Aðildarumsókn að ESB farin að segja til sín

Auðvitað er krónan enn að hrynja.

Það er vegna þess að þessi ný-frjálshyggjuhugmyndafræði sem ríkisstjórnin, alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og seðlabankinn reka virka ekki.

Krónan verður ekki verðmætari vegna aðildarumsókn að ESB.

Krónan verður ekki verðmætari vegna aukinnar skuldsetningu þjóðarbúsins.

Raunverulegt styrking krónunnar getur aðeins komið í kjölfarið á raunverulegum efnahagsaðgerðum sem miðað að því að auka verðmætasköpun og tekjuöflun þjóðarbúsins.

Vegna þess að ríkisstjórnin virðast ekki hafa hundsvit á hugtakinu "þjóðhagslega hagkvæmt" er allt á leiðinni til fjandans

Fjármunum er sóað í tilgangslausar aðgerðir og málefni þjóðarinnar vanrækt.


mbl.is Evran aldrei dýrari á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill AGS gera lífeyrissjóðina upptæka?

Vek athygli á þessum Pistli:

Steingrímur J. Sigfússon hefur sagt að Icesave-málið sé ekki stærsta vandamálið sem Íslendingar standa frammi fyrir. En hann hefur ekki sagt hvaða annað vandamál er stærra.

Æði margt sem varðar einstaklingana beint situr fast hjá ríkisstjórninni merkt trúnaðarmál. Shocking

Heyrst hefur að eignir launamanna í lífeyrissjóðunum séu nú reiknaðar sem eignir ríkisins. Ninja

Heyrst hefur að þjóðnýta eigi lifeyrissjóðina til að borga skuldir ónafngreindra einstaklinga og ónafngreindra fyrirtækja í útlöndum. Bandit Skuldir sem eru sagðar vera skuldir íslensku þjóðarinnar.

Heyrst hefur að ein af kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé að eignir launamanna í lífeyrissjóðunum verði teknar, þ.e. stolið, og að AGS fái fjármunina til að ráðstafa þeim til alþjóðlegra stórfyrirtækja sem þeir innheimta fyrir. Frown

Alti Gíslason hvatti Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að leggja öll spilin á borðið. Það var örugglega ekki að ástæðulausu.

Jón Bjarnason hefur auk annarra upplýst að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geri sífellt nýjar kröfur á hendur þjóðinni.

Er ekki kominn tími til að Steingrímur og Jóhanna segi þjóðinni allan sannleikann, umbúðalaust og reki í smáatriðum opinberlega hvernig Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn færir sig sífellt upp á skaftið.

Ríkisstjórnin hefur ekki leyfi til að stefna lífeyri launamanna í hættu og ef hún er að dunda sér við eitthvað slíkt þá eiga eigendur lífeyrisins að fá að vita það tafarlaust! Angry

Helga Garðarsdóttir


Bloggfærslur 30. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband