Kostar ESB 700 milljarða?

Er ákafi ríkisstjórnarinnar í aðildarumsókn um ESB NÚNA slíkur að hún ætli að skrifa undir skuldabréf sem engin réttlæting er fyrir.

Ríkissjóður er ekki ábyrgur fyrir skuldum einkabanka. Þessi krafa væri löngu komin út af borðinu ef samfylkingin væri ekki á maganum frammi fyrir Brusselvaldinu.

Það er ekkert eðlilegt við að Svavar Gestsson sé eins og hlaupatík út í Bretlandi til þess að 070830-121259samþykkja allar kröfur Bretanna.

Hvers vegna er ekki látið reyna á lagaleiðina?

Eignir á móti skuldum eru alls ótryggar.

Ef valdhafarnir skrifa undir þessa vitleysu er komin skýring á því hvers vegna erlendir aðilar treysta ekki íslendingum (nb. íslenskum stjórnvöldum).


mbl.is Mótmæla Icesave samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Finnbogason

Hvers vegna er ekki látið reyna á lagaleiðina?

hvaða lagaleið? neyðarlögin sem sett voru hér lendis leysa Íslendinga ekki undan þeim alþjóðasamningum sem við höfum gengist undir.

Eitt af því er að við máttum ekki mismuna innistæðueigendum í sama banka á grundvelli þjóðernis eða staðsetningu útibúa innnan sameiginlega markaðsvæðisins. Það gerðum við hinsvegar og því ekki óeðlilegt að t.d. breskir sparifjáreigendur fari fram á sinn rétt á þeim grundvelli.

Eg minni á að þótt einhverjir hafi verið ósáttir við útrás bankanna, þá var hún gerð í skjóli þessarra reglna og með samþykki réttkjörinna fulltrúa þjóðarinnar.

Um þetta ætti ekki að vera ágreiningur

Sævar Finnbogason, 3.6.2009 kl. 14:22

2 identicon

Ég held að þið Þór Saari séuð eitthvað að misskilja þetta.  Íslensk stjórnvöld undirrituðu skuldaviðurkenningu vegna  þessara 700 milljarða skuld síðastliðið haust,  það var m.a. skilyrði fyrir IMF láninu eins og frægt var, auk þess sem ESB hefði litið á það sem uppsögn EES samningsins að okkar hálfu.

Það sem átti eftir að gera og það sem Svavar Gestson hefur verið að bralla er að semja um greiðsluskilmála og vaxtakjör á þessum 700 milljörðum. 

Ef þeir skilmálar bera þess merki að vera óaðgengilegir og vera gerðir undir pressu þá er það alvarlegt mál.  En Þór Saari gerir sig ótrúverðugan þegar hann kemur með það sem einhver ný tíðindi að við þurfum að taka ábyrgð á þessum fjármunum.

Pétur (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 14:46

3 Smámynd: Sævar Finnbogason

Hvað ertu að tala um Andri?

Þannig að Bretar ættu bara að gera út skip frá Hull inní Íslensku efnahafslögsöguna og veiða eins og þeim sýnist? svona til að fá uppí skaðan sem réttkjörin ríkistjórn, seðlabanki og fme leyfðu Icesave að valda fólki á Bretlandi?

Hvað ert þú að fara með þessu tali um réttlæti. Til þess að geta talað um réttlæti verður maður að geta sett sig í spor annarra, sé málin frá þeirra sjónarhorni og borið virðingu fyrir þeirra rétti.

Það er hinsvegar rétt hjá þér að lífið snýst ekki eingöngu um reglur og lögfræði en ef þú hugsar málið kemstu að því að lífið væri ekki eins gott gott ef ekki væru reglur og lög og fólk setti bara hnefann í borðið hvort sem það hefur rétt eða rang við.

Lög og reglur eru það sem gerir það að verkum að við erum frjáls.

Sævar Finnbogason, 3.6.2009 kl. 15:48

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sævar síðan hvenær hafa innistæðueigendur í Icesave greitt skatta á Íslandi? Hvernig getur það verið mismunun að þeir sem fjármagna ríkissjóð Íslendinga séu varðir af honum en ekki þeir sem ekki hafa tekið þátt í að fjármagna hann.

Það er einfaldlega þannig að þeir sem borga iðgjöld eru tryggðir af því tryggingafélagi sem tekur við iðgjöldunum. Aðrir njóta ekki verndar þess. Er það mismunun?

Samningarnir sem gerðir voru í haust eru nauðungarsamningar. Þeir eru því riftanlegir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.6.2009 kl. 15:52

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hvernig væri Sævar að þú reyndir að setja þig í spor þeirra sem áttu enga aðild að þessum Icesave viðskiptum en þú vilt þvinga til þess að greiða tapið. Stór hluti þeirra aðila sem fjárfestu í Icesave voru fagfjárfestar. Þeir kunnu reglurnar og vissu að mikil áhætta fylgdi þessari fjárfestingu. Þeir fengu borgað fyrir að taka þessa áhættu með háum vöxtum. Það vissu þeir.

Við hins vegar vissum ekkert um þessi viðskipti og græddum ekkert á þeim.

Við kusum ekki stjórnmálamenn til þess að taka ábyrgð á gjörðum glæpamanna.

Það er alveg á tæru Sævar að Bretar hafa ekki lögin með sér í þessu máli. Það var pólitísk ákvörðun að skrifa undir þetta. Ásókn samfylkingar í ESB réði þar öllu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.6.2009 kl. 15:57

6 identicon

Hjartanlega sammála þér Jakobína. Nú er tíminn til að setja fótinn í gólfið,snúa dæminu við og setja bankakerfið og "valdshafana" í skrúfstykkið með því að hætta einfaldlega að borga af lánum! Þetta gengur ekki lengur.

Sigurður Hjálmarsson (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 18:10

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Alþingi íslendinga verður að samþykkja þennan samning. Hann öðlast ekki gildi fyrr en Alþingi samþykkir hann. Gerist það eru það hrein og klár landráð. Munum við íslendingar láta það viðgangast?

Arinbjörn Kúld, 3.6.2009 kl. 21:38

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Svei mér þá Ari ég veit það ekki.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.6.2009 kl. 23:29

9 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Með því að tryggja allar innistæður Íslendinga, gerði ríkisstjórnin þessi neyðarlög að ólögum. Ríkissjóður ætti ekki að taka á sig meiri ábyrgð en hann er skyldugur til, meðal annars ekki gagnvart íslenskum sparifjáreigendum.

Vésteinn Valgarðsson, 4.6.2009 kl. 14:38

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Ég kem seint inní þráðinn en ég vil minna á að rökvillur Sævars eru aðalvitleysurnar sem ganga ljósum logum innan Samfylkingarinnar og greinilegt að mjög margir trúa þeim.  Þess vegna langar mig að koma með helstu staðreyndir málsins.

1.  ICEsave eru reikningar íslensks banka á breskum innlánsmarkaði.  Þess vegna laut hann stjórn breska fjármálaeftirlitsins.  En Ísland sem heimaland gaf út starfsleyfið en bretarnir gátu hvenær sem er afturkallað starfsleyfið ef þeim leist ekki á starfsreglurnar eða meðhöndlun fjármuna.  Slíkt var hins vegar íslenska fjármálaeftirlitinu óheimilt.

2. Íslensk stjórnvöld voru skyldug að stofna Tryggingasjóð innlána samkvæmt lögum og reglugerðum ESB.  Þau gerðu það og þessi sjóður er sjálfseignastofnun meða sjálfstæðan fjárhag.  Hvergi í lögum sjóðsins eða í reglugerð Evrópusambandsins var minnst á bakábyrgð íslenska ríkisins.  Hvergi.

3. Tryggingasjóðurinn mismunar ekki "á grundvelli þjóðernis eða staðsetningu útibúa innnan sameiginlega markaðsvæðisins" svo ég vitni beint í meginvillu Samfylkingarinnar.  Tryggingasjóðurinn greiðir jafnt hlutfall á Englandi eða Hollandi og hann greiðir jafnt fólki sem er með íslenskt, pólskt, enskt eða hollenskt þjóðerni svo eitthvað sé nefnt.  Íslendingar búsettir í London fá ekki sínar innistæður greiddar út umfram aðra.  Það er reynt að ljúga því að fólki en svo er ekki.  Enda er slíkt brot á jafnræðisreglu EES.

4.  Íslensk stjórnvöld voru í fullum rétti til að ábyrgjast innistæður á Íslandi eins og til dæmis írsk stjórnvöld gerðu á Írlandi.  Engin er svo heimskur að halda því fram, fyrir utan Samfylkingarfólk, að Írarnir séu líka að ábyrgjast innistæður á Bretlandi eða hér á Íslandi.  Sama gildir líka til dæmis um Frakkana þegar þeir styrkja þarlendar bílasmiðjur, Þjóðverjar krefja þá ekki um sama stuðning handa sínum smiðjum. 

5.  Allir  á Íslandi, óháð þjóðerni fá sínar innistæður greiddar út.  Líka Bretar búsettir hér á landi.  Það er ekki verið að mismuna eftir þjóðerni.  Svo einfalt er það.

Ég veit að ég er of seinn inn með þessar athugasemdir Jakobína en þú mátt hafa þær bak við eyrað þegar þú lendir næst í því að fá svona athugasemdir inn.  Eg er ekki höfundur innihaldsins, bara orðalagsins.  Vitneskjan er aðallega komin frá Stefáni Má.   Og í hann hefur enginn hjólað því málið liggur ljóst fyrir.  

Lög eru lög.  Þetta skilja allir nema stuðningsmenn Samfylkingarinnar á Íslandi en þeir vilja ólmir láta sjúka og aldraða borga ESB draum sinn.  Það hvarflar ekki að þessu liði að borga sjálft.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 4.6.2009 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband