2009-08-22
Menntun óþörf?
'Íslenskir þingmenn virðast vera uppblásnir af sjálfsáliti og taka ekki rökum frá sér vitrara fólki.
Guðbjartur Hannesson er kennaramenntaður og um hann segir á Eyjunni:
Formaður fjárlaganefndar segir að taka beri alvarlega athugasemdir bresks þjóðréttarfræðings sem óttast að fyrirvararnir við Icesave-frumvarpið haldi ekki fyrir breskum dómstólum.
Hann er þó ekki sammála áliti þjóðréttarfræðingsins.
Eigum við ekki að segja ef ég fæ álit þjóðréttarfræðings annars vegar og kennara hins vegar þá taki ég frekar mark á þjóðréttarfræðingnum ef um lögfræðileg álitamál er að ræða.
Eða hvað finnst ykkur? Á að byggja á skoðunum stjórnmálamanna eða þekkingu sérfræðinga við úrlausnarefni af þessu tagi?
Það er líka merkilegt að kennaramenntaður maður skuli hafa svo lítið álit á sérfræðiþekkingu að hann telji sína skoðun hafa gildi gagnvart áliti manns sem hefur tileinkað sér ártuga uppsafnaða þekkingu á sviðinu.
Ég velti því líka fyrir mér hvort að Guðbjartur þurfi ekki að fara að dusta rykið af sögubókunum því hann er ekki jafn tortrygginn á Breta og Hollendinga og InDefence-menn og deilir ekki efasemdum með þjóðréttarfræðingnum að því er segir í Eyjunni.
Bretar og Hollendingar eiga sér langa sögu virðingarleysis gagnvart öðrum þjóðum enda fátækar af auðlindum og hafa sótt verðmæti sín í auðlindir annarra þjóða.
Icesave-samningurinn gerir íslenska skattgreiðendur að auðlind Breta og Hollendinga í kynslóðir. Ég man ekki eftir að hafa haft eins djúpa skömm á nokkrum manni eins og þeim sem fór fyrir samninganefnd á vit Breta og Hollendinga og kom heim með þennan ófögnuð í farteskinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2009-08-22
VARÚÐ
Svo kann að fara að Bretar og Hollendingar geri ekki athugasemdir við fyrirvarana við Icesave-frumvarpið vegna þess að þeir telja sig vita að breskir dómstólar taki fyrirvarana ekki gilda. Þetta kemur fram í bráðabirgðaáliti bresks þjóðréttarsérfræðings. Þess vegna séu fyrirvararnir í núverandi mynd þeim galla búnir að í þeim felist töluverð áhætta.
Frá þessu segir á Eyjunni.
Það virðist vera helsta áhyggjuefni þingmanna að koma frumvarpinu um ríkisábyrgð í gegn um þingið með hraði. Gríðarleg áhætta fylgir þessu máli og er varúð betri kostur en asi við þessar aðstæður.
Ekki að furða þótt Hollendingum sé annt um að Íslendingar borgi skuldir Bjögólfs Thors.
Ríkisstjórn Íslands ætlar að gera íslenskan almenning að gullnámu Hollendinga. Þeir eiga engar auðlindir sjálfir og hafa alltaf þurft að arðræna nýlendur til þess að hafa í sig og á.
Gott að þeir fundu heimska ráðamenn sem þeir gátu gabbað til þess að greiða þeim mun hærri bætur en skaðann sem efnahagskerfi þeirra varð fyrir.
![]() |
Í hópi skuldugustu heimila fyrir hrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2009-08-22
Nei nei þetta er misskilningur
Jóhannes í Bónus á nóg af peningum.
Sjáið þið bara þetta fína hús sem hann á í Florida
Verður forsetinn fúll ef Hagar fara á hausinn?
Einhver tengsl þar skilst mér.
![]() |
Hagar í gjörgæslu Kaupþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2009-08-22
Nei
Það er sama hvernig þeir þvælast með málið
Þetta eru skuldir Björgólfs Thors
![]() |
Breytingartillögur nægja ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |