Tilskipun ESB orðrétt: getur ekki gert aðildarríkin...ábyrg gagnvart innistæðueigendum...

Greinin í heild sinni hljómar svona:

Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innistæðueigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum, viðurkenndum af stjórnvöldum. sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanir sjálfar og tryggja að innistæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálanna í þessari tilskipun.

Þarna segir að yfirvöldum beri skilda til að koma á fót einu eða fleiri kerfum (tryggingasjóði fyrir innistæður) og að þessi/þetta kerfi ábyrgist innlán í samræmi við skilmála tilskipunarinnar.

Islendingar uppfylltu þessi skilyrði. Komu á fót tryggingarsjóði sem þau mega ekki samkvæmt tilskipuninni veita ríkisábyrgð.

Þetta er regluverkið sem var í gildi þegar bankarnir hrundu.

Nú krefjast Bretar og Hollendingar þess að þeir láni tryggingarsjóði og að Íslendingar veiti sjóðnum ríkisábyrgð þótt það sé brot á tilskipun ESB.

Ef gengist verður við þessu hvað er þá að marka aðrar tilskipanir, aðrar reglur og önnur lög.

Ef Icesave-samningurinn verður samþykktur er verið að þurka út með einu pennastriki marktækni laga. Eftir situr öngþveiti. Nú þegar má merkja upplausn og hún kemur til með að magnast.


mbl.is Fylgi ríkisstjórnarinnar 48%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristján Kristjánsson kynningarfulltrúi forsætisráðuneytinsins...

SEGIR: við getum ekki haldið uppi kynningarstefnu vegna þess að allir Íslendingar eru ekki sammála um Icesave.

Segir ráðuneytin tala við hundruðir fjölmiðla í hverri viku.

Mér hefur fundist ráðuneytin takast ágætlega til þegar þau móta stefnu um að standa gegn þjóðinni, ljúga að henni og halda uppi hræðsluáróðri.

Ég er í raun gáttuð á siðleysi ráðuneytanna.

Þegar kemur hins vegar að því að standa með þjóðinni erlendis fallast ríkisstjórninni hendur.


Skrípaleikurinn í stjórnarráðinu

Nýjustu fréttir á eyjunni:

Bretar og Hollendingar munu ekki ganga að auðlindum Íslands ef ekki tekst að greiða Icesave.

Hversu barnalegur getur formaður fjárlaganefndar verið?

Ef samningur gefur Bretum og Hollendingum tækifæri til að hirða auðlindir þá gera þeir það.

Það er ekkert að marka það sem Bretar og Hollendingar segja núna. Núna segja þeir hvað sem er til þess að fá Íslendinga til þess að undirrita samning sem þeir ætla sér eitthvað með.

Ef samningurinn opnar fyrir það að þeir geti hirt auðlindir á munu þeir gera það. Mannasiðir skipta þá engu máli þegar þeir vilja komast yfir eitthvað. Eða hefur framkoma Breta í Írak farið fram hjá einhverjum. Framkoma þessara landa á nýlendum.

Þetta eru þjóðir sem eru fátækar af auðlindum og nærast því eins og sníkjudýr á öðrum þjóðum. Það er eðli þeirra og menning.

Það er eitt að eiga viðskipti og annað að herja á önnur lönd til þess að komast yfir það sem sóst er eftir.

Ákkúrat núna er Ísland þolandi hryðjuverka árásar af hálfu AGS, Hollendinga, Breta og ESB.

Formaður fjárlaganefndar er ótrúlega barnalegur og hefur ekket í þessa erlendu valdhafa að gera.

 


Krónan HRINUR ef lánin verða tekin frá AGS og Norðurlöndum

Vinkona mín sagði, þetta er ekki samfélag, þetta er fyrirtæki og var hún að vísa til spillingar í æðstu embættum þjóðarinnar, tengsl á milli ótrúlegustu aðila sem almenningur hefur ekki hugmynd um og ótrúlegar yfirhylmingar.

Við höfum því miður enn spillinguna á æðstu stöðum. Ég met það þannig að Jóhanna sé bara skjól þeirra sem vilja hylma yfir spillinguna sem er miklu grófari en almenningur gerir sér grein fyrir.

Það er sérstaklega athyglisvert hvernig stjórnmálamenn og taglhnýtingar þeirra reyna að telja þjóðinni trú um að lánin frá AGS og Norðurlöndunum muni styrkja krónuna. Þetta er algjör rökleysa.

Ef íslenska ríkisstjórnin tekur lán fyrir 600 milljarða og leggur inn í banka í bandaríkjunum þar sem peningarnir eiga að liggja til þess að styrkja krónuna mun það veikja krónuna.

Þessi lán munu fleyta tugum milljóna (sennilega um 30-40 milljónum) í gjaldeyri út úr efnahagskerfinu á hverjum degi (vaxtakostnaður).

Hvernig styrkir það krónuna?

Þetta er í hrópandi ósamræmi við grundvallarhagfræðikenningar um framboð og eftirspurn.

 Lánið mun auka framboð krónunnar á gjaldeyrismarkaði og því rýra gildi hennar.

Þessi niðurstaða byggist á einni grundvallarkenningu hagfræðinnar.

Kenning AGS byggir hinsvegar á því að allir haldi að við eigum svo mikinn gjaldeyri ef gjaldeyrir sem við eigum ekki liggur í banka í Bandaríkjunum.

Kenning AGS byggir á því að fjármálakerfið láti blekkjast af þessum leik.

Rétt eins bjartsýnn trésmiður sem hefur lítið að gera en laun hans duga rétt fyrir afborgunum og vöxtum af húsinu hans, föstum útgjöldum og mat fram eftir mánuðinum.

Til þess að bæta stöðu sína tekur hann yfirdrátt í bankanum sem hann þarf að greiða af vexti í hverjum mánuði. Í hvert skipti sem hann á ekki fyrir vöxtunum leggjast þeir við höfuðstólinn. Hann hefur þó allan tímann getað sagt við vini sína ég á nú milljón í bankanum. Og þegar vextirnir leggjast við höfuðstólinn hækkar auðvitað lánið og að lokum getur trésmiðurinn sagt við vini sína nú á ég tvær milljónir. En á endanum gjaldfellir bankinn lánið og hirðir hús trésmiðsins.

Og þá á trésmiðurinn sannanlega ekki neitt.


mbl.is Telur ríkari hagsmuni víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband