Valið stendur um að tyggja roð sem frjáls þjóð eða tyggja roð sem þjóð í nauðung

NÁIÐ VERÐUR FYLGST MEÐ því hvernig átökin,

á milli þess að lúta "stefnu" alþjóða-fjármála-samfélagsins 

og hins rísa upp í vörn um sjálfstæði þjóðarinnar, þróast á Íslandi

segir blaðamaður New York Times

New York Times skilur nefnilega að þetta tvennt fer ekki saman.

Valið stendur um tvo kosti: Hlýða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, fylgja stefnu hans og fórna sjálfstæðinu.

Hinn kostur er: Að vísa Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á brott og halda sjálfstæði þjóðarinnar.

New York Times orðar þetta svona:

this island nation is locked in a fierce debate over how to pay off its creditors without ceding too much of its vaunted independence.

The balance Iceland strikes between bowing to the policy demands of the global financial community and satisfying the desires of its increasingly resentful population of 300,000 will be closely watched...

New York Times vitnar í orð Simon Johnson sem segir ”When you impose austerity, it becomes very painful and comes at a cost,”

...eða þegar meinlætalifnaði er þvingað (upp á fólk), þá kostar það sársauka og þá kostar það fórnir...

...og herra Johnson (sem er fyrrum starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins) heldur því fram að Íslendingar (sennilega á meðan þeir voru að horfa á flatskjána sem Jón Ásgeir telur að séu rót vandans) hafi sett fjármálakerfi heimsins úr skorðum og þurfi að taka meðulin sín. Hann minnist ekkert á erlenda vogunarsjóði og áhættufjárfesta sem léku sér að íslensku efnahagskerfi og íslensku krónunni. Minnist ekkert á að þeir þurfi að taka meðulin sín.

Þessi meinlætalifnaður sem hann talar um er ekki ætlaður fjárglæframönnum, stjórnmálamönnum og embættismönnum sem voru gerendur og höfðu áhrifavald.

Nei þessi meinlætalifnaður er ætlaður íslenskri alþýðu sem tók engan þátt í leiknum og hafði engin áhrif á þennan leik.

Steingrímur segir einn af veruleikafirringarfrösum sínum við New York Times "við eigum í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn en við eigum síðasta orðið" en þá stígur landshöfðinginn Rozwadowski fram og segir Nei ríkisstjórn Íslands verður að lúta vilja okkar og vera búin að slátra velferðarkerfinu fyrir 2013.

Baráttan stendur í raun um það hvort íslenskir stjórnmálamenn lúti því að íslenskum almenningi, íslenskri þjóð og íslenskri menningu og sjálfstæði sé fórnað til þess að fjármálakerfið geti sannað vald sitt.

Það er vert að benda á eitt að lokum:

Hollendingar myndu alls ekki undir nokkrum kringumstæðum veita tryggingarsjóðum bankainnistæðna, banka í Hollandi, ríkisábyrgð. Það er í algjörri andstöðu við tilskipun ESB að gera það. Ekkert land í Evrópu veitir tryggingarsjóðum ríkisábyrgð. Það er í algjörri andstöðu við hlutverk ríkissins að veita slíka ábyrgð.

Annað: samkvæmt stjórnarskránni má ekki greiða Icesave með skatttekjum (vegna þess að lagaheimild var ekki fyrir útgjöldunum þegar atvik áttu sér stað). Hvernig ætlar ríkisstjórnin að afla tekna fyrir Icesave?

Lánasamningur á borð við Icesave er algjör vanvirða við Ríkið Ísland. Þetta er ekki milliríkjasamningur. Þetta er ekki eðlilegt samkomulag um að lágmarka skaða sem flestra.

Að gangast við þessum samningi er algjör hneisa fyrir þessa þjóð. Nái þessi ósvinna í gegn þá ætla ég að flytja úr landi og segja af mér íslenskum ríkisborgararétti því þá mun ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur.

Skammast mín fyrir að vera af sama þjóðerni og veruleikafirrtir einstaklingar sem gefa í burtu sjálfstæði þjóðarinnar án baráttu.

Gefast upp fyrir fjármálakerfinu og valdafíkn þess

Rozwadowski er með svipuna á stjórnmálamönnum og þeir rétta að honum beran bossan. Lítil reisn í því.


mbl.is Brýnt að leysa Icesave-deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

New York Times telur að Íslendingar eigi að venja sig á meinlætalifnað

NÁIÐ VERÐUR FYLGST MEÐ því hvernig átökin,

á milli þess að lúta "stefnu" alþjóða-fjármála-samfélagsins 

og hins rísa upp í vörn um sjálfstæði þjóðarinnar, þróast á Íslandi

segir blaðamaður New York Times

New York Times skilur nefnilega að þetta tvennt fer ekki saman.

Valið stendur um tvo kosti: Hlýða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, fylgja stefnu hans og fórna sjálfstæðinu.

Hinn kostur er: Að vísa Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á brott og halda sjálfstæði þjóðarinnar.

New York Times orðar þetta svona:

this island nation is locked in a fierce debate over how to pay off its creditors without ceding too much of its vaunted independence.

The balance Iceland strikes between bowing to the policy demands of the global financial community and satisfying the desires of its increasingly resentful population of 300,000 will be closely watched...

New York Times vitnar í orð Simon Johnson sem segir ”When you impose austerity, it becomes very painful and comes at a cost,”

...eða þegar meinlætalifnaði er þvingað (upp á fólk), þá kostar það sársauka og þá kostar það fórnir...

...og herra Johnson (sem er fyrrum starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins) heldur því fram að Íslendingar (sennilega á meðan þeir voru að horfa á flatskjána sem Jón Ásgeir telur að séu rót vandans) hafi sett fjármálakerfi heimsins úr skorðum og þurfi að taka meðulin sín. Hann minnist ekkert á erlenda vogunarsjóði og áhættufjárfesta sem léku sér að íslensku efnahagskerfi og íslensku krónunni. Minnist ekkert á að þeir þurfi að taka meðulin sín.

Þessi meinlætalifnaður sem hann talar um er ekki ætlaður fjárglæframönnum, stjórnmálamönnum og embættismönnum sem voru gerendur og höfðu áhrifavald.

Nei þessi meinlætalifnaður er ætlaður íslenskri alþýðu sem tók engan þátt í leiknum og hafði engin áhrif á þennan leik.

Steingrímur segir einn af veruleikafirringarfrösum sínum við New York Times "við eigum í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn en við eigum síðasta orðið" en þá stígur landshöfðinginn Rozwadowski fram og segir Nei ríkisstjórn Íslands verður að lúta vilja okkar og vera búin að slátra velferðarkerfinu fyrir 2013.

Baráttan stendur í raun um það hvort íslenskir stjórnmálamenn lúti því að íslenskum almenningi, íslenskri þjóð og íslenskri menningu og sjálfstæði sé fórnað til þess að fjármálakerfið geti sannað vald sitt.

Það er vert að benda á eitt að lokum:

Hollendingar myndu alls ekki undir nokkrum kringumstæðum veita tryggingarsjóðum bankainnistæðna, banka í Hollandi, ríkisábyrgð. Það er í algjörri andstöðu við tilskipun ESB að gera það. Ekkert land í Evrópu veitir tryggingarsjóðum ríkisábyrgð. Það er í algjörri andstöðu við hlutverk ríkissins að veita slíka ábyrgð.

Annað: samkvæmt stjórnarskránni má ekki greiða Icesave með skatttekjum (vegna þess að lagaheimild var ekki fyrir útgjöldunum þegar atvik áttu sér stað). Hvernig ætlar ríkisstjórnin að afla tekna fyrir Icesave?

Lánasamningur á borð við Icesave er algjör vanvirða við Ríkið Ísland. Þetta er ekki milliríkjasamningur. Þetta er ekki eðlilegt samkomulag um að lágmarka skaða sem flestra.

Að gangast við þessum samningi er algjör hneisa fyrir þessa þjóð. Nái þessi ósvinna í gegn þá ætla ég að flytja úr landi og segja af mér íslenskum ríkisborgararétti því þá mun ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur.

Skammast mín fyrir að vera af sama þjóðerni og veruleikafirrtir einstaklingar sem gefa í burtu sjálfstæði þjóðarinnar án baráttu.

Gefast upp fyrir fjármálakerfinu og valdafíkn þess

Rozwadowski er með svipuna á stjórnmálamönnum og þeir rétta að honum beran bossan. Lítil reisn í því.


Ein staðreynd

Bjarni Ármannsson var upphafsmaður ofursjálftöku stjórnenda bankanna.

Önnur staðreynd

Bjarna langaði til þess að eignast Hitaveitu Reykjavíkur (nema auðvitað álestrarmælanna því Finnur Ingólfsson er búinn að fá þá)


mbl.is Bjarni Ármannsson: Eðlileg fjárstýring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband