðun að almenningur beri ekki ábyrgð umfram þá ábyrgð sem felst í því að hafa kosið yfir sig stjórnvöld sem brugðust.  Sjálfur aðhyllist ég þá skoðun að það sé betra að taka þessar klifjar á sig en að koma Evrópusamfélaginu (þ.m.t. hinum Norðurlöndunum) upp á móti sér.  Við þurfum traust annarra til þess að þrífast í samfélagi þjóða. 

Íslendingar sofnuðu á verðinum, við höfðum sem þjóð ríka eftirlitsábyrgð með stofnunum eins og Landsbankanum, en sannleikurinn er sá að við (ekki bara stjórnmálamenn) lágum flöt fyrir peningaveldinu. 

Smjerjarmur, 24.6.2009 kl. 16:01

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég hef aldrei legið flöt fyrir peningavaldinu þótt þú hafir kannski gert það Smerjarmur.

Bretar og hollendingar báru ríka eftirlitsskyldu og þeir sem fjárfestu í Icesave höfðu líka skyldur. Íslenskur almenningur hafði hins vegar engar skyldur í þessu máli.

Það að fá Evrópusambandið á móti sér vegna þessa máls er hjómið eitt miðað við þær drápsklyfjar sem felast í þessum samningi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.6.2009 kl. 16:09

3 Smámynd: Smjerjarmur

Ég held að þetta sé ekki svo mikið spurning um okkur tvö.  Ég get nefnt að hin íslenska "intelligensa" var í flokkum á styrkjum frá útrásarvíkingum, listafólk, menningarsamtök, skólar og fleira.  Margt fjölmiðlafólk beinlínis á framfæri þessara aðila.  Þú er eflaust yfir alla lágkúru hafin, en við skulum endilega horfast í augu við raunveruleikann. 

Smjerjarmur, 24.6.2009 kl. 16:19

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Smerjarmur, Hin íslenska "intelligensa" er ekki íslenska þjóðin. þjóðin er 330 000 manns en þeir sem heyra til þeirra sem tóku þátt í darraðadansinum eru nokkur þúsund manns.

Þetta er stutt með rannsóknum sem sína að stór hluti þjóðarinnar hefur verið undir fátæktamörkum undanfarin ár. Hlutfall þeirra jókst í tæru hlutfalli við græðgi "intelligensanna", útrásarhyskisins. embættis- og stjórnmálamanna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.6.2009 kl. 16:44

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það var fyrst og fremst almenningur, sem átti fé á innlánsreikningum Icesave. Ástæða þess að verið er að setja upp reglur eins og með innlánstryggingasjóði og setja á eftirlitsstofnanir með bönkum er einmitt sú að menn telja ekki að almenningur sé í stakk búin til að meta traust fyrirtækja. Til þess þurfi menn með þekkingu á bankarekstri. Það er því út í hött að tala um hin almenna innlánseiganda, sem aðila að viðskiptum þar, sem hann hefði getað metið traust bankans. Gleymum því ekki að matsfyrirtæki gáfu íslensku bönkunum háar einkunnir allt fram að gjaldþroti þeirra.

Sigurður M Grétarsson, 24.6.2009 kl. 16:48

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sigurður hefur það farið fram hjá þér að stór hluti innistæðna á Icesave eru innistæður fagfjárfesta. Þessir aðilar voru í flestum tilvikum að höndla með annarra manna fé og bar skylda til þess að kynna sér vel fjárfestingakosti.

Ef matsfyrirtæki gáfu bönkunum vitlaust mat þá er það ábyrgð þeirra en ekki íslensks almennings.

Deilan snýst heldur ekki um það hvort breskir innistæðueigendur eigi að bera tapið því þeir eru búnir að fá það bætt. Deilan snýst um það hvort að íslensk stjórnvöld séu ábyrg fyrir tryggingasjóðnum. Það eru engin lög sem styðja það.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.6.2009 kl. 16:54

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jakobína. Það má vel vera að meirihluti þeirra upphæða, sem voru inn á Icesave reikningunum hafi komið frá fjárfestum en hins vegar voru flestir reikningarnir innistæður venjulegs fólks.

Það að stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafi lagt út fyrir inneignum þessa fólks breytir ekki okkar ábyrgð. Það vorum við, sem seldum bankana í hendur glæpamanna og það vorum við, sem brugðumst okkar eftirlitshlutverki. Þú verður að athuga það að bresk og hollensk stjórnvöld gátu ekki stöðvað þessa útþennslu Icesave reikninganna vegna þess að þetta voru íslenskir bankar og því voru það aðeins íslensk stjórnvöld, sem höfðu vald til að gera það samkvæmt EES samningum. Ábyrgðin liggur því hjá okkur.

Það er eitt, sem gleymist hjá þeim, sem tala gegn þessum samningi og segja að við eigum bara að láta erlenda innistæðueigendum fá það, sem fæst út úr þrotabúinu og tryggingasjóði innistæðueigenda. Það er sú staðreynd að þegar ákveðið var með lögum frá Alþingi að greiða öllum íslenskum innistæðueigendum í topp þá var sá peningur, sem í það fór tekin úr þrotabúinu. Því er það ekkert annað en þjófnaður úr þrotabúi ef við íslendingar greiðum það ekki til baka inn í þrotabúið um leið og við ákveðum að láta erlenda innistæðueigendur einungis fá það, sem þaðan fæst og út tryggingasjóðnum.

Það er hægt að sýna þetta með einföldu dæmi.

Bankinn er með þrjá viðskiptavini, einn íslending og tvo erlenda viðskiptaviðni. Þeir eiga allir 12 milljónir hver inni í bankanum eða samtals 36 milljónir. Nú fer bankinn í þrot og út úr þrotabúini og tryggingasjóði innistæðueigenda fást 18 milljónir eða, sem nemur helmingi innistæðananna.

Ef allir innistæðueigendurnir eru látnir sitja við sama borð þá fá þeir 6 milljónir hver til baka. Það gerist hins vegar ekki vegna þess að Alþingi íslendinga ákvað að íslenski innistæðueigandinn skyldi fá allt sitt. Hann fær því sínar 12 milljónir og þá eru aðeins eftir 6 milljónir fyrir báða útlendingana og fá þeir því 3 milljónir hvor eða helmingi minna en þeir hefðu fengið væru þeir látnir sitja við sama borð og íslenski innistæðueigandinn.

Ef við látum þetta fara svona eins og margir vilja láta gera þá er þetta ekkert annað en þjófnaður úr þrotabúi. Þarna er íslenska innistæðueigandanum gefnar 6 milljónir og það fjármagnað með þjófnaði frá erlendu innistæðueigendunum. Ef Alþingi ákveður að gera þetta þá gera þeir okkur íslendinga, sem þjóð að ómerkilegum þjófum og ætli orðið "landráð" eigi ekki frekar við það heldur en að ákveða að við íslendingar stöndum við erlendar skuldbingingar okkar þó það kosti okkur fé.

Það er því lágmarkskrafa á okkur íslendinga að við greiðum inn í þrotabúið mismunin á þeirri upphæð, sem íslensku innistæðueigendurnir fengu til baka og því, sem þeir hefðu fengið til baka ef þeir hefðu verið látnir sitja við sama borð og erlendu innistæðueigendurnir. Ég geri reyndar ráð fyrir því að það verði síst lægri upphæð en við þurfum að greiða samkvæmt Icesave samkomulaginu.

Sigurður M Grétarsson, 24.6.2009 kl. 17:30

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sigurður röksemdir þínar standast alls ekki.

Innistæðubjörgun íslendingar eru ekki fjármagnaðar með innistæðum útlendinga heldur framlagi úr ríkisjóði og okurvöxtum og verðtryggingaráþján sem lögð hefur verið á skuldara.

Ég er hins vegar þeirrar skoðunnar að það hafi ekki átt að tryggja íslenskum innistæðueigendum fjárhæð umfram 3 milljónir.

Íslenskum almenningi er gert að bjarga fólki sem átti tugi og jafnvel hundruð milljóna inn á reikningum.

Nú á auk þess að bæta því á almenning að tryggja að erlendir fjárfestar tapi ekki á glannaskap sínum.

Til hvers?

Jú til þess að tryggja tiltrú á fjármálakerfum

Til þess á að fórna íslenskum mannslífum, íslenskum lífsgæðum (heilsu fólks) og íslenskri menningu.

Ég hef skömm á þeim sem skrifa undir þetta.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.6.2009 kl. 17:45

9 Smámynd: Smjerjarmur

Eg tel að menn seu að hald i þau lifsgæði sem felast i þvi að virða vilja annarra þjoða i þessu efni.  Spurningin ekki ekki hvort við eigum að forna, heldur hverju.  Mer finnst þetta osanngjarnt, en við erum i mjög vondri stöðu meðan alþjoðasamfelagið er ekki með okkur. 

Við erum reyndar lia að borga fyrir almenna ofneyslu venjulegs folks, við skulum horfast i augu við þa staðreynd að það voru fleiri en "nokkur þusund manns" sem notuðu ser of haa skraningu kronunnar og eyddu um efni fram.  Darraðardansinn var miklu almennari en þu vilt horfast i augu við.  Það getur vel verið að þu keyrir ekki um a storum jeppa og farir ekki i dyrar utanlandsferðir, en satt að segja var otrulegur fjöldi folks alveg a fullu i neyslufyllerii.  Ja og margt af þvi venjulegt alþyðufolk eins og eg. 

Smjerjarmur, 24.6.2009 kl. 22:47

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hátt gengi krónurnar skilaði sér ekki til venjulegs launafólks vegna hás vöruverðs og hárra vaxta, verðtryggingar og skatta.

Bankar, verktakar, braskarar verslunin og embættis- og stjórnmálamenn hirtu ágóðan af háu gengi. Kannastu ekki við að nokkrir embættismenn voru á launum og eftirlaunum og alls konar bitlingum. Kostuður almenning hátt í hundrað milljónir á ári hver og einn.

Þar eru nokkur þúsund manns sem spenntu upp verð og græddu. Hinir voru bara að lifa venjulegu lífi með venjulegri neyslu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.6.2009 kl. 01:10

11 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jakobína. Hvað, sem menn vilja segja um skuldir Íslendinga við íslensku bankanna þá breytir það ekki þeirri staðreynd að innistæðubjörngun á reikningum í íslenskum útibúum var tekin úr þrotabúinu og þar með á kostnað annarra kröfuhafa. Frá þeirri staðreynd komumst við ekki með því að vísa í "okurvexti og verðtryggingaráþján" íslenskra skuldara enda þar um óskilt mál að ræða. Staðreyndin er sú að Landsbankinn fór á hausinn og starfemi hans erlendis var í formi útibúa en ekki dótturfélaga eins og hjá hinum bönkunum. Þar með áttu allir kröfuhafar að eiga sama rétt til eigna úr þrotabúi bankans í heild bæði innlendra og erlendra. Það að gefa síðan íslenskum innistæðueigendum meiri rétt en erlendum innistæðueigendum án þess að setja umframkostnaðinn við það inn í þrotabúið gerir það að verkum að þetta er fjármagnað á kostnað erlendra innistæðueigenda eins og dæmið mitt sýnir.

Það stendur því upp á okkur að skila þeim upphæðum aftur inn í þrotabúið eða að samþykkja Icesave samninginn. Ég veit ekki hvort er dýrara fyrir okkur. Ef við gerum ekki annað hvort af þessu erum við ekkert annað en ómerkilegir þjófar því þá er þessi aðgerð ekkert annað en þjófnaður úr þrotabúinu.

Sigurður M Grétarsson, 25.6.2009 kl. 06:28

12 Smámynd: Elle_

Allavega ætti að fara með Icesafe málið fyrir dóm.  Og utan Bretlands.

Elle_, 25.6.2009 kl. 09:11

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sigurður M auðvitað á Björgólfur Thor að greiða sínar skuldir. Hann virðist alla vega eiga upp í þær.

Íslenska ríkið var ekki með útibú í Bretlandi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.6.2009 kl. 10:49

14 Smámynd: Elle_

Nei, akkúrat, íslenska ríkið var ekki með nein bankaútibú.  Og ætti alls ekki að skrifa undir neina þvingunarsamninga um að borga neinar einkaskuldir auðróna og/eða glæpamanna.  Það sem ég meinti var að yfirvöld skrifi ekki undir neitt nema ef við verðum.  Og þá að undangengnum dómi.  Þeir sem stofnuðu til skuldanna ættu einir að borga þær og með góðu eða illu.  Og þó sparifé útlendinga sé jafnheilagt og okkar.

Elle_, 25.6.2009 kl. 16:39

15 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jakobína og EE elle. Það var Alþingi Íslendinga, sem ákvað að taka fé úr þortabúi bankanna til að greiða innistæðueigendum á Íslandi upp í topp óháð því hvað kæmi upp í innistæðurnar úr þrotabúinu. Samt hefur íslenska ríkið ekki lagt fram neitt fé til að fjármagna það heldur hefur það í tilfelli Landsbankans verið tekið úr þrotabúinu. Íslenska ríkið skuldar því þrotabúinu mismunin á því, sem innisstæðueigendur á Íslendi fengu greitt og því, sem þeir eiga rétt á úr þrotabúinu. Það er staðreynd, sem við komumst ekki framhjá hvort, sem við samþykkjum Icesave samningin eða ekki.

Hins vegar verður ekki ljóst hversu há upphæð þetta verður því við vitum ekki hversu mikið innistæðueigendur á Íslandi hefðu fengið úr þrotabúinu fyrr en búið er að selja allar eignir Landsbankans.

Sigurður M Grétarsson, 26.6.2009 kl. 10:48

16 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það að greiða innistæðueigendum upp í topp er ólöglegur gjörningur sem á að rifta. Ríkisstjórnin og alþingi hafa ekki heimild til þess að styrkja einstaklinga umfram þessar þrjár milljónir sem þeim átti að vera tryggðar. Þetta kemur Icesave deilunni hinsvegar ekkert við þótt fólk reyni að spyrða það saman.

Þótt hálvitar sem stjórna landinu telji að þeir getir umgengist ríkissjóð Íslands, þ.e. eign skattgreiðenda, eins og þeir eigi hann sjálfir þá kemur að Bretum og Hollendingum ekkert við.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.6.2009 kl. 13:10

17 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er orðið of seint að rifta þeim gerningi að greiða innistæðueigendum í íslenskum útibúum upp í topp.

Sá gjörningur kemur Bretum og Hollendingum við meðan kostnaðurinn við þetta er fjármagnaður úr þrotabúi Landsbankans og þar með á kostnað breskra og hollenskra innistæðueigenda. Meðan svo er þá kemur það Icesave deilunni við. Ef íslenska ríkið tekur hins vegar þann kostnað á sig og greiðir það inn í þrotabú bankans þá verður það ótengt Icesave deilunni og kemur ekki Bretum eða Hollendingum við. En meðan svo er ekki þá tengist þetta okkar deilu við Breta og Hollendinga.

Sigurður M Grétarsson, 30.6.2009 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband