2009-08-30
Nóbelsverðlaunahafi í Silfrinu
Nobelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz verður gestur Egils Helgasonar á sunnudag.
Stiglitz hefur gagnrýnt AGS og fjármálakerfið og varað við þeirri atburðarrás sem nú er í gangi á Íslandi.
Ég hef lent í því að stjórnmálamenn hafa kvæst á mig þegar ég bendi á að það er veruleiki að baki þeirri tölfræði sem þeir kynna. Hundrað og fimmtíu milljarða niðurskurður á eftir að kosta íslensk mannslíf. Hjá því verður ekki komist. Ráðherrar hafa sagt "við getum borgað Icesave" en þeir forðast að ræða hverju þeir eru tilbúnir til að fórna til þess. Það er þægilegra að hugsa bara um tölurnar.
Mæli með Stiglitz á sunnudag.
Myndbandið sýnir Stiglitz í viðtali.
Joseph Stiglitz bauð ríkisstjórninni aðstoð sína
eftir bankahrunið en ríkisstjórnin þáði ekki boðið.
Það er skýrt dæmi um kæruleysi
sjálfstæðisflokks og samfylkingar gagnvart þjóðini.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2009-08-30
Frekar heimskuleg grein í Mogganum
Pétur Blöndal (ekki þingmaðurinn) skrifar grein í Moggann þar sem hann gefur Róberti H Haraldssyni prófessor forræði á skilningnum á hugtakinu uppljóstrun. Útgangspunktur þeirra er að uppljóstrun sé ekki uppljóstrun nema hún komi í veg fyrir skaða.
Athyglinni er ekki beint að því hvers konar skaða né heldur skaða fyrir hvern. Í grein sem á að skýra hugtakanotkun er merkilegt að ruglað er með hugtök og lesandinn skilinn eftir í hálfgerði þoku. T.d. segir: borgaraleg óhlýðni í skilningi siðfræðinga og heimspekinga er einmitt borgaraleg sem þýðir að hún felur ekki í sér ofbeldi. Þessi setning er sett fram til þess að rökstyðja það að málningarandófið sé ekki borgaraleg óhlýðni heldur eignarspjöll. Ég þarf varla að útskýra það að mikill munur er á merkingu hugtakanna eignarspjöll og ofbeldi auk þess sem siðferðileg merking þessara hugtaka er ólík.
Mér er ekki alveg ljóst heldur hvert höfundur greinarinnar vill fara með þessari umfjöllun sinni. Ef leki lánabókar Kaupþings er ekki uppljóstrun hvað er þetta atvik þá?
Ein af megin áhrifaþáttum í þeirri atburðarrás sem leiddi til bankahrunsins er þöggun, forheimskunaráróður og óljós skilyrði fyrir leynd.
Hrunið í haust var ekki eingöngu hrun efnahags. Stjórnskráin var brotin til þess að tryggja eignir stóreignafólks. Stofnanir samfélagsins brugðust sem endurspeglar spellvirki sjálfstæðisflokks og meðreiðarsveina á þessum stoðum samfélagsins. Ljóst var að grunnstoð menningar á Íslandi sem er fjölmiðlun hafði brugðist. Gjörspillt hugmyndarfræði um hvað sé siðferðislega leyfilegt og hverjum sé leyfilegt hefur hreiðrað um sig í menningarkima stjórnmála og stjórnsýslu.
Það er gríðarlega mikilvægur þáttur í uppbyggingu samfélagsins úr þessum rústum siðmenningar að brotið sé á þöggun, leynd og blekkingum. Uppljóstrun, hvort sem menn vilja kalla hana leka eða eitthvað annað er þáttur í uppbyggingunni og nauðsynleg forsenda þess að þöggunin verði rofin.
Skilaboð í formi eignarspjalla sem ekki má kalla borgaralega óhlýðni, vegna formgalla, er hluti af þeim samskiptum sem fer fram á milli almennings og stjórnvalda nú um mundir.
Þeir sem hafa framið glæpi gegn þjóðinni vísa gjarnan til þess að athæfi þeirra hafi ekki verið refsivert. Sá skilningur sem ég legg í þetta er að þeir treysta sér til þess að troða athæfinu í gegn um dómskerfið án þess að það verði dæmt refsivert. Það er ljóst að dómsvaldið er spillt. Dómar sýna að glæpir fyrirtækja eða ríkisvalds fá sjaldan staðfestingu sem refsiverðir. Dómsvaldið endurspeglar ekki siðferðisgildi almennings enda hafa dómar oft á tíðum vakið hörð viðbrögð og hneykslun almennings.
Hugtakið "siðferðislegur skilningur" er nokkuð óljóst. Hvernig verða atvik metin á skala siðferðis? Er hægt að meta siðferðislegt gildi atvika án samhengis við aðstæður? Í hverra þágu eru aðgerðir okkar og hvar liggur ábyrgð okkar. Berum við skildur til barna okkar, fjölskyldu, samfélgasins eða innlendra og erlendra áhættufjárfesta?
Ég hef metið það svo að atburðir liðinna ára beri vott um hnignum siðmenningar í vestrænum ríkjum. Minn skilningur á betri siðmenningu er þá að innifalið sé í menningunni vilji til þess að breyta þannig að aðrir hljóti ekki óhæfilegan skaða af.
Dæmi um óhæfilegan skaða er þegar embættismaður þiggur nokkrar milljónir í mútur fyrir að tryggja sérhagsmuni sem valda þjóðinni milljaraðaskaða.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Steingrímur J Sigfússon hefur valdið félögum í Vinstri grænum djúpum vonbrigðum. Hann hefur hagað sér eins og leppur erlends auðvalds frá því að hann tók við embætti fjármálaráðherra. Gjörðir hans eru í hrópandi andstöðu við stefnu og hugsjónir vinstri grænna.
Það er lítilmannlegt að skýla sér bak við glæpi fyrri ríkistjórna við áframhald á þeim glæpum sem er verið að fremja gegn þjóðinni.
Michael Hudson talar um efnahagsárás gegn þjóðinni og hvernig ákveðnar íslenskar fjölskyldur á Íslandi hafa í aldarraðir mergsogið þjóðina. Nokkrar fjölskyldur og ríkisstjórnin spiluðu í burtu þúsund milljörðum. Michael Hudson kallar þetta fólk "these arrogant bastards". Bjarni Benediktsson sté fram og skammaði núverandi ríkisstjórn vegna frammistöðu hennar í Icesave, talandi um "arrogant bastards", en það er vel kunnugt að það var kleptókratískt stjórnarfar runnið undan rifjum fjölskyldu Bjarna sem fæddi af sér Icesave. Þeir sem tengjast tilurð þessa vandamáls eru afkomendur þeirra sem mótað hafa stjórnarfar á Íslandi undanfarna áratugi.
Hegðun þeirra sem Michael Hudson kallar "arrogant bastards" gaf glæpaklíku sem beitir fyrir sig Alþjóðagjaldeyrissjónum færi sem hún er nú að nýta sér. Samfylkingin sem var í liði með þessum "arrogant bastards" hefur fengið Steingrím J í lið með sér við að ganga þessa leið á enda og ræna þjóðina sjálfsbjörgum sínum um komandi framtíð.
Gunnar Skúli gerir góða grein fyrir vinnubrögðum AGS hér. Við þetta má bæta að fjármálaöflin sem standa að baki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa nýtt sér óreiðu sem fylgir í kjölfar hamfara til þess að koma á breytingum sem eru óæskilegar fyrir almenning en þóknanlegar alþjóðafyrirtækjum og fjármálastofnunum sem eru í eigu nokkurra fjölskyldna sem eiga stóran hluta auðæfa á þessari jörð.
Breytingarnar sem hér um ræðir færa stórann hluta millistéttarinnar niður á fátæktarstig. Ýmis þjónusta verður eingöngu ætluð hinni fámennu og ríkjandi auðmanna- og valdastétt sem getur keypti sig framhjá sundurtættu velferðarkerfi sem er líka eitt af vegsummerkjum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Ég gæti birt hérna lista yfir Íslandsníðinga sem mæla með veru Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi. Ég ætla að láta það vera og einnig ætla ég að láta vera að geta mér þess til hvað gengur þessu fólki til en vil þó fullyrða að hagsmunir þjóðarinnar eru ekki á stefnuskrá þeirra.
Steingrímur hefur snúið baki við öllu sem Vinstri Grænt stendur fyrir. Hann styður stóriðju, hann gengst við sölu auðlindanna og hann er hatrammur málsvari fjármálaaflanna. Þetta reynir hann að gera í skjóli þess að hinir hefðu verið verri auk frasakenndrar framsetningu á hetjuskap sínum í björgunarstarfinu.
Samkvæmt þessari frétt er grasrótin að reyna að tukta hann til en ég hef litla trú á því að hann sjái að sér miðað við það sem ég hef séð til hans.
Hér er umfjöllun um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og hvernig hann þvingar skuldugar þjóðir til þess að innleiða stefnu sem gerir alþjóðafyrirtækjum auðvelt að komast yfir auðlindir þeirra. Lönd eru með þessum hætti fest í fátæktargildru.
Það er lærdómsríkt að hlusta á Michael Hudson þar sem hann kemur sinni sýn á ástandinu á Íslandi á framfæri. Hudson segist hafa fengið það á tilfinninguna bankamennirnir hafi lánað sjálfum sér og rússneskum glæpamönnum háar fjárhæðir (nefnir þúsundir milljarða) og unnið ólöglega frá aflandseyjum.
Þeir hafi síðan snúið sér að því að gera þjóðina ánauðuga (fasta í skuldafjötrum) og lagt skatta á komandi kynslóðir. Hann segir að verið sé að taka gríðarleg lán til þess að beila út bankanna.
Að þessu vinnur nú samfylkingin með dyggri aðstoð Steingríms hörðum höndum, þ.e. að beila út bankanna vegna fjármuna sem bankamenn og rússneskur glæpalýður stálu (reyndar alþjóðlegur glæpalýður eftir því sem nú virðist vera að koma upp á yfirborðið), þ.e.a.s. að koma glæpnum á herðar þjóðarinnar.
![]() |
Gegn sölu orkufyrirtækja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2009-08-30
Verðtryggða kúlulánið mitt
Ef ég fer í bankann og tek verðtryggt kúlulán til 40 ára og reikna með 14% verðbólgu skv viðmiðaðri vísitölu á ári lítur dæmið svona út án vaxta.
Ár 1 1.000.000
Ár 5 2.000.000
Ár 10 4.000.000
Ár 15 8.000.000
Ár 20 16.000.000
Ár 25 32.000.000
Ár 30 64.000.000
Ár 35 128.000.000
Ár 40 256.000.000
Já hún var dýr þessi milljón
Hér er ágætur prófessor að skýra út þessa stærðfræði
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)