Menning á uppboði

Þjóðmenning er fyribæri sem þróast í aldir í skjóli landamæra, samfélags sáttmála um samvinnu og þess sem landið gefur af sér. Þjóðmenning verður þó ekki til í einangrun heldur í samskiptum við aðrar þjóðir en þó í skjóli verndar sem sáttmáli samfélagsins skapar þjóðum.

Það er mikill munur á samskiptum þjóða sem ganga um menningu hverra annarra með virðingu og samskiptum sem fela í sér innrás alþjóðafyrirtækja sem arðræna, menga, misnota vinnuafl og skilja eftir sig sviðna jörð eins og nýlenduveldin hafa gert víða.

Ég býð kínverskan veitingastað velkominn. Ég bíð danskt bakarí velkomið til þess að auka úrval. Ég þygg það með þökkum að læra af öðrum þjóðum það sem þær hafa þróað í menningu sinni í hundruðir ára.

Þegar ég kem til Danmörku vil ég fá að njóta þeirra sérstöðu og menningar sem landið býður upp á því ella gæti ég allt eins setið heima. Danmörk hefur verið rómuð fyrir gott hráefni til matargerðar. Hin evrópska einangrunar/alþjóðafyrirtækjahyggja virðist nú vera að drepa niður danskan landbúnað.

geta_ekki_selt_graenmeti


Verður Ísland ruslahaugur Bretlands?

Í stað þess að leggjast yfir vandamálið sem skapaðist í kjölfar bankshrunsins og reyna að leysa það á grundvelli jafnræðis og réttlætis ákvað Brusselvaldið í samvinnu við samfylkingu að nota vandamálið til þess að þvinga Íslendinga inn í Evrópusambandið.

Þannig sé ég þetta mál.

Ferli þessa máls hefur verið óeðlilegt á öllum stigum þess og þakka ég Elvíru fyrir hennar innlegg í umræðuna um það hvað varðar lög og stefnu Evrópusambandsins.

Það er ein setning sem höfð er eftir henni sem ég vil vekja sérstaka athygli á:

Mendez lítur málið alvarlegum augum og telur að ef samningurinn nái fram að ganga muni það setja löggjöfina um innri markaðinn í uppnám, enda muni það ala á tortryggni ríkja í millum ef málalyktir fjármálahruns geti orðið þær að almenningur þurfi að borga brúsann.

Áróðurinn í fjölmiðlum og af hálfu stjórnvalda hefur verið slíkur að það er búið að slíta úr samhengi ýmsa mikilvæga þætti sem almennt er viðurkennt innan fræðaheimsins að hangi saman.

T.d.

Svik--> vantraust

Áhrif--> ábyrgð

Völd--> ábyrgð

Leynd--> trúnaðarbrestur

Sök--> refsing

Sakleysi--> engin refsing

Glannaskapur--> meira tap

Varúð--> minna tap

Samfylkingin, Hollendingar og Bretar ásamt Brusselvaldinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hefur tekist að telja íslenskum almenningi trú um að það sé eðlilegt að SAKLAUSIR taki á sig tap, ábyrgð og refsingu meðan SEKIR, þ.e. stjórnmálamenn, embættismenn og glæpamenn lifi áfram við sömu kjör og þeir hafa haft og sleppi við ábyrgð, tap og refsingu.

það er algjörlega úr tengslum við allt sem ég þekki (en ég er með meistaragráðu í viðskiptafræði M.sc) að þeir sem taka áhættu með því að eiga í viðskiptum (viðskiptavinir Icesave) tapi engu en aðilar sem vissu ekki einu sinni um þessi viðskipti (Íslendskur almenningur) og tóku enga áhættu (þeim vitanlega) skuli eiga að taka á sig tapið.

Auðvitað er hættulegt að vera með illa menntað fólk í ríkissjórn.

Þetta kallast siðrof og leiðir til hnignunar samfélagsins


mbl.isMisbýður umgjörðin um Icesave

Bretland er að springa undan sjálfu sér. Þéttbýlið er slíkt að gangstéttirnar halda varla fólki á leiðinni á vinnuna á morgnana. Ruslið flæðir um allt í London. Mengun og á sumrin ber á vatnsskorti.

Englendingum hefur ekki sést fyrir í græðgi sinni og mikil eymd hefur skapast í sumum hverfum í London. Gamalt fólk býr við vosbúð og látast alltaf fjöldi þeirra á veturna vegna fátæktar. "Fína fólkið" heldur samt gleði sinni og lítur svo á í hroka sínum að það sé meðfædd forréttindi þeirra að lifa í vellystingum og hafa vinnuhjú. Það er síðan annarra en þeirra að sjá um skítinn sem þeir skilja eftir sig.k0847036

Samfylkingin og vinstri græn hafa nú tekið upp merki sjálfstæðismanna í tilburðum þeirra að gera Ísland að ruslakistu Breta og Bandaríkjamanna.  Skýrt dæmi um það er að leyfi hefur verið gefið til þess að rækta erfðabreytt bygg með mannapróteini til lyfjaiðnaðar undir beru lofti. Forsvarsmennirnir segja að engin hætta sé á smiti í annað bygg. Ætla þeir að setja upp skilti við akranna sem segir: "umferð fugla bönnuð" eða mýs eða refir.

Á suðurnesjum hefur ríkisstjórn samfylkingingar og vinstri grænna og sjálfstæðismenn í Keflavík ákveðið að leyfa útlendingum að tæma orkuauðlindirnar ef marka má umræðu í New York Times.

k1974367Yfirleitt þegar stjórnmálamenn gera díla við útlendinga um að fá að misnota landið okkar (sem virðist vera að verða ruslahaugur alheimsins) þá gera þau díla við misyndis og glæpamenn sem er verið að rannsaka erlendis. Menn víla ekki fyrir sér að reyna að koma hverjum skítaiðnaðinum á fætur öðrum fyrir á Íslandi. Starfsemi sem önnur lönd vilja losna við.

Hver stjórnmálamaðurinn af fætur öðrum verður uppvís af því að vera í viðskiptum við erlenda fjárglæframenn.

Ég tek það fram að ofangreind færsla er ekki ritgerð með upphafi, miðju og niðurlagi heldur er ég að koma á framfæri mörgu af því sem mér misbýður. Bretar flytja óþverrann sinn til annarra landa. Þetta hefur á sér fingraför alþjóðafyrirtækja en íslensk stjórnvöld eru ekkert að gera til þess að losa þjóðina úr klónum á þessum glæpamönnum. Vinnubrögð samfylkingarinnar er að beygja sig undir vöndinn og mér misbíður það.


mbl.is Úrgangur fluttur aftur til Bretlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir þá sem skilja útlensku

Joseph Stiglitz árið 2008

Hann segir að ný-frjálshyggjan virki ekki.

Ríkisstjórnin vinnur nú í anda ný-frjálshyggjunnar eftri uppskrift Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Joseph Stiglitz finnst absúrd að bandaríkjamenn skuli ráðleggja öðrum i fjármálum.


Bloggfærslur 19. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband