Menntun óþörf?

'Íslenskir þingmenn virðast vera uppblásnir af sjálfsáliti og taka ekki rökum frá sér vitrara fólki.

Guðbjartur Hannesson er kennaramenntaður og um hann segir á Eyjunni:

Formaður fjárlaganefndar segir að taka beri alvarlega athugasemdir bresks þjóðréttarfræðings sem óttast að fyrirvararnir við Icesave-frumvarpið haldi ekki fyrir breskum dómstólum.

Hann er þó ekki sammála áliti þjóðréttarfræðingsins.

Eigum við ekki að segja ef ég fæ álit þjóðréttarfræðings annars vegar og kennara hins vegar þá taki ég frekar mark á þjóðréttarfræðingnum ef um lögfræðileg álitamál er að ræða.

Eða hvað finnst ykkur? Á að byggja á skoðunum stjórnmálamanna eða þekkingu sérfræðinga við úrlausnarefni af þessu tagi?

Það er líka merkilegt að kennaramenntaður maður skuli hafa svo lítið álit á sérfræðiþekkingu að hann telji sína skoðun hafa gildi gagnvart áliti manns sem hefur tileinkað sér ártuga uppsafnaða þekkingu á sviðinu.

Ég velti því líka fyrir mér hvort að Guðbjartur þurfi ekki að fara að dusta rykið af sögubókunum því hann er ekki jafn tortrygginn á Breta og Hollendinga og InDefence-menn og deilir ekki efasemdum með þjóðréttarfræðingnum að því er segir í Eyjunni.

Bretar og Hollendingar eiga sér langa sögu virðingarleysis gagnvart öðrum þjóðum enda fátækar af auðlindum og hafa sótt verðmæti sín í auðlindir annarra þjóða.

Icesave-samningurinn gerir íslenska skattgreiðendur að auðlind Breta og Hollendinga í kynslóðir. Ég man ekki eftir að hafa haft eins djúpa skömm á nokkrum manni eins og þeim sem fór fyrir samninganefnd á vit Breta og Hollendinga og kom heim með þennan ófögnuð í farteskinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varðandi:  Á að byggja á skoðunum stjórnmálamanna eða þekkingu sérfræðinga við úrlausnarefni af þessu tagi?

Hvorugt.  Það á að byggja á skoðunum dómara sem hugsanlega fjallar um málið í náinni framtíð.  Dómararnir hafa alltaf síðasta orðið, ef fólk áttar sig ekki á því.

Ég er ekki lögfræðimenntaður en hef rekið mál á og undir erlendri lögsögu.  Sömu lögmálin virka. Lög og venjur auk heilbrigðar skynsemi.

Eru menn að tapa glórunni, annars ?  Það þarf að gera einn samning sem báðir skrifa undir og lögsaga verður að vera ákveðin fyrirfram.

Þetta verður skrautlegra eftir því sem lengur líður.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 00:17

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég tek undir þetta Hákon málið er komið í algjört rugl.

Það þarf bara að hafna ríkisábyrgð og taka samninginn frá upphafi.

Menn verða bara að bíta í það súra sem því fylgir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.8.2009 kl. 00:32

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er ljóst að hrokinn í tilsvörum stjórnarliða sem verja þennan samning er oft og tíðum ótrúlegur. Hrokinn er vörn. Þeir sem vita að þeir hafa vondan málstað að verja bregða gjarnan fyrir sig þessu vopni; þ.e. hrokanum.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.8.2009 kl. 11:49

4 identicon

Þetta mál er í heild sinni mikil krísa.

Megin orsökin er fullkomið vanhæfi fjórflokksins, sem að grunni til er gerspillt fyrirbæri,  við að takast á við raunveruleg, flókin úrlausnarefni.

Ég fullyrði gerspillt - vegna innbyrðis samskipta fjórflokksins sem m.a. einkennist af stólaskiptum. Þú færð þetta ,ef eg fær hitt.  Síðan þeirrar einföld staðreyndar að fjöldi þingmanna ganga erinda fárra útvaldra s.s. auðmanna - örfárra veruleikafirrtra einstaklinga sem eira engu.  Hagsmunir almennings, til lengri eða skemmri tíma og afkomenda skipta þessa ráðamenn engu.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 18:15

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mikið yrði ég glaður ef sú ályktun mín sem hér birtist reyndist röng:

Aldrei hefur íslensk stjórnsýsla undirgengist jafn mörg próf á jafn stuttum tíma og á næstliðnum tveim árum. 

Og hún hefur fallið á þeim öllum. Öllum!

Árni Gunnarsson, 23.8.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband