Krónan HRINUR ef lánin verða tekin frá AGS og Norðurlöndum

Vinkona mín sagði, þetta er ekki samfélag, þetta er fyrirtæki og var hún að vísa til spillingar í æðstu embættum þjóðarinnar, tengsl á milli ótrúlegustu aðila sem almenningur hefur ekki hugmynd um og ótrúlegar yfirhylmingar.

Við höfum því miður enn spillinguna á æðstu stöðum. Ég met það þannig að Jóhanna sé bara skjól þeirra sem vilja hylma yfir spillinguna sem er miklu grófari en almenningur gerir sér grein fyrir.

Það er sérstaklega athyglisvert hvernig stjórnmálamenn og taglhnýtingar þeirra reyna að telja þjóðinni trú um að lánin frá AGS og Norðurlöndunum muni styrkja krónuna. Þetta er algjör rökleysa.

Ef íslenska ríkisstjórnin tekur lán fyrir 600 milljarða og leggur inn í banka í bandaríkjunum þar sem peningarnir eiga að liggja til þess að styrkja krónuna mun það veikja krónuna.

Þessi lán munu fleyta tugum milljóna (sennilega um 30-40 milljónum) í gjaldeyri út úr efnahagskerfinu á hverjum degi (vaxtakostnaður).

Hvernig styrkir það krónuna?

Þetta er í hrópandi ósamræmi við grundvallarhagfræðikenningar um framboð og eftirspurn.

 Lánið mun auka framboð krónunnar á gjaldeyrismarkaði og því rýra gildi hennar.

Þessi niðurstaða byggist á einni grundvallarkenningu hagfræðinnar.

Kenning AGS byggir hinsvegar á því að allir haldi að við eigum svo mikinn gjaldeyri ef gjaldeyrir sem við eigum ekki liggur í banka í Bandaríkjunum.

Kenning AGS byggir á því að fjármálakerfið láti blekkjast af þessum leik.

Rétt eins bjartsýnn trésmiður sem hefur lítið að gera en laun hans duga rétt fyrir afborgunum og vöxtum af húsinu hans, föstum útgjöldum og mat fram eftir mánuðinum.

Til þess að bæta stöðu sína tekur hann yfirdrátt í bankanum sem hann þarf að greiða af vexti í hverjum mánuði. Í hvert skipti sem hann á ekki fyrir vöxtunum leggjast þeir við höfuðstólinn. Hann hefur þó allan tímann getað sagt við vini sína ég á nú milljón í bankanum. Og þegar vextirnir leggjast við höfuðstólinn hækkar auðvitað lánið og að lokum getur trésmiðurinn sagt við vini sína nú á ég tvær milljónir. En á endanum gjaldfellir bankinn lánið og hirðir hús trésmiðsins.

Og þá á trésmiðurinn sannanlega ekki neitt.


mbl.is Telur ríkari hagsmuni víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sérkennileg, hókus pókus hagfræði, að eignfæra þ.s. tekið hefur verið að láni, og síðan að halda því fram, að hægt sé að leggja það á móti öðrum skuldum, til að lækka heildar erlendar skuldir þjóðarinnar.

Sjá færslu mína:

Hvernig förum við að því að borga erlendu skuldirnar?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.8.2009 kl. 03:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband