Menning á uppboði

Þjóðmenning er fyribæri sem þróast í aldir í skjóli landamæra, samfélags sáttmála um samvinnu og þess sem landið gefur af sér. Þjóðmenning verður þó ekki til í einangrun heldur í samskiptum við aðrar þjóðir en þó í skjóli verndar sem sáttmáli samfélagsins skapar þjóðum.

Það er mikill munur á samskiptum þjóða sem ganga um menningu hverra annarra með virðingu og samskiptum sem fela í sér innrás alþjóðafyrirtækja sem arðræna, menga, misnota vinnuafl og skilja eftir sig sviðna jörð eins og nýlenduveldin hafa gert víða.

Ég býð kínverskan veitingastað velkominn. Ég bíð danskt bakarí velkomið til þess að auka úrval. Ég þygg það með þökkum að læra af öðrum þjóðum það sem þær hafa þróað í menningu sinni í hundruðir ára.

Þegar ég kem til Danmörku vil ég fá að njóta þeirra sérstöðu og menningar sem landið býður upp á því ella gæti ég allt eins setið heima. Danmörk hefur verið rómuð fyrir gott hráefni til matargerðar. Hin evrópska einangrunar/alþjóðafyrirtækjahyggja virðist nú vera að drepa niður danskan landbúnað.

geta_ekki_selt_graenmeti


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband