Kostar ESB 700 milljarða?

Er ákafi ríkisstjórnarinnar í aðildarumsókn um ESB NÚNA slíkur að hún ætli að skrifa undir skuldabréf sem engin réttlæting er fyrir.

Ríkissjóður er ekki ábyrgur fyrir skuldum einkabanka. Þessi krafa væri löngu komin út af borðinu ef samfylkingin væri ekki á maganum frammi fyrir Brusselvaldinu.

Það er ekkert eðlilegt við að Svavar Gestsson sé eins og hlaupatík út í Bretlandi til þess að 070830-121259samþykkja allar kröfur Bretanna.

Hvers vegna er ekki látið reyna á lagaleiðina?

Eignir á móti skuldum eru alls ótryggar.

Ef valdhafarnir skrifa undir þessa vitleysu er komin skýring á því hvers vegna erlendir aðilar treysta ekki íslendingum (nb. íslenskum stjórnvöldum).


mbl.is Mótmæla Icesave samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin á rangri braut samkvæmt nýrri skoðanakönnun

Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið eru ekki taldar brýnar samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup.

Meirihluti þeirra sem taka afstöðu telur að leggja eigi litla áherslu á aðildarviðræður. Yfirgnæfandi meirihluti telur aðkallandi að leysa fjárhagsvanda heimila og fyrirtækja. Skoðanakönnun Capacent Gallup sýnir að 95 prósent landsmanna telur brýnt að ríkisstjórnin leysi fjárhagsvanda heimilanna. Litlu lægra hlutfall, 91,5 prósent, telur að ríkisstjórnin eigi að sinna vanda fyrirtækja.

 Hins vegar telja aðeins 41,9 prósent svarenda æskilegt að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið um inngöngu Íslands. Hærra hlutfall landsmanna, eða 44,3 prósent, telur að ríkisstjórnin eigi að leggja litla áherslu á aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Heimssýn, samtök sjálfstæðissinna, fékk Capacent Gallup til að framkvæma könnunina. Könnunin var framkvæmd 20. - 27. maí og var netkönnun. Úrtakið var 1284 og svarhlutfall 65,3 prósent. „Við erum sannfærð um að ríkisstjórnin er á rangri braut með því að leggja fram þingsályktunartillögu um að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Önnur og brýnni verkefni krefjist forgangs. Niðurstaða könnunarinnar leiðir í ljós að meirihluti þjóðarinnar telur að litla áherslu eigi að leggja á aðildarumsókn.

Yfirgnæfandi meirihluti vill hins vegar að ríkisstjórnin einbeiti sér að málefnum heimilanna og fyrirtækja," segir Frosti Sigurjónsson, einn af talsmönnum Heimssýnar. Sjá nánar hér


Ekkert ráðaleysi takk

Það er t.d. hægt að

-Rukka útrásarvíkinganna

-útrýma bitlingum úr stjórnsýslunni

-Neita að borga skuldir óreiðumanna

-Rukka stóriðjuna um auðlindaskatt

-Efla verðmætasköpun í atvinnulífi

-Leggja niður sendiráð

-Senda Össur heim frá Möltu með hraði þar sem hann er að eyða gjaldeyri

-Fresta aðildarumsókn að ESB þar til þjóðin hefur efni á því


mbl.is Þyngri róður en áætlað var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband