Hrannar Björn Arnars talar niður til Evu Joly

Áður en ég fer að sofa ætla ég að deila með ykkur hugrenningum mínum um vitfirringuna í stjórnarráðinu.

Efnislega eru skilaboðin frá Hrannari Birni Arnarsyni aðstoðarmanns Jóhönnu Sigurðar Forsætisráðherra til Evu Joly: eva-joly2.jpg‘Haltu þig við það, sem þú hefur vit á’, segir á Vísi.is

Það væri nú gott að vita hversu oft Hrannar B Arnarson tjáir sig um málefni sem hann hefur ekki haft hundsvit á.

Vissulega hefur Eva Joly komið róti á í herbúðum þeirra sem vilja gera íslensku þjóðina að fátækustu þjóð í heimi.

Herbúðum þeirra sem ekki lagt saman, ekki 2 og 2 í þessu tilfelli heldur:

Gríðarlega rýrnun skatttekna + Gríðarleg útgjöld vegna bankahruns (útgjöld sem ríkisstjórnin ætlar að fjármagna með erlendum skuldum til þess að geta sleppt innistæðueigendum sem voru búin að selja (innherjasölu) bréf í bönkunum) + Icesave + lán frá AGS + lán frá norðurlöndunum + lán frá Rússum (skilyrt) + lán frá Póllandi = afsal fullveldis, afsal auðlinda og réttinda.

Ég hef reyndar ekki heyrt fara margar sögur af menntun Hrannars, heyrt að hann sé með einhver pungapróf héðan og þaðan sem inngönguskilyrði hafa ekki verið ekki mikilvæg. Heyrt meira um fyrirtækjarekstur hans sem var ekki til fyrirmyndar

Það er ekki að furða að samfylkingin hagi sér undarlega þegar ráðgjafarnir eru slíkir. Sér Hrannar Björn ekkert athugavert að ráðast á virtan einstakling sem hefur sjálfsagt 5 sinnum þá menntun sem hann hefur sjálfur auk þess mannkosti sem hann gæti aldrei látið sér dreyma um.

Nei þeir sem ekki hafa verið blessaðir með hæfileikum, heiðarleika og mannlegri reisn á borð við Evu Joly ættu að hafa vit á því að þegja um hennar velgjörðir við þjóðina.

Eva Joly er nefnilega heiðarleg og stendur með þjóðinni. Hrannar Björn vinnur að sérhagsmunum sem muna á endanum leiða yfir þjóðina meiri hörmungar en við getum séð fyrir, jafnvel þau okkar framsýnustu.

Hér er mynd af útskrifarnemendum 2007 til 2009. Vantar Hrannar á myndina? Kem ekki auga á hann.utskriftarhopur_2009a

Orðrétt segir aðstoðarmaður forsætisráðherra í færslu sinni á Facebook: ‘Dettur Evu í hug að þessi grein auki traust á Íslandi erlendis ? Veit hún ekki að megnið af erlendu lánunum (eiginlega allt nema Icesave) er til að styrkja gjaldeyrisforðann og þar myndast eign á móti ? Held hún ætti að halda sig við ráðgjöf við sérstaka saksóknarann og láta aðra um efnahagsmálin.’

Enn bera færslur aðstoðarmanns forsætisráðherra þess merki að hann kann ekki að reikna.

Ofurlánin frá Norðurlöndunum og AGS eiga jú víst að styrkja gjaldeyrisvaraforðann en hann verður geymdur á lágum vöxtum í Bandaríkjunum. Kosta íslenska skattgreiðendur tugi milljóna á dag, já á hvern dag og það í erlendum gjaldeyri.

Síðan kemur að því að Íslendingar neyðast til þess að ganga á þennan gjaldeyrisvaraforða þegar viðskiptajöfnuður dugir ekki fyrir Icesave.

Þeir sem vilja taka á sig þessar skuldbindingar eru einstaklingar sem skortir framtíðarsýn. Geta ekki séð fyrir sér hörmungarnar sem þeir eru að panta. Það er sorglegt að fá svo skitinn áróður og árásir á Evu Joly úr stjórnarráðinu sem algjörlega hefur brugðist þjóðinni í PR málum. Enda eru PR menn þeirra klíkuvinir sem kunna lítið fyrir sér og eru ekki starfi sínu vaxnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjórflokkurinn er að verða rosalega hræddur því nú fer það að byrja á fullu að ef þú bendir á mig þá bendi ég á þig.

Sendi hérna eina af síðustu greinum mínum fyrirr bankahrun. Ég var talin vera svartsýnisrausari hjá allt of mörgum þegar ég lét pennann geysa.

Landsframleiðsla er hvergi minni en á Suðurnesjum

Grein sem birtist eftir undirritaðan í Víkurfréttum 23. mars 2007


Landsframleiðsla er hvergi minni en á Suðurnesjum. Þar hangir efnahagurinn á nýbyggingum til að búa til veð fyrir veltunni til að dekka raunverulegt ástand sem er miklu verra undir niðri en menn þora að tala um. Það eru 1820 íbúðir í byggingu bara í Reykjanesbæ og leiguliðar í útgerð  eru hvergi fleiri á landinu en á Suðurnesjum sem gefa ekkert í aðra hönd jákvætt fyrir þetta svæði.

Eina leiðin sem ég sé í dag til að ég geti snúið frá sannfæringu minni að við Suðurnesjamenn verðum  að fá álver í Helguvík vegna yfirvofandi neyðar er sóknardagakerfi strax fyrir smábáta og minni dagróðrabáta. Tryggt verði í löggjöf á hinu háa Alþingi Íslendinga að sóknardagakerfi yrði svæðisskipt eftir landshlutum þar sem hver útgerðaraðili yrðu settar skorður allt að 12 sjómílur út  með dagatakmörkunum og veiðafærastýringu. Stærri skip frystitogarar, nótaveiði-og flottrollflotinn gæti verið áfram í framseljanlegu lokuðu kerfi, sín á milli sem sáttarleið í þessu langvinna þrætumáli í þjóðfélaginu.

Þetta er eina leiðin að mínu mati til að hægt sé að ná raunverulegri sátt við LÍÚ, sem vill halda í kvótakerfið með öllum tiltækum ráðum, að það verði gerður sáttmáli um tvö ólík kerfi til framtíðar annað fyrir utan, allt frá 6 sjómílum, og hitt fyrir innan, allt að 12 sjómílum. Eitt er víst að málefni Suðurnesja þola enga bið. Það eru komnar svo margar viljayfirlýsingar svona rétt fyrir sveitar-og alþingiskosningar síðasta áratuginn, núna síðast um háskólaþorp á Keflavíkurflugvelli að fólk gerir bara grín að þessu sín á milli í dag!

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

Það sem fór mikið í taugarnar á mér eftir bankahrunið var umræðan í þjóðfélaginu að engin vissi að þetta mundi gerast. Eitt er víst að ég var aldrei í vafa.

B.N. (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 02:10

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir ábendinguna, Jakobína.

Ég setti athugasemd inn á umræðuslóðina á eftir þessari Eyju-frétt og hef nú eytt út Hrannari Birni sem bloggvini mínum. Lái mér það hver sem vill.

Jón Valur Jensson, 2.8.2009 kl. 02:44

3 identicon

Og flugfreyjan Jóhanna og jarðfræðingurinn Steingrímur eru þvílíkir snillingar á sviði efnahagsmála að við eigum að lúta í duftið? Eða þegar fjármálasnillingurinn Hrannar B. Arnarsson tekur til máls, sem stóð að áskriftarsvikamyllu með félaga sínum Helga Hjörvar?

Held ég taki þá frekar mark á Evu Joly...

Sigurður (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 03:25

4 identicon

Eva réttir Samfylkingunni spegil. Þegar hún sér sitt rétta andlit sitt fyllist hún bræði og ræðst gegn henni.

Á sama hátt og Eva hefur áunnið sér virðingu og traust almennings upp á gamla mátann, hefur Samfylkinginn og Vinstri Græn glatað því með stjórnunaraðferðum gamla fjórflokksins.

Þetta vesalings fólk er svo spillt að því er ekki viðbjargandi. Það eina sem getur bjargað okkur frá því aftur á móti er stjórnlagaþing.

Stjórnlagaþing sem ekki nýtur stuðnings fjórflokksins, er ekki ráðgefandi, og allir sem hafa áhuga og vilja geta tekið þátt í að semja fyrstu stjórnarskrá Íslendinga.

Ég undanskil þó langflesta flokksdindla fjórflokksins og fulltrúa sérhagsmunahópa.

Toni (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 04:17

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jakobína,

Takk fyrir færsluna.  Þetta útspil Hrannars er óttalega kjánalegt og vanhugsað.  Málefnaleg gagnrýni er af hinu góða en þeir sem búa í glerhúsum eiga ekki að kasta steinum.

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.8.2009 kl. 07:06

6 Smámynd: Jón Lárusson

Það segir margt um Jóhönnu, að hún skuli velja Hrannar sem aðstoðarmann og "ráðgjafa". Varðandi gagnrýnina á menntun Evu, þá er það nú bara þannig að það eru hagfræðingar og lögfræðingar sem eiga stóra sök á því hvernig öllu er fyrirkomið nú í dag. Hagfræðikenningarnar sem ganga út á að bankar eigi að sjá um að skaffa okkur pening með því að skuldsetja einstaklinga og ríki eru rót vandans. Svo hafa lögfræðingarnir komið og búið til gloppurnar og flækjurnar svo þeir sem standa að þessu sleppa við ábyrgðina og áhættuna. En það er jú þessi marg umtalað áhætta sem er réttlætingin fyrir ofurgróða.

Það eru til lausnir og þær virðast flestar koma frá fólki sem ekki hefur sérstaka menntun á þessu sviði, heldur hefur bara til að bera almenna heilbrigða skynsemi og lætur ekki stjórnast af sérhagsmunum og svoleiðis poti. Stjórnmálamenn og "ráðgjafar" þeirra eiga að líta til þessara einstaklinga því þá mun þeim farnast betur.

Við þurfum ekki að lúta í duftið, heldur eigum við sem þjóð að standa sperrt í baki og stolt. Við sem þjóð höfum ekkert gert af okkur og eigum ekki að líta á okkur sem skúrka. Það voru vissulega einstaklingar sem notfærðu sér lélegt kerfi, sem við fengum uppskriftina að frá Brussel, en almenningur hefur ekkert gert. Við þurfum að vinna okkur út úr þessu og það gerum við best sjálf á okkar eigin forsendum.

Jón Lárusson, 2.8.2009 kl. 09:42

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jón þú veist að Eva er lögfræðingur. Og hennar sérsvið er fjármálamisferli. Bara af því þú segir:

Varðandi gagnrýnina á menntun Evu, þá er það nú bara þannig að það eru hagfræðingar og lögfræðingar sem eiga stóra sök á því hvernig öllu er fyrirkomið nú í dag.

Manni finnst nú verið að gera full mikið úr því sem Hrannar segir á Facebook. Þetta eru persónuleg comment og menn mega nú enn hafa sína skoðun á Íslandi.

En það er rétt hjá Hrannari að mikið af lánum t.d. frá AGS og Norðulöndum eiga að verða eins konar "Gullfótur" fyrir krónuna næstu ár og greiðast svo til baka án þess að það sé notað. Og eins gefur Eva í skin að okkur sé gert að greiða allar innistæður upp að 50 til 100 þúsund evrum.

Ekki það að ég mundi sjálfssagt ýkja líka í grein þar sem ég væri að vekja athygli á framkomu annarra við okkur. En það má nú gagnrýna fólk líka.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.8.2009 kl. 10:23

8 Smámynd: Jón Lárusson

Kæri Magnús, ég er meðvitaður um menntun Evu, en hún hefur reyndar nýtt sér hana á þann hátt að verja samfélagið en ekki glæpamenn. Nokkuð sem er virðingarvert. Þó svo ég setji fram þessa gagnrýni á hagfræðinga og lögfræðinga, þá er ég ekki að segja að þar innan um sé ekki að finna fólk með viti. Það sem ég er að segja með þessari færslu, er að við höfum látið mata okkur um of af kenningum sem eru bara ekki að ganga upp og það þarf að losa um það og henda inn í þetta slatta af heilbrigðri skynsemi. Heilbrigð skynsemi er hins vegar ekki fengin með prófi.

Varðandi þetta með gjaldeyrisforðann, þá er það bara bull að við þurfum að taka þessi lán til að byggja hann upp. Það á að byggja upp gjaldeyrisforða með því að flytja út meira af verðmætum en flutt eru inn. Að taka lán á til þess eins að leggja inn á reikning á lægri vöxtum og gera ekkert með það gengur bara aldrei upp og á endanum hverfur peningurinn í vaxtagreiðslur. Prófaðu bara að taka 1.000.000 krónur í yfirdrátt og láttu peninginn bara standa inn á reikningi. Hvað heldur þú að þú endist lengi með þetta í "lagi". Þessi gjaldeyrisvaraforði okkar er bara allt of dýr. Við eigum að losa okkur við hann sem fyrst. Lán á ekki að taka nema til að fjármagna eitthvað sem gefur meiri arð en kostnaðinn við lánið. Það á ekki við í sambandi við gjaldeyrisvaraforðann.

Peningur getur aldrei að mínu viti verið trygging fyrir annan pening. Að reyna að gera eitthvað að raunverulegum verðmætum, með því að tryggja það með huglægum verðmætum er bara ekki að ganga upp.

Varðandi commentið hans Hrannars á Facebook, þá er það rétt að menn hafa frelsi til að hafa sína skoðun á Íslandi. En þeir hafa líka frelsi til að velja sér starfsvettvang og það frelsi nýtti Hrannar sér. Hins vegar er það þannig að sumt val hefur í för með sér ákveðna skerðingu, eins og tilfelli Hrannars, þar sem hans staða er slík að hann getur ekki látið hvað sem er út úr sér. Hans orðum fylgir ákveðið vægi og hann verður að virða það. Hann er aðstoðarmaður og ráðgjafi forsætisráðherra og hans orð verða alltaf skilin í því samhengi. Ef hann vill nýta sér frelsið til að geta sagt hvað sem er hvenær sem er, þá þarf hann fyrst að nýta sér frelsið til að segja upp starfinu sínu.

Jón Lárusson, 2.8.2009 kl. 11:00

9 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvaða heilvita maður notar fésbók?  Hefur þetta fólk ekkert þarflegra að gera????

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.8.2009 kl. 11:02

10 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Jakobína flottur pistill! og góðar viðbætur frá Jóni Lárussyni! Sérstaklega sú seinni. Þar segir hann eiginlega allt sem ég vildi segja. Ég vildi þó undirstrika heimskuna sem Hrannar Björn gerir sig sekan um með orðum sínum. Hann bendir Evu Joly á þrennt: a) að hún hafi ekki vit á efnahagsmálum b) að hún skaði orðspor Íslands og c) að hún ætti að halda sig við það sem hún hefur vit á.

Ef Hrannar Björn kynni að láta skynsemina ráða þá hefði hann áttað sig á að til að vera sérfræðingur í efnahagsafbrotum þarf maður að vita heilmikið um efnahagsmál. Það gerir Eva Joly en það er greinilegt að Hranna Björn myndi tæplega ráða við að reka hallalaust heimilisbókhald miðað við villurnar í hugmyndafræði hans um efnahagsmál (Jakobína og Jón Lárusson hafa sýnt fram á það í skrifum sínum hér að ofan).

Svo ætti Hrannar Björn að átta sig á að það er ekki Eva Joly sem hefur skaðað orðspor Íslands. Það gerðu þeir sem settu landið á hausinn og þáverandi og núverandi stjórnvöld. Hrannar Björn tilheyrir nefnilega sjálfur þeim hópi sem eru að vinna að því að ganga endanlega frá orðspori lands og þjóðar. Okkar helsta von um að endurheimta sjálfsvirðinguna er Eva Joly!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.8.2009 kl. 12:13

11 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Góð færsla Jakobína, ég las færslu Hrannars í nótt. Ég er enn að velta því fyrir mér hvernig svona dómgreindarlaus náungi getur verið aðstoðarmaður valdamesta manns Íslands.

Gunnar Skúli Ármannsson, 2.8.2009 kl. 12:43

12 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Gleymdi einu,

Jóhanna hlýtur að sparka honum, varla getur hún varið þessa vitleysu.

Gunnar Skúli Ármannsson, 2.8.2009 kl. 12:44

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Varðandi gagnrýnina á menntun Evu, þá er það nú bara þannig að það eru hagfræðingar og lögfræðingar sem eiga stóra sök á því hvernig öllu er fyrirkomið nú í dag.

Íslendingar N.B.

Frakkar gera skýra kröfu til þeirra sem ætla að komist vil valda sér í lagi inna Franska ríkisins. Það er tíu pc. sem koma úr háskólanámi. Þar allir franskir kennarar eru alltaf að hrekja nemendur úr námi frá 5 ára aldri þá tryggir það að þeir sem fá réttin eru allir yfir Meðalgreind.

Hrannar getur ekki greint þá greindari. Frekar en aðrar Evró skammir.    Frakkar bentu á að eigendur bankanna væru oftast ábyrgir, þá fjármáleftirlit því múta, þá ráðherra sem geta bannað innflutning á kartöflum sem bitnar á lausfé kartöflubanka. Seðlabanki getur haldið útlánsvöxtum og lengi niðri og þá bitnar það fyrst á litlum bönkum.

Hver var tossa söngurinn þá. Þjóðin á áð borga Davíð úr Seðlabankanum. Hverja var verið vernda og tilhvers?   

EVE Joly er yfir meðalgreind. Engin skussi.

Júlíus Björnsson, 2.8.2009 kl. 12:48

14 Smámynd: Rafn Gíslason

Þetta er góð grein Jakobína, ég held að Hrannar ætti að halda sig hljóðan þar fer engin snillingur á fjármálum og lít til þess falin að dæma Evu Joly. Reyndar vekur það furðu mína að Jóhanna velji sér þennan mann sem aðstoðarmann, það eru kannski ekki gerðar miklar kröfur um hæfni manna á þeim bænum heldur að menn séu tryggir og gelti þegar þeim er sigað.

Rafn Gíslason, 2.8.2009 kl. 13:40

15 identicon

Ágæti bloggari

Þú ættir að fara varlega í að dæma aðra og úthrópa þá ef þú vilt láta taka þig alvarlega í menntasamfélaginu.  Hrannar hefur ýmis próf það nýjasta er MBA próf frá þeim háskóla sem þú stundar nám. Þar eru þónokkuð ströng inntökuskilyrði.

Þó þú sért ekki sammála manninum um þessa einu línu sem hann skrifaði á facebook síðuna sína i nótt þá þarf ekki að upphrópa hann kjána og glæpamann. Takk fyrir og gangi þér vel að reikna í þínu námi

Heiða Björg (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 13:41

16 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Heiða Björg MBA gráður eru á máli þeirra sem hafa aflað sér mastersgráðu í viðskipafræði á fimm til sex árum pungapróf í viðskiptafræði.

MBA gráður eru eins til tveggja ára nám og inngönguskilyrðin eru ekki ströng en fólk þarfa að punga út háum fjárhæðum til þess að fara í svona nám. Er ekki ágætt að kalla svoleiðis nám pungapróf.

Annars finnst mér menntunarskortur ekki vera alvarlegast vandamálið í stjórnarráðinu hedur dómgreindarleysi og hæfileikaskortur ásamt því að þetta fólk hefur ofmat á sjálfu sér og lítinn áhuga á almennri velferð í samfélaginu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.8.2009 kl. 13:52

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skemmtilegt svar frá þér, Jakobína, og þungavigtarklausa í lokin!

Svo á Rakel þarna rökhelt innlegg með skýrum ályktunum.

Jón Valur Jensson, 2.8.2009 kl. 14:05

18 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jakobína,

Sammála, menntun og skynsemi fara ekki alltaf saman og svo má ekki blanda saman menntun og reynslu.

Það er oft gert grín að Jóhönnu fyrir að hafi verið flugfreyja en hún hefur mikla reynslu.  Hún hefur unnið hjá hinu opinber og í einkageiranum.  Davíð vann víst alla tíð hjá hinu opinbera nema að mig minnir smátíma sem sendill í einhverri sjoppu vestur í bæ. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.8.2009 kl. 14:13

19 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Orðrétt segir aðstoðarmaður forsætisráðherra í færslu sinni á Facebook: ‘Dettur Evu í hug að þessi grein auki traust á Íslandi erlendis ?"

Akkúrat, hugsunin sem uppi var, áður en bankarnir hrundu. þá mátti aldrei heldur benda á neitt neikvætt, því þá voru menn ábyrgðalausir eða vinna gegn hagsmunum þjóðarinnar.

Það virðist, að Samfylkingin, sé alveg pikkföst í hugarfarinu sem ríkti fram að hruninu.

"Veit hún ekki að megnið af erlendu lánunum (eiginlega allt nema Icesave) er til að styrkja gjaldeyrisforðann og þar myndast eign á móti ? Held hún ætti að halda sig við ráðgjöf við sérstaka saksóknarann og láta aðra um efnahagsmálin.’"

Þetta er mjög furðuleg hugsun, að gjaldeyrisforði tekinn að láni, geti allt í einu orðið að eign, á móti skuldum.

Ég skil ekki alveg, þessa hókus pókus hagfræði.

Held mig, við þá klassísku, þ.s. skuldir eru skuldir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.8.2009 kl. 14:24

20 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Góð færsla Jakobína, ég las færslu Hrannars í nótt. Ég er enn að velta því fyrir mér hvernig svona dómgreindarlaus náungi getur verið aðstoðarmaður valdamesta manns Íslands.Gunnar Skúli Ármannsson, 2.8.2009 kl. 12:43 "

En, segir ekki einmitt,hverjir það eru sem þú velur til fylgilags við þig, eitthvað um þig?

Jóhanna valdi hann, sem ætti að gefa einhverja vísbendingu um hennar dómgreind.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.8.2009 kl. 14:28

21 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég á ekki von á því Gunnar Skúli að Jóhanna hafi dómgreind til þess að sparka Hrannari. Ef hún gerir það þá kemur örugglega einhver álíka í staðinn. Jóhanna hefur nefnilega engan skilning á því hvaða mannkostum menn þurfa að vera búinir til að leyst verkefni.

Og klíkustengsli koma til með að ráða áfram á þeim bæ.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.8.2009 kl. 14:34

22 identicon

Frábær færsla hjá þér, mér blöskraði framkoma aðstoðarmanns ráðherra og það skiptir engu þó þetta sé hans persónulega skoðun, það bætir ekki úr neinu hvað þetta varðar.

(IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 16:24

23 Smámynd: Júlíus Björnsson

Almenningur í Frakklandi segir okkur EU og evru snobbara. Hverjir hafa eyðilegt orðspor þjóðarinnar? Heldur SAmFo að EU liðið sé einhverjir hálfvitar? Taka upp hanskann fyrir almenning. Hverjir hafa verið bestu varnaraðilar alþjóðlegu svikahrappanna hér á landi. Það vita það allir á meginlandinu. 

Júlíus Björnsson, 2.8.2009 kl. 16:32

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sennilega ertu, minn ágæti Júlíus, að vísa til ummæla vegna greinar Evu Joly í Le Monde í gær (L'Islande ou les faux semblants de la régulation de l'après-crise), á umræðuvef þar á eftir. En í reynd eru Íslendingar ALLS EKKERT að snobba fyrir Evrópubandalaginu – nú í maí hafði þeim Íslendingum, sem treysta Evrópubandalaginu, fækkað úr 25% frá fyrra ári niður í 20% (sjá HÉR). Það er hins vegar eymdarforystan í Samfylkingunni, sem snobbar fyrir þessu bandalagi, jafnvel þótt einungis 21% flokksmanna þeirra hafi í sérstakri póstkosningu um árið gefið forystunni samþykki sitt fyrir umboði til EB-umsóknar, eins og ég gat um í grein minni Málið mesta: sjálfstæði þjóðar í Mbl. 9. maí 2003. Þá kom það í ljós í skoðanakönnunum Fréttablaðsins og Stöðvar 2 fyrir kosningarnar í vor, að Evrópubandalagið er alls ekki meðal helztu áhugamála kjósenda. Jafnvel í Reykjavík norður, þar sem Samfylkingin fekk 32,9% fylgi (3,1% yfir landsmeðaltali sínu), var áberandi áhugaleysi kjósenda á Evrópubandalaginu í viðhorfskönnun, sem gerð var samhliða skoðanakönnun um fylgi flokkanna og birt í Fréttablaðinu. Niðurstaðan er raunar í takt við aðrar slíkar úr öðrum kjördæmum, sem birtust í blaðinu dagana fyrir kosningarnar. Svarendur gáfu þar málefnum einkunn í "mikilvægisröð", og hvar koma Evrópumálin fram á þeim lista? Jú, í 6. sæti, en röðin er þannig: 1) efnahagsmál, 2) velferðarmál, 3) menntamál, 4) skattamál, 5) fiskveiðimál, 6) Evrópumál, 7) samgöngumál. (Nánar HÉR.)

En svo sitjum við uppi með utanríkisráðherra, sem í boði svikullar VG-forystu snobbast nú út um allar jarðir, sleikjandi upp þetta Evrópubandalag og pótentáta þess, falbjóðandi hér aðstöðu handa því bandalagi á norðurslóðunum og annað sem við höfum að "bjóða".

Þau pössuðu sig samt á því, þetta svikula lið, að gefa þjóðinni ekki færi á því að segja álit sitt á hinni ólöglegu þingsályktunartillögu um innlimunarumsókn, sem þeim tókst í krafti hótana og yfirgangs að knýja fram í Alþingi. Þau bundu jafnvel þannig um hnútana, að sú þjóðaratkvæðagreiðsla, sem eigi þó að lokum að verða um frágenginn "aðildarsamning", verði í raun ekki bindandi – svo hrædd eru þau við álit þjóðarinnar!

Talandi um, að "Íslendingar" snobbi fyrir Evrópubandalaginu ... !!!

Jón Valur Jensson, 2.8.2009 kl. 18:35

25 Smámynd: Júlíus Björnsson

JV Hver hefur verið rödd og andlit Íslands síðustu ár?

Er Hrannar til trausts og halds vegna hann hefur svo mikla reynslu af því flytja inn Búlgarskar sígarettur?  Haltur leið blindan? Það eru til einstaklingar sem geta haldið Balance og Það kemur námsdvöl ekkert við.  Upp úr 1980 var það nær eindóma álit Prófessora nemendamætingartengdum launum að  ekki væri hægt að hægt að fella nemendur  sem borguðu lán með hámarksávöxtun plús nafnvexti.

Spurningar sem byggja á ályktunarhæfni þykkja líka of erfiðar miðað við undirbúninginn. Þetta eru facts. Nýju föt keisarans. Hrannar vekur ekki lánstraust hjá Alþjóðasamfélaginu vegna afreka sinna. Verkið lofar meistarann.  Það eru enn sendiráð á Íslandi sem uppfylla skyldur sínar en blanda þeim ekki inn í einkalífið eins og í Bananaveldinu Íslandi.   

Ef við tökum lán þá lækka tekjur hér og verða ekki meiri en hjá almenningi í Skotlandi. Bretar er örugglega reiðubúnar að beit sínum áhrifum til að við fáum lán.

Hinsvegar ef við tökum upp anti-Hrannars hagfræði og leyfum stórskuldugum fyrirtækjum að fara á hausinn þá hverfa mesta allar skuldir og lenda á EU bökunum löglega. Þetta ber vott um harðdrægni og er virðingarvert. Sparar EU bönkum launakostnað og starfsmenn þeirra fara ekki með einkalífið í vinnuna. Það eru kannski 2000 fjölskyldur sem missa vinnuna. Lánstraustið kemur straks  með nýjum kennitölum. Þetta sýnir styrk og traust á Íslandi  vex.  50.000 lítil einkafyrirtæki fylgja í kjölfarið. Hrannar blöffar ekki EU.  EU er samstarf um að bjarga sér sjálfur á sínu eigin efnahagsvæði.

Júlíus Björnsson, 2.8.2009 kl. 19:12

26 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Jakobína og þið öll hin.

Sannleikurinn er alltaf sár þeim sem hafa svik í huga.  Og ekki má gleyma þeim hinum sem hafa það í sínum persónuleika að fylgja slæmum málstað.  Engin helstefna, hvorki kommar eða nasar, hvað þá Nýfrjálshyggja hefði þrifist án þessa genagalla.

En í sambandi við umræðuna um gullkorn Hrannars um eign á móti lánum, að eitthvað slíkt gerðist í Thailandi þegar þeirra gjaldmiðill hrundi um 40% eða svo  á tíunda áratugnum.  Þeir áttu sterkan gjaldeyrisforða en það tók öfluga spákaupmenn örfáa daga að hirða hann í sína vasa.

Að taka lán til að styrkja gjaldeyrisforða örmyntar er ein öflugasta aðferðin til landráða sem þekkt er.  Örfáir spáauðmenn hirða "eignina" en  þjóðin situr upp með skuldina.  Ég skil mætavel Villa og hans nóta að öskra á "frjáls" gjaldeyrisviðskipti því hann verður að þjóna sínum húsbændum eins og hann fær borgað kaup fyrir.  Ég skil reyndar Hrannar mjög vel því á einhverjum tímapunkti þá urðu landráð að meginstefnumarkmiði Samfylkingarinnar.

En ég skil ekki VinstriGræna.  Ég taldi þetta vera heiðarlegt fólk með hjartað á réttum stað.  Og vildi Íslandi vel.  Núverandi samband þeirra við Samfylkinguna minnir á skammlíft ástarsamband hænunnar við minkinn.  

Það endaði sem gómsætur málsverður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.8.2009 kl. 19:16

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég var að rekast á þetta á Pressan.is :

“2. ágú. 2009 - 18:07

Skömm í hattinn

Ekki eru allir innan Samfylkingarinnar ánægðir með harkalega gagnrýni Hrannars Björns Arnarsonar, aðstoðarmanns forsætisráðherra, á blaðagrein Evu Joly í gær.

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar þetta á bloggsíðu sína um framgöngu aðstoðarmannsins:

"Ég er undrandi á þeim orðum Hrannars B. Arnarsonar, aðstoðarmanns forsætisráðherra, að Eva Joly eigi að halda sig við sín ráðgjafastörf fyrir sérstakan saksóknara en láta öðrum eftir efnahagsmálin. Þessi orð mætti allt eins heimfæra upp á Hrannar sjálfan - þ.e. að hann ætti að láta pólitíkusunum eftir að vinna sitt starf og sinna sjálfur þeim viðfangsefnum sem honum er trúað fyrir."

Það er bara svona, sögðu þeir á kaffistofunni...” (Tilvitnun í Pressuna lýkur.)

Jón Valur Jensson, 2.8.2009 kl. 19:21

28 Smámynd: Júlíus Björnsson

Okkur veitir af allri hjálp. Fólk í forustu að hættu EU. Persónuleika. Hollustan í fyrirrúmi. Öll meðmæli óaðfinnanleg. Það skapar traust inn og utan hjá meirihlutanum. 

Júlíus Björnsson, 2.8.2009 kl. 19:38

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigurður Þórðarson skrifaði þessi ágætu orð á aðra vefsíðu: "Við værum í vondum málum ef ekki væri fyrir nokkra sjálfstæða þingmenn VG sem gleypa ekki hvað sem er." En hafa menn nokkuð gleymt því, að þingflokkur Samfylkingarinnar ætlaði sér að kjósa með ríkisábyrgð á Icesave-samningnum án þess að hafa séð hann?! Átta menn sig nú á því, hvílíkar heybrækur og liðleskjur þessi þingflokkur er gagnvart því ábyrgðarmesta hlutverki sínu að standa vörð um landsins rétt og hagsmuni?

Jón Valur Jensson, 2.8.2009 kl. 19:43

30 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í fyrirheitnalandinu gegna embætismenn vel skilgreindum lögbundnum skyldum. Eða er látnir fjúka. 

Júlíus Björnsson, 2.8.2009 kl. 19:53

31 Smámynd: Elle_

Já, það er með ólíkindum að það þurfti Eva Joly til að verja okkur úti í heimi gegn AGS, Bretum, Hollendingum og hinum þegjandi Evrópu-löndunum og þ.m.t. okkar eigin yfirvöldum.   Öll þessi lönd sem eitt vilja troða ICE-SLAVE ofan í okkur öfug og þvinga fólk þ.a.l. í fjölda-flutinga úr landi.  Jafnframt því að við erum dregin nauðug inn í EU.  Hrannar er til mikillar skammar, en ekki að undra kannski, hann vinnur fyrir einvald.    Eva Joly er HIMNASENDING fyrir okkur landsmenn.   Það kom þó maður af viti fram í í RUV í kvöld, JÓN HÁKON MAGNÚSSON, ráðgjafi um almannatengsl og fagnaði gerðum Joly:

Þurfti að verja Ísland: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4467314/2009/08/02/5/

Elle_, 2.8.2009 kl. 20:44

32 Smámynd: Elle_

Og Jón Lárusson að ofan opnaði skilining minn með lána-útskýringunum og sem ég hafði ekki fyrr lesið og sökk ofan í.   Hvað vakir fyrir fólki að ætla að geyma milljarða með tapi?   Ógnvekjandi.

Elle_, 2.8.2009 kl. 22:52

33 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Jón Lárusson gerir mjög góða samlíkingu og ég hvet fólk til að lesa athugasemd hans

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.8.2009 kl. 22:58

34 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Grein Evu var góð og tímanleg.  Því miður mun hún ekki breyta pólitískum leikreglum innan ESB eða AGS.  Eins og Eva og margir aðrir merkir menn hafa bent á þá eru mjög sterk hagfræðileg og lögfræðileg rök fyrir því að fella Icesave en pólitísku rökin vantar.  Þvert á móti, þetta mál snýst nú nær eingöngu um pólitík.  Alþjóðasamfélagið bíður okkur grýtta og þyrni stráða leið en engu að síður leið.  Þeir sem kalla á að fella Icesave eru að leiða þjóðin inn í öngstræti með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.  Útspil Hrannars er kjánalegt "sideshow".

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.8.2009 kl. 23:06

35 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þeir sem styðja það að Icesave verði samþykkt eru tilbúinir til þess að horfa upp á hnignun íslensks samfélags.

Samþykki þessa samning mun festa þjóðarbúið í spíral sem það losnar ekki úr. Vaxtbyrði verður ofviða. Viðskiptajöfnuður mun ekki skila nægilega miklu til þess að standa undir þessari byrði. Það mun þýða meiri lán og gjaldþrot. Þeir sem eru velmenntaðir (einstaklingar sem eru verðmætir fyrir þjóðarbúið) munu flýja land og færri verða eftir til að bera upp ríkissjóðs.

Icesave eru upphafið að því að gera Ísland efnahagslega óbýlt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.8.2009 kl. 23:30

36 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jakobína,

Segjum svo að þú hafir rétt fyrir þér hvert er endurreisnarplanið fyrir Ísland ef Icesave er fellt? Er það til?

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.8.2009 kl. 23:42

37 identicon

Hissa á ykkur að fara í uppnám útaf athugasemdum Hrannars. Hann er algert aukatriði núna í umræðunni.   En grein Joly var verulega góð og markviss eins og vænta mátti frá henni.

Nú eiga menn að tala um náhirðina ( Sjálfstæðisflokkinn, Framsókarflokkinn og Samfylkinuna ) , útráðarrónana, kúlulánarónana, bankaróna og hvar þeirra dómgreind var.   Þetta er liðið sem er enn að stjórnast með okkur og okkar mál.  Það er alger hafragrautur að vera eyða tíma á hvað Hrannar skrifar.   

Rúnar (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 23:43

38 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Andri Geir það er aðeins ein leið út úr þessu og það er að afla tekna. Ég er ekki að mæla með að "raunverulegar" skuldbindingar séu hunsaðar. En það þarf að segja við kúgarana "hingað og ekki lengra" eins og við segjum við börnin okkar þegar þau stappa fótum. Kröfurnar eru orðnar súrrealískar.

Ríkisstjórnin hefur algjörlega hunsað það sem skiptir raunverulega máli og það er að taka á málum sem snúað að tekjuöflun, að taka á spillingu, koma glæpamönnum undir lás og slá og koma vanhæfum einstaklingum frá í ríkisfyrirtækjum og stjórnsýslu.

Ríkisstjórnin starfar á forsendum útlendinga en hún er ekki ríkisstjórn þeirra þótt það mætti halda það miðað við atferli hennar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.8.2009 kl. 00:03

39 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Rúnar, Hrannar Björn er aðstoðarmaður forsætisráðherra og það sem hann segir má túlka að sé yfirlýsing af þeim bæ. Maður getur t.d. spurt sig "er það svona sem fólk talar í stjórnarráðinu?"

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.8.2009 kl. 00:06

40 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Við þurfum sennilega, að endursemja við helstu kröfuhafa, um okkar lán.

Öll lækkun, væri til góða. 

Augljóslega, þyrfti að viðhafa þá dyrfsku að tala við þá með tveim hrútshornum; þ.e. að vera tilbúin að hóta yfirlísingunni "default".

Sú hótun, þarf að vera nægilega sannfærandi, til að þeir trúi henni.

Því, miður getur þurft að skipta um ríkisstjórn, hið minnsta Samfylkingunni út, þ.s. hálfvelgja hennar í samningamálum, myndi sennilega draga úr sénsinum, á að skapa þennan trúverðugleika.

Það er auðvitað, fátt um fína drætti í okkar pólítík; þ.e. Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn og Borgarahreyfinguna, og ef til vill VG - með t.d. nýjum formanni.

Sjálfsagt, þarf nýjar kosningar.

En, til þess að gefa bæði Samfó og Sjálfstæðisflokknum frí, þyrfti mjög óvenjuleg kosningaúrslit, sem gætu einungis hugsanlega skapast, ef seinna hrun væri í raun þegar gengið í garð; og "default" einfaldlega orðið að veruleika.

Við slík skilyrði, væri engin leið að spá, hvað gæti gerst í þeirri skrítnu tík, pólitík.

Svo ný ríkisstjórn, með Sjálfstæðisflokknum, virðist óhjákvæmileg, ef þessi fellur, og nýja þarf að mynda með hraði. Últrasnöggar kosningar, þurfa þó sennilega að eiga sér stað.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.8.2009 kl. 01:53

41 Smámynd: Júlíus Björnsson

Engar ofurskuldsetningar reynslunni ríkari. Það er varanlega Svart á Hvítu.

Júlíus Björnsson, 3.8.2009 kl. 04:01

42 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hvaðan koma okkar gjaldeyristekjur?  Það mætti halda að fólk úr Reykjavík héldi að þær kæmu frá Borgarnesi en ekki löndunum í kringum okkur.  Hver er viðskiptajöfnuður okkar við Bretland?  Hafa menn heyrt um skuldatolla, kyrrsetningu eigna erlendis svo sem gullforðans og flugvéla og skipa í eigu ríkisins (Icelandair og Eimskip)?

Við hneykslumst hérna að þjóðirnar í kringum okkar séu að heimta að við borgum skuldir okkar.  Hvað hefði gerst ef bankarnir hefðu verið teknir til gjaldþrotaskipta í október, hver ætti þá öll veð á Íslandi?  Ef þú skuldar pening og ferð í bankann þinn og hótar að hætta að borga nema að þú fáir skuðaniðurfellingu, hvað gerist?.  Ætli bankinn lúffi fyrir öllum sem gera slíkt?  Varla.

Hvers vegna hafa útlendingar alltaf rangt fyrir sér en Íslendingar rétt?  Munið þegar Danir vöruðu við íslensku spilaborginni?  Ætli þetta viðhorf hafi verið okkur til góða.  Sjaldan veldur einn þá tveir deila.  Það gætu margir hér tekið til sín.

Andri Geir Arinbjarnarson, 3.8.2009 kl. 07:44

43 Smámynd: Jón Lárusson

Ég velti fyrir mér orðum Andra Geirs, að við verðum að samþykkja Icesave vegna þess að verið sé að bjóða okkur leið, þó grýtt sé og þyrnistráð. Að hafna samningnum væri að leiða þjóðina inn í öngstræti.

Ég velti því fyrir mér hvort Andri Geir myndi ganga fram af bjargi af því honum væri sagt að hann yrði að gera það, annars yrði hann barinn. Ég persónulega myndi reyna að berjast á móti. Ég er nú bara þannig að ég tel að slæmur kostur getur ekki orðið góður kostur bara af því að boðið er upp á hann. Ég heyrði fyrir stuttu sögu af örlögum Fidji búa, en þeir lentu í svipuðum trakteringum og við fyrir nokkur hundruð árum síðan. Þeir gáfu eftir og fóru úr því að vera samfélag sem bjó við hagsæld, í að vera samfélag örbirgðar. Ég gæti haft rangt fyrir mér, en skuldbinding sem vitað er að við komum aldrei til með að geta staðið undir getur aldrei verið neitt annað en slæmur kostur.

Andri Geir kallar eftir öðrum úrræðum, þó hann virðist halda að ríkistjórnin segji satt þegar hún heldur því fram að ekkert annað sé í boði. Málið er að það eru ýmsir kostir í boði. En þegar ríkistjórnin keyrir áfram eins og hestur með augnskjól og sér ekkert nema ESB, þá er ekki að vænta þess að aðrar lausnir finnist. Sá sem ekki vill finna, finnur ekki. Það er bara þannig.

Það er að koma betur og betur í ljós að við þurfum ekki að standa undir þessum skuldum einkabanka og þá eigum við ekki að gera það. Það er bara þannig að það er ekki hægt að rukka fólk um eitthvað sem það ekki á að borga. Ef Bretar og Hollendingar ætla að halda fast við þetta, þá væri forvitnilegt að spyrja þá hvort þeir gerðu sér grein fyrir því að landið geti ekki staðið undir þessu og hvort þeir ætli sér þá að taka yfir allar auðlindir landsins og gera það að einhvers konar hráefnisnýlendu í afrískum 19. aldar stíl. Það væri forvitnilegt að heyra svarið við því. Ef svarið er já, þá kemur rétta eðli þessara þjóða fram, en svari þeir með nei, þá segir það sig sjálft að við borgum ekki þar sem okkur ber ekki að borga.

Við þurfum fyrst af öllu að grípa til aðgerða sem koma almenningi til góða. Það þarf að létta undir með almenningi, því það er eina leiðin til að vinna á vanda þjóðfélagsins. Það að fjármagna banka svo þeir geti aukið við skuldsetningu almennings og fyrirtækja, því það er það eina sem banki getur gert til að auka fjármagn í umferð, kemur aldrei til með að laga ástandið. Ástandið bara frestast. Það veit hver maður að snafs er ekki lausn á þynnku, hann bara frestar henni.

Fjármagnskerfið sem við búum við er í eðli sínu gallað og kemur bara til með að auka skuldsetningu, getur ekki annað. Lausnin fyrir okkur og reyndar allan heiminn, liggur í því að hafna því kerfi sem nú, eins og svo oft áður, hefur sýnt sig ekki virka. Það þarf að taka upp kerfi þar sem hagsæld samfélaga hefur í för með sér eignamyndun en ekki aukna skuldsetningu. Ég hef fjallað um þetta nokkuð á blogginu mínu og væri allt of langt mál að fjalla um það hér. En Andra Geir vil ég segja þetta:

Það er til lausn og hún felur ekki í sér örbirgð og aumingjaskap fyrir komandi kynslóðir. Hún felur í sér nýtt samfélag þar sem skuldsetning einstaklinga og heimila mun hverfa á nokkrum árum, lausn sem fer að sýna jákvæð áhrif á samfélagið aðeins nokkrum mánuðum eftir að hafist verður handa við að framkvæma hana. Þessi lausn gerir hins vegar kröfu til hugrekkis. Hugrekkis til að standa við sannfæringu sína. Það þarf hugrekki sem felst í því að neita að ganga grýtta og þyrni stráða leið bara vegna þess að boðið er upp á hana.

Jón Lárusson, 3.8.2009 kl. 08:49

44 Smámynd: Júlíus Björnsson

Olíu birgðir heimsins [Araba sér í lagi] eru á þrotum samkvæmt nýjustu almennum fréttum, það er hryllingur fyrir EU að sjálfsögðu. 

Júlíus Björnsson, 3.8.2009 kl. 09:07

45 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel svarar Jón Lárusson honum Andra Geir hér á undan. Þakkir, nafni!

Jón Valur Jensson, 3.8.2009 kl. 09:50

46 Smámynd: Júlíus Björnsson

Norðmenn eru með bestu efnahagstjórnina á meginlandinu að mínu mati þótt megi gera betur.  Jón L. kemur vel að orði og hægt að taka undir alla þessa ábyrgu skynsemi. 

Júlíus Björnsson, 3.8.2009 kl. 09:58

47 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Andri - ég átta mig ekki alveg, á þinnig hugsun.

Segjum, ef þú persónulega skuldaðir, 300 milljónir, en hefðir einungis tekjur upp á 300 þúsund á mánuði; en eigendur skuldanna þinna teldu sig hafa tilteknar siðferðislegar kröfur upp á þig að borga, óháð þinni greiðslugetu - væri það þó samt skynsamlegt fyrir þig, að samþykkja greiðslu-áætlun um þær skuldir, sem tekur ekkert tillit til þess, að tekjur þínar einfaldlega duga ekki til að standa undir skuldunum?

Þetta er það ástand, sem Ísland er í. Það má vera, að siðferðislega eigi erlendir aðilar, hönk í bakið á okkur. En, það breytir því ekki, að skuldirnar eru okkur um megn. Það hefur ekkert upp á sig, að samþykkja áætlanir um greiðslur þeirra skulda, sem fullkomlega fyrissjáanlegt er, að nær ómögulegt sé að gangi upp.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.8.2009 kl. 12:15

48 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Olíu birgðir heimsins [Araba sér í lagi] eru á þrotum samkvæmt nýjustu almennum fréttum, það er hryllingur fyrir EU að sjálfsögðu. 

Júlíus Björnsson, 3.8.2009 kl. 09:07"

Það hefur mikið að segja, mat hvers þú lest á þessu.

En, það hefur lengi verið vitað, að Saudi Arabar, hafa stærri olíulindir en hinir, og þær munu endast lengur.

Það er þó talið af flestum, að við séum kominn yfir svokallaðann, "halfway point" þ.e. nú sé minna en 50% eftir af því, sem til var fyrir byrjun 20 aldar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.8.2009 kl. 12:19

49 Smámynd: Jón Lárusson

Sádarnir hafa farið fremstir í flokki olíuframleiðanda síðustu áratugina. Þetta var í fyrstu rekið af erlendum, aðallega breskum og bandarískum olíufyrirtækjum. Þegar þetta var rekið af útlendingum, voru reglulega gefnar upp birgðir og áætlaður forði í holunum. Sádarnir hafa hins vegar ekki gefið neinar upplýsingar í mörg ár og er það farið að ýta undir sögur um að þetta sé að verða búið hjá þeim, þeir eigi svona 50 ár eftir. Þeir sem stunda olíuviðskipti af einhverri alvöru gefa ekki mikið fyrir olíuna í Sádí og skýrir það áhugan á svæðum sem áður vöktu eingan áhuga t.d. drekasvæðið. Annað varðandi Sádana er stærð olíulindanna sem verið er að finna. Það er þannig að olíulindunum er í megin atriðum skipt upp í þrennt kónga, drottingar og prinsa. Kóngar eru stórar lindir sem venjulega hafa nokkrar drottningar í kringum sig, en hver drotting hefur svo marga prinsa í kringum sig. Það sem vekur athygli er að undanfarin ár hafa þetta verið eintómir prinsar sem hafa verið að finnast og styður enn frekar þá skoðun að þetta sé á síðustu metrunum hjá Sádunum.

Áhugavert verður þá að sjá hvaðan Bretar og Hollendingar, auk annarra Evrópubúa, ætla að fá orkuna sína í framtíðinni. Olía og gas eru enn megin undirstaða orkuframleiðslu í Evrópu. Þannig að kapall frá Íslandi til Evrópu gæti hugnast þeim. Það eina sem þeir eflaust vilja ekki, er að lenda í aðstöðu eins og með gasið frá Rússlandi, þar sem Rússarnir eru alltaf að hóta því að skrúfa fyrir. Hins vegar held ég að Hollendingar og Bretar gætu fundið leið til að losna við slíkt vesen, þeir gætu jafnvel verið búnir að finna lausnina á þessu.

Svo er það spurningin um Spánverjana, megnið af Rio-unum þeirra eru þornaðar og í fyrra, að mig minnir, var flutt inn vatn með skipum til Barcelóna vegna neyðar í vatnsbúskapnum þeirra. Spurning hvort Spánverjarnir séu búnir að leita fyrir sér með ódýrt vatn einhversstaðar?

Jón Lárusson, 3.8.2009 kl. 13:10

50 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Andri Geir ef einhver hagnast á því að kaupa það sem við höfum að selja þá kaupa þeir það. Ef skortur er á viðkomandi vöru eða þjónustu þá er borgað fyrir hana. Þannig er það bara.

Það er ekkert sem segir að við þurfum að selja Bretum annað en þeir vilja kaupa. Það er grundvallaratriði við það ástand sem við búum við að afla nýrra markaða og verja þá gömlu með "hefðbundnum aðferðum" en ekki með því að selja "framtíð afkomenda" okkar.

Þeir sem vilja beygja sig undir vöndinn með því að selja framtíð barna okkar eiga litla virðingu skilið. Hinir sem eru tilbúnir til að takast á við erfiðleika í nánustu framtíð til þess að verja framtíð barna okkar eiga virðingu mína.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.8.2009 kl. 13:42

51 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég veit að USA á nóg

Júlíus Björnsson, 3.8.2009 kl. 14:47

52 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ekki óraði mig fyrir að ég yrði nánast einn hér á blogginu að verja Steingrím og Jóhönnu enda hafði ég miklar efasemdir um þeirra getu til að sigla á milli skers og báru í þeim ólgusjó sem við erum í.  Hvers vegna haldið þið að Steingrímur hafi gjörsamlega skipt um skoðun og sé nú samþykkur ESB og Icesave sem hann svo sannarlega var ekki fyrir kosningar?

Ætli hann hafi ekki strax gert sér grein fyrir þeim möguleikum sem við stöndum frammi fyrir og afleiðingum þeirra. Til þess þarf að setja sig í spor Hollendinga og Breta.  Þeir eru að verja hagsmuni sinna kjósenda og þurfa að halda andlitinu þar.  Nóg hafa menn tapað þar á Íslendingum og þar segja menn hingað og ekki lengra.  Þeir vilja sjá að sínir menn sýni hörku og láti Íslendinga taka sín meðul og borga alla vega eins mikið og þeir geta.  Auðvita finnst öllum Íslendingu þetta forkastanleg kúgun en þetta er raunveruleikinn, við erum þar sem við erum og getur ekki annað.   Að halda að 300,000 þjóð breyti pólitísku landslagi í Hollandi og Bretlandi er ekki raunverulegt.  Í fyrsta lagi höfum við engin tök á því og svo tæki það of langan tíma.

Í þessari stöðu verða menn að sýna raunsæi og sveiganleika og átta sig á pólitíkinni.  Ég hef sagt margoft að við getum aldrei borað þetta sama hvort við samþykkjum Icesave eða höfnum.  Það er ekki málið.  Málið er að alþjóðasamfélagið hefur bent á eina og aðeins eina leið.  Samþykkja Icesave og strax fara fram á endurskoðun.  Þegar nýr raunveruleik birtist eftir 3-5 ár þá verður þessi samningur endurskoðaður í ljósi hans.  Það kann að hljóma mótstæðukennt en ég held að þegar allt kemur til alls eftir 15 ár munum við borga nær það sama hvort sem við semjum eða ekki. Munurinn er hvernig við borgum og hvar við stöndum eftir 15 ár.  Án AGS lána og ESB aðildar verður algjör stöðnun á vexti þjóðartekna á mann næstu 10-15 árin.  

Vandamálið er auðvita að við munum aldrei með vissu vita hvor leiðin er "betri" en byggt á þeim upplýsingum sem við höfum núna og hinu pólitíska landslagi erlendis eru líkurnar yfirgnæfandi að alþjóðaleiðin verði farsælli.  

Að halda fram að við verðu öll skuldlaus og munum byggja upp öflugt hafkerfi án erlendrar hjálpar á fáeinum árum ef við höfnu Icesave er óskhyggja og lýðskrum.

Alþingi mun samþykkja Icesave þegar menn hafa að fullu áttað sig á raunveruleikanum.

Andri Geir Arinbjarnarson, 3.8.2009 kl. 17:45

53 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Andri leiðin að beygja sig ekki undir Hollendinga og Breta er leið frelsis.

Það lætur enginn heilvita maður beygja sig undir að skrifa undir samning sem hann getur ekki staðið við.

Ég er ekki svo bláeygð að trúa því að Bretar og Hollendingar muni ekki nýta sér út í ystu æsar það sem þeir ná fram með þessum samningi.

Samningurinn felur í sér afsal alþjóðlegra réttinda og það er óásættanlegt. Steingrímur hefur hagað sér eins og hann hafi fengið sleggju í hausinn og það er hans mál en ekki til eftirbreytni.

Auðvitað stendur enginn með þeir. Þetta er fásinna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.8.2009 kl. 18:21

54 Smámynd: Júlíus Björnsson

Dagar samvinnu um innri Samkeppnigrunn í EU víkkun og stækkun neytenda markaðar til að standa jafnfætis USA um magnafslætti, og minnkun vægis fjarlægða til minna þroskaðra og eftirsóttra fjarlægða á mengin landinu eru búnir. Samningur í Maastricht. Nú eru allir í EU í samkeppni fyrir alvöru til að halda sér og Miðstýringunni upp. EF Rúmenía græðir þá græðir Brussel , Þegar Portúgalar auka afköstin þá græði Brussel. Það verða allir að verða undir í einu á Innrimarkaði til að Brussel tapi ekki.  Þeir sem eiga Brussel eiga EU. Frakkar, Þjóðverjar og Bretar. 3 þjóðaleiðtogar með sameiginlega hagsmuni. Elft samstarf tryggir nágrönnum væntanlegum samkeppni aðilunum ótakarkað lánsfé til að breyta stjórnsýslu og samþætta viðskipta lífið. 20 ár þá var seinasti séns áður en línur loka við áttum að vera komin inn og þá er ekkert lánsfé til samkeppni hæfni því við eigum að standa undir öllum fjárfestinum þegar við byrjum á full í samkeppninni. Þetta er menningar leiðinn bundin í milliríkja samninga hver lög hafa stjórnskipunar vægi. 

Júlíus Björnsson, 3.8.2009 kl. 22:01

55 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. hárrétt. Svo slæmur, er núverandi samningur, að skárra er að verða gjaldþrota alveg strax en að samþykkja hann, því þá er ekki búið að samþykkja að Bretar og Hollendingar, geti gengið að Ísl. eignum, hérlendis.

Þeir geta þá tekið Ísl. eignir í þeirra eigin löndum, punktur.

Þessi ofuráhersla Breta og Hollendinga, á að við samþykkjum, ætti eitt og sér að vekja grundsemdir að fiskur liggi undir steini.

-------------------------------------------

Þ.e. allt of hættulegt, að samþykkja þennan samning, í veikri von um að þeir muni sýna okkur miskunn síðar.

Semjum nú, meðan við höfum einhverja samningsaðstöðu. 

Eftir, að við höfum samþykkt, höfum við nákvæmlega enga.

Við þurfum að afla okkar bandamanna. 

Ég segi, tölum við Obama. Allavegna tilraunarinnar virði.

Bandaríkin eru nánast eina þjóðin, fyrir utan Færeyjar, sem hfur nokkru sinni rétt okku hjálparhönd, sem þeir þurftu alls ekki að veita:

  • Aðgangur að Marshall aðstoð.
  • Áframhaldandi efnahagsaðstoð, eftir lok Marshallaðstoðar, um árabil - lokið einhvertíma snemma á 8. áratugnum.
Ég myndi ekki kalla það vonlausa von, að leita aftur á náðir Bandaríkjanna, við þessar tilteknu kringumstæður. Bandaríkin, vita vel af mikilvægi Íslands, í tengslum við N-Íshafið, og einnig líklega opnun þess á næstu árum fyrir skipa samgöngur.



Varnarsamningurinn, er enn í gildi. Hann, er ekki bara pappír.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.8.2009 kl. 23:55

56 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón - þetta sem þú nefnir um olíuna í Saudi, eru sögusagnir.

Við skulum fara mjög varlega með að byggja málflutning, á slíku. Ég hef séð, sannarlega nóg af slíku í málflutningi á netinu, t.d. í tengslum við 9/11 málið, þ.s. óljósir kvittir, verða að staðreyndum, í málflutningi strámanna.

Ég hef tekið eftir því, því miður, í mjög mörgum málum; að vandvirk vinnubrögð skortir víða.

Staðreyndin er sú, að olía mun ekki þrjóta nema í þeim skilningi að olíulindir sem sem auðvelt og ódýrt er að vinna, munu tæmast. Síðan, fara menn að vinna sífellt dýrari að vinna olíulindir, verð hækkar stöðugt.

Á endanum verður olía að lúxusvarningi.

Aftur á móti, þýðir þetta ekki endilega, að svokölluð "Carbon fuels" séu að tæmast. Þ.e. víst t.d. enn verulegt magn af kolum. Einnig gasi. Síðan er það einnig, eitthver magn af olíusandi.

Við gætum t.d. aftur skipt yfir í kolakynnt gufuskip, ef því væri að skipta. Þ.e. þó einungis tekið fram til gamans.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.8.2009 kl. 00:07

57 Smámynd: Júlíus Björnsson

Tölum við fyrst við við USA m.ö.o útlokum alla aðra möguleika. Þótt við segjum upp núverandi aðildarsamning [EES] þá gilda lög EU ennþá að við getum gert tvíhliðasamning og átt í menningarsamstarfi miðað við kostnað hverju sinni. Ísland getur ekki keppt á samkeppni grunni EU meginlandsins og boðið upp á almenn góð lífskjör, nema Umboðsnefndinn útdeili henni hlutverk þar sem fjarlægð og lítil heimamarkaður er ekki hindrun.  

Alþjóða Tortólur voru börn síns tíma svo núverandi aðild er ekki réttlætanleg.

Öll börn eiga að vera með heilar tennur. 

Gjaldþrot eru nauðsynleg til að halda upp heiðarlegri samkeppni og eðlilegri nýliðun. Lánadrottnar eiga ekki að lána um efni fram.  

Júlíus Björnsson, 4.8.2009 kl. 09:13

58 identicon

Einar, það er rétt hjá þér að allt tal um að olía Saudi Araba er að verða búin eru "sögusagnir", en það er einfaldlega vegna þess að upplýsingar um olíuforða Sauda hafa verið ríkisleyndarmál allar götur síðan vinnslan var þjóðnýtt á sínum tíma. Það hefur fjöldinn allur að sérfræðingum bent á þetta, óháð öllum samsæriskenningum.  M. King Hubbard spáði því með réttu í skýrlsu árið 1956 að framleiðsla USA myndi toppa (peak oil) á tímabilinu 1965-70. Hann sagði líka að á heimsvísu myndi framleiðslan toppa 50 árum frá birtingu skýrlsunnar (2006). Mér finnst það allt of ódýr afgreiðsla að stimpla þetta sem samsæriskenningu.

Egill (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 10:53

59 Smámynd: Jón Lárusson

Ég er alveg sammála þér Andri Geir, breskir og hollenskir stjórnmálamenn eru náttúrulega að beita okkur hörku til að halda andliti gagnvart sínum kjósendum. En afhverju eiga þá íslenskir stjórnmálamenn ekki að halda andliti gagnvart íslenskum kjósendum? Auðvitað breytum við ekki breskum og hollenskum stjórnmálum, enda ekki okkar að gera það, þau eru þeirra mál en ekki okkar. Allt tal um tjón sem þeir hafi orðið fyrir vegna Íslendinga sé okkar að borga sem þjóðar er bara að láta undan áróðri þeirra. Við sem þjóð höfum ekkert gert gegn þessum þjóðum og svikum þetta fólk ekkert. Ef bandarískur fjárfestir fíflar Hollenska, á þá bandaríska þjóðin að standa Hollendingum einhver skil? Auðvitað ekki.

Við erum með reglur sem við tókum upp frá ESB og það þarf að skoða þær alveg í kjölinn til að fá á hreint hver sé lagaleg skilda okkar. Það hefur bara ekki verið gert svo ég viti til, en hins vegar hafa Bretar og Hollendingar hótað okkur og komið fram með einhliða kröfur. Þegar hrekkjusvínið á skólalóðinni segir við einhvern að hann fái að vera vinur hans ef hann niðurlægir sig fyrir honum, má alltaf búast við sömu trakteringum síðar. Eftirgjöf leiðir bara af sér eftirgjafir, því skilaboðin sem við sendum þannig eru slík. Það ber enginn virðingu fyrir þeim sem gefa eftir vegna hótanna, virðing kemur til þegar staðið er frammi fyrir erfiðum aðstæðum og henni mætt.

Að samþykkja Icesave og fara svo fram á endurskoðun er einhver sú vitlausasta tilraun til rökfærslu sem ég veit. Ef ég sem við þig um að borga þér eitthvað sem spurning er um hvort ég eigi að borga þér, ella hafir þú rétt á að hirða allar eigur mínar, hverjar eru þá líkurnar á því að þú sért tilbúinn til að endurskoða þennan samning með það fyrir augum að þú fáir minna. Sá sem gerir góðan samning endurskoðar hann ekki neitt, hann bara brosir. Ef við erum ekki sátt við þennan Icesave samning þá eigum við ekki að samþykkja hann, heldur halda viðræðum áfram og leita nýrra lausna.

Að halda fram að við verðu öll skuldlaus og munum byggja upp öflugt hafkerfi án erlendrar hjálpar á fáeinum árum ef við höfnu Icesave er óskhyggja og lýðskrum 

Af hverju er þetta lýðskrum, er það vegna þess að þú hefur ekki skoðað aðrar leiðir en ríkisleiðina og því allt annað bara lýðskrum? Ég hef leitað annarra leiða og tel mig hafa fundið þær. Í hverju er erlenda hjálpin okkar fólgin? Er það ekki í formi erlendra lána? Hvernig dettur þér í hug að það geti hjálpað okkur að verða skuldlaus að taka meiri lán, sérstaklega þegar við ætlum ekkert að gera með þau. Eru ekki erlend lán meðal annars ástæðan fyrir þessu rugli hérna hjá okkur? Heimurinn býr í dag við kerfi sem leitast við að skuldsetja einstaklinga og ríki þannig að með aukinni hagsæld aukast skuldirnar. Þetta kerfi býður ekki upp á eignarmyndun, nema hjá fáum einstaklingum. Með því að taka upp alveg nýtt kerfi þá getum við farið úr því að búa við kerfi sem leitast við að skuldsetja okkur upp úr öllu valdi, í kerfi sem leiðir til aukinnar eignarmyndunar í kjölfar aukinnar hagsældar. Ef við lufsumst og tökum því sem að okkur er hent, munum við aldrei ná okkur út úr þessu, enda tilgangurinn með "hjálpinni" ekki sá að okkur takist það.

Það er bara einfaldlega þannig að þeir sem láta vaða yfir sig á skítugum skónum í valdi hótanna, öðlast aldrei virðingu annarra. Það verða bara fleiri sem vaða yfir þá.

Jón Lárusson, 4.8.2009 kl. 11:42

60 Smámynd: Jón Lárusson

Varðandi "sögusagnirnar" frá Sádí, þá hef ég ekki þetta úr efni sem fjallar um 9/11, enda myndi ég ekki líta á það sem trúverðugarheimildir, heldur akkúrat sögusagnir. Þetta er fengið úr efni sem fjallar um olíuvinnslu almennt og hefur ekkert með 9/11 að gera og hefur verið notað í umræðum vegna hrávöruviðskipta með olíu. Egill bendir réttilega á að allar upplýsingar frá Sádunum hafa verið flokkaðar sem ríkisleyndarmál, en stundum leka út bútar og bútar og þannig er þetta tilkomið. Auðvitað munu Sádarnir halda áfram að vinna olíu einhverja áratugi í viðbót, en þeir munu vinna þetta úr því sem þeir hafa í dag. Það virðist ólíklegt að þeir komi til með að finna eitthvað nýtt sem máli skiptir varðandi framleiðsluna. Hins vegar veit maður svo sem aldrei.

Ég er ekki að segja að "Carbon fuel" sé að hverfa og ekkert verði eftir á næstu árum. Eins og ég benti á, þá hefur þessi þróun leitt til þess að menn leita nú leiða til að sækja þetta efni á staði sem áður þóttu ekki líklegir til að skila arði. Eitt af því sem við verðum líka að átta okkur á í sambandi við olíuna, er að hún er ekki bara notuð sem orkugjafi, heldur er þetta megin uppistaðan í öllu plasti, en það er um 95% olía. Olíuþörfin hefur því aukist verulega vegna notkunar sem ekki hefur með orku að gera. Bara vegna þessa, þá er nauðsynlegt fyrir okkur að leita leiða til að draga úr olíunotkun sem orkugjafa. Evrópubúar eru mjög meðvitaðir um þetta.

Jón Lárusson, 4.8.2009 kl. 11:55

61 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Vandinn, varðandi getgátur olíu Sauda, er nákvæmlega að þetta eru getgátur. Það eru náttúrulega þekktar, gamlar áætlanir á olíuforða þeirra. Síðan er einnig vitað, hvað þeir hafa selt síðan þá, á hverju ári. Með þeim hætti, er væntanlega hægt að framkvæma gróft mat.

Menn, þurfa eiginlega að sýna fram á, að rannsóknaraðferðirnar í gamla daga, hafi verið allsendis ófullnægjandi, til að gefa vísbendingar, sem mark er takandi á, að pottur sé brotinn.

Ég bendi á, að olía var einna fyrst nýtt í Saudi-Arabíu, þannig að áratugareynsla og þekking var til staðar, áður en Saudar lokuðu fyrir aðgang að upplísingum.

--------------------------------------------

Þ.e. að sjálfsögðu ekkert undarlegt, að menn leiti fanga víðar, enda mun framleiðslugeta margra olíulinda byrja að minnka, sennilega innan 20 ára. 

Í ljósi þess, að olíuleit er tafsöm og uppbygging nýrra linda einnig; er sannarlega ástæða til að leita á fullu.

--------------------------------------------

Annars virðist núna, vera alveg ótrúlega hröð tækniþróun í gangi. Sennilega verða praktískir rafmagnsbílar, orðin almanna eign, innan næstu 10 ára. Þó, enn verði sprengihreyfillinn sennilega ráðandi, næstu 15 - 20 árin.

Mér virðist, að tækniþróunin sé að halda í við, þann tíma sem mun þurfa að hefja fyrir alvöru að skipta yfir í aðra tækni.

-------------------------------------------------

Stóra vandamálið, að mínu mati, er "global warming". Ég er sannfærður um, að ekki verður unnt að halda hitun innan við 2°C.

-------------------------------------------------

Varðandi plast, er örugglega hægt að nýta sér gamla aðferð við að umbreyta kolum yfir í nokkurs konar fljótandi eldsneyti, líkt bensíni. Aðferð sem Nasistar í "desperation" notuðu í seinna stríði. Dugði það um tíma, þar til Bandamenn áttuðu sig á þessu, og hófu stórfelldar loftárásir á þær stöðvar sem notaðar voru til að vinna það eldsneyti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.8.2009 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband