2009-08-02
Fatta hagfræðingarnir ekki hagfræði?
Ég var einu sinni sparisjóðsstjóri. Einföld bankastarfsemi er ekki flókinn. Innlán, útlán og greiðsluþjónusta. Málin fara fyrst að flækjast þegar farið er að blanda fjármála/áhættufjárfestastarfsemi almennri bankastarfsemi.
Nýju bankarnir eru einfaldir bankar. Þeir yfirtóku innlánsstarfsemi og útlánastarfsemi ásamt greiðslu og gjaldeyrisviðskiptum.
Maður skildi ætla að við yfirfærslu milli gömlu og nýju bankanna skildi hafa verði reynt að stemma af innlán og útlán. (innlán eru þá skuldir bankanna og útlán eignir bankanna) en eitthvað virðist það hafa farið úr skorðum því 270 milljörðum á að bæta inn í bankanna úr ríkissjóði okkar íslendinga.
Ég hef leitast við að átta mig á hvers vegna bankarnir þurfi þessa innspýtingu og kemst helst að þeirri niðurstöðu að bankarnir hafi tekið yfir meiri skuldir (innlán almennings í bönkunum) en eignir (útlán til fyrirtækja og almennings).
Hverju er þá verið að bjarga með innspýtingu í bankanna? Jú innlánseigendum sem áttu innistæður umfram tryggingu, þ.e. 3,5 milljónir. Og hvað á síðan að gera við bankanna? Jú það á að færa þá í hendur erlendra áhættufjárfesta.
Með því að láta skattgreiðendur bæta tap þeirra sem áttu innistæður umfram tryggingu er verið að gera ríkissjóð að tryggingafyrirtæki fyrir ríka Íslendinga. Í kjölfarið hafa Bretar og Hollendingar heimtað að ríkissjóður okkar Íslendinga verði einnig gerður að tryggingafyrirtæki fyrir ríka Breta og Hollendinga.
Það stendur reyndar í stjórnarskránni að ríkisstjórninni sé ekki heimilt að fara með tekjur ríkisins af skattheimtu á þennan hátt (að liggja þurfi fyrir lagaheimild til útgjaldanna þegar atvik eigi sér stað). Það er ekkert undarlegt að þetta sé varið í stjórnarskrá þótt stjórnvöld virðist ætla að hunsa það. Það er ekki hlutverk ríkissjóð að verja eignir einstaklinga í bönkum. Ekkert ríki í Evrópu myndi veita ríkisábyrgð af þessu tagi. Það er í andstöðu við hlutverk ríkis og það er í andstöðu við tilskipanir ESB.
Ekki veit ég hvernig Jóhanna fær það út að hún geti slegið skjaldborg um heimili sem skulda bönkum sem eru í eigu erlendra áhættufjárfesta.
Nú síðan á að styrkja krónuna með því að taka erlend lán. Þessi lán munu fleyta tugum milljóna í gjaldeyri út úr efnahagskerfinu á hverjum degi (vaxtakostnaður). Hvernig styrkir það krónuna? Þetta er í hrópandi ósamræmi við grundvallarhagfræðikenningar um framboð og eftirspurn. Lánið mun auka framboð krónunnar á gjaldeyrismarkaði og því rýra gildi hennar. En það er eins og hagfræðingarnir fatti ekki hagfræði.
En meira skal til. Ríkisstjórnin vill að íslenskir skattgreiðendur gangist í ábyrgð fyrir einkabanka sem Björgólfur Thor fékk nánast gefins. Ábyrgðin er upp að 1.000 milljörðum.
Ríkishalli er 150 milljarðar og skuldir ríkissjóðs eftir nýjustu fréttum að dæma 207 milljarðar (sennilega vegna innspýtingar á peningamarkaðsreikninga).
Ótaldar eru skuldir Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja sem selja orkuna (80% hennar) með tapi til erlendrar stóriðju
Erlend stóriðja skuldar sjálf milli 200 og 300 milljarða sem móðurfyrirtæki erlendis hafa fært yfir á hana og teljast þessar skuldir til skulda þjóðarbúsins.
Og ekki er allt upp talið því mörg sveitafélög eru nú stórskuldug og eru að reyna að redda sér fyrir horn með því að selja auðlindir eða leigja þær allt til hundrað ára.
Er þetta þjóðarbúið sem við viljum skila til afkomenda okkar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)
2009-08-02
Er sýslumaðurinn spilltur?
Er sýslumaðurinn handrukkari fjármálakerfis sem hann síðan ver? Hér áður var það þannig að sýslumaðurinn fékk 1% af eignum sem fóru á uppboð, vanskilum, vöxtum, verðbótum, innheimtukostnaði og lögfræðikostnaði beint í eigin vasa. Það má því segja að sýslumaður hafi verið afæta á þeim sem komust í þrot. Veit ekki hvort þessi lög eru í gildi núna.
Þessi virðist hafa komið afleggjurum sínum að í fjármálakerfinu. Ekki amaleg að sitja hringinn í kring um borðið.
Getuleysi ríkisstjórnarinnar við að takast á við það ófremdarástand sem sjálfstæðisflokkur og samfylking ásamt framsókn hafa skapað hér er grátbroslegt.
Glæpamenn og sjálftökufólk í bönkunum valsar um og ver ósómann. Skilanefndir sem skipaðar voru af sjálfstæðisflokki eru enn að störfum. Friðrik Sophusson er enn að störfum (á meðan Össur bíður eftir Ingibjörgu Sólrúnu) þótt Friðrik sé búinn að setja Landsvirkjun á hausinn.
Stjórnarfar á Íslandi markast enn af fasisma. Byggðar hafa verið varnir um glæpamenn í stjórnsýslunni. Klíkuskapur ræður vali í embætti og fjöldi þeirra sem innlimaðir eru inn í vé hins fasistíka stjórnarfars sitja heima en skattgreiðendur halda þeim þar uppi á ofurlaunum (dæmi: Davíð og Jónas)
Meðan meðlimir fjórflokksins lifa af góðum launum og lítið virðist hrjá þá annað en einstaka heilabilum er almenningur og fyrirtæki mergsoginn með verðtryggingu og okurvöxtum. Verðtryggingin og okurvextirnir ásamt hinni frægu innspýtingu ríkisins (fjármögnuð af skattpíndum) fer í að byggja upp innistæður þeirra sem áttu meira en 3.5 milljónir á innlánsreikningum. Síðan á að afhenda bankanna erlendum áhættufjárfestum.
Til þess að kóróna andskotann ætlar ríkisstjórnin að taka hundruð ef ekki þúsundir milljarða að láni í loftbólugjaldeyri sem á að liggja á banka í Bandaríkjunum en skattpíndir Íslendingar þurfa að greiða tugi milljóna í gjaldeyri á hverjum degi til þess að kosta þessa heimsku.
Svo ég snúi mér nú aftur af efninu. Sýslumaðurinn virðist ekki vilja að fjölmiðlar veki athygli á ríkjandi fasisma á Íslandi. En það sem einkennir fasismann eru skyldleikatengsl í viðskiptalífi og stjórnmála og embættismannakerfi sem síðan eiga fjölmiðlanna sem mega eingöngu flytja áróður þeim þóknanlegan.
Bendi á ágætan pistil hér um heimskuáróður samfylkingarinnar
Þetta komment kom á bloggið:
![]() |
Netverjar æfir yfir lögbanni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Áður en ég fer að sofa ætla ég að deila með ykkur hugrenningum mínum um vitfirringuna í stjórnarráðinu.
Efnislega eru skilaboðin frá Hrannari Birni Arnarsyni aðstoðarmanns Jóhönnu Sigurðar Forsætisráðherra til Evu Joly: Haltu þig við það, sem þú hefur vit á, segir á Vísi.is
Það væri nú gott að vita hversu oft Hrannar B Arnarson tjáir sig um málefni sem hann hefur ekki haft hundsvit á.
Vissulega hefur Eva Joly komið róti á í herbúðum þeirra sem vilja gera íslensku þjóðina að fátækustu þjóð í heimi.
Herbúðum þeirra sem ekki lagt saman, ekki 2 og 2 í þessu tilfelli heldur:
Gríðarlega rýrnun skatttekna + Gríðarleg útgjöld vegna bankahruns (útgjöld sem ríkisstjórnin ætlar að fjármagna með erlendum skuldum til þess að geta sleppt innistæðueigendum sem voru búin að selja (innherjasölu) bréf í bönkunum) + Icesave + lán frá AGS + lán frá norðurlöndunum + lán frá Rússum (skilyrt) + lán frá Póllandi = afsal fullveldis, afsal auðlinda og réttinda.
Ég hef reyndar ekki heyrt fara margar sögur af menntun Hrannars, heyrt að hann sé með einhver pungapróf héðan og þaðan sem inngönguskilyrði hafa ekki verið ekki mikilvæg. Heyrt meira um fyrirtækjarekstur hans sem var ekki til fyrirmyndar
Það er ekki að furða að samfylkingin hagi sér undarlega þegar ráðgjafarnir eru slíkir. Sér Hrannar Björn ekkert athugavert að ráðast á virtan einstakling sem hefur sjálfsagt 5 sinnum þá menntun sem hann hefur sjálfur auk þess mannkosti sem hann gæti aldrei látið sér dreyma um.
Nei þeir sem ekki hafa verið blessaðir með hæfileikum, heiðarleika og mannlegri reisn á borð við Evu Joly ættu að hafa vit á því að þegja um hennar velgjörðir við þjóðina.
Eva Joly er nefnilega heiðarleg og stendur með þjóðinni. Hrannar Björn vinnur að sérhagsmunum sem muna á endanum leiða yfir þjóðina meiri hörmungar en við getum séð fyrir, jafnvel þau okkar framsýnustu.
Hér er mynd af útskrifarnemendum 2007 til 2009. Vantar Hrannar á myndina? Kem ekki auga á hann.
Orðrétt segir aðstoðarmaður forsætisráðherra í færslu sinni á Facebook: Dettur Evu í hug að þessi grein auki traust á Íslandi erlendis ? Veit hún ekki að megnið af erlendu lánunum (eiginlega allt nema Icesave) er til að styrkja gjaldeyrisforðann og þar myndast eign á móti ? Held hún ætti að halda sig við ráðgjöf við sérstaka saksóknarann og láta aðra um efnahagsmálin.
Enn bera færslur aðstoðarmanns forsætisráðherra þess merki að hann kann ekki að reikna.
Ofurlánin frá Norðurlöndunum og AGS eiga jú víst að styrkja gjaldeyrisvaraforðann en hann verður geymdur á lágum vöxtum í Bandaríkjunum. Kosta íslenska skattgreiðendur tugi milljóna á dag, já á hvern dag og það í erlendum gjaldeyri.
Síðan kemur að því að Íslendingar neyðast til þess að ganga á þennan gjaldeyrisvaraforða þegar viðskiptajöfnuður dugir ekki fyrir Icesave.
Þeir sem vilja taka á sig þessar skuldbindingar eru einstaklingar sem skortir framtíðarsýn. Geta ekki séð fyrir sér hörmungarnar sem þeir eru að panta. Það er sorglegt að fá svo skitinn áróður og árásir á Evu Joly úr stjórnarráðinu sem algjörlega hefur brugðist þjóðinni í PR málum. Enda eru PR menn þeirra klíkuvinir sem kunna lítið fyrir sér og eru ekki starfi sínu vaxnir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (61)
Sýslumaðurinn í Reykjavík var skipaður af Birni Bjarnasyni sem ríkislögreglustjóri í Baugsmálinu vegna meints vanhæfis Haraldar Joh. Sjá hér.
Virðist vera einn af þeim innmúruðu? Allavega hleypur hann eftir tilskipunum spillingarklíkunnar og það utan skrifstofutíma.
Þessa athugasemd er að finna á blogginu hjá Agli:
Rúnar Guðjónsson er sýslumaður Reykjavíkur og tók fram hlaupaskóna til að stoppa frétt RÚV.
Sonur sýslumannsins Rúnar Guðjónssonar
er framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækja SSF
http://www.sff.is/sff/starfsfolk/og yfirmaður hans í stjórn SFF er sjálfur Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Nýja Kaupþings.
Hinn sonurinn Sonur Rúnars er Frosti Reyr Rúnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Kaupþings og einn af kúlulánþegum Kaupþings
Rúnar Guðjónsson var sýslumaður í Borgarnesi og rótarýfélagi Ólafs, föður Ólafs Ólafssonar.
Þetta er Ísland í dag......
Bloggfærslan er hér.