Kapitalisminn

Fram að því að Steingrímur J Sigfússon tók við ráðherraembætti tók ég því sem gefnu að hann væri félagshyggjumaður en get nú fátt séð í atferli hans sem styður þá ályktun.

Það er ævintýralegt að skoða framferði fjármálaráðherrans. Þjóðinni er áfram haldið í heljargreipum útrásarvíkinganna og stjórnarfarslegar ákvarðanir eru á valdi einstaklinga sem hafa áunnið sér vantraust þjóðarinnar.

Árni Tómasson formaður skilarnefndar Glitnis er áhugaverður í þessu ljósi. Hvítbókin gerir grein fyrir tengslum Árna Tómassonar við útrásarmenn en þar segir:

"Árni hefur setið í stjórn Alfesca, félags Ólafs (Ólafssonar), frá 2006 og hefur mönnum þótt það ríma illa við ábyrgðina sem hvílir á skilanefndarformanni"...."Alkunna er að aðaleigendur Alfesca eiga mikið undir skilanefnd Glitnis. Árni Tómasson, skilanefndarformaður, situr einmitt sem fulltrúi Kjalars í stjórn Alfesca. "

"Á dögunum þóttust kaffihúsagestir á Cafe Mílanó í Faxafeni, taka eftir því þegar Finnur Ingólfsson, auðmaður og bandamaður Ólafs, kom inn um dyrnar. Hann skimaði vel í kringum sig áður en hann settist laumulegur við borð í horninu, þar sem téður Árni Tómasson sat og beið eftir honum."

Ögmundur Jónasson hefur kvartað undan spillingu í skilanefndunum:  "Við fáum fréttir af því sem er að gerast í skilanefndum bankanna, botnlausri spillingu þar sem menn eru að skammta sér tugi þúsunda fyrir hverja klukkustund sem þeir eru innstimplaðir, eru í lystiferðum og senda háa reikninga.“

Nokkuð hefur verið kvartað yfir því að skilanefndir gömlu bankanna hafi staðið í vegi fyrir framgangi rannsókna í kjölfar bankahrunsins.

 Pressan segir frá ýmsum tengslum Árna og þar kemur m.a. fram að Árni Tómasson var bankastjóri Búnaðarbankans þegar sá banki lánaði Björgólfsfeðgum rúma þrjá milljarða til kaupa á hlut ríkisins í Landsbankanum. Árni hefur reynt að þvo hendur sínar af þeirri lánveitingu en dagatalið styður ekki málflutning hans.

Þá rak FME einn skilarnefndarmann Kristján Óskarson í sumar en Árni réð hann sem forstjóra Glitnis og aftur segir í pressunni "Erfitt er að átta sig á hvaða reynsla Kristján Óskarssonar það er, sem á að nýtast honum í starfi sem forstjóri Glitnis. Ráðning Kristjáns í starf forstjóra er því ekkert annað en ruddaleg skilaboð frá smákónginum Árna Tómassyni, sem hefur sýnt fram á að hann hefur líkast til skrópaði í skólanum daginn, sem siðferði var á stundaskránni, um að hvorki FME né aðrir muni ráðskast með „hans“ skilanefnd."

Ólafur Arnarson segir í Pressunni "Seint verður því trúað að FME og Viðskiptaráðuneytið láti bjóða sér slíkt. Réttast væri að skipta út allri skilanefndinni fyrir svona dæmalausan dónaskap, hroka og skilningsleysi á því hvað er rétt og hvað er rangt."

Það hefur komið mörgum Íslendingum spánskt fyrir sjónir að ríkissjóður setti 16 milljaraða  í björgun tryggingarsjóð sjóvá sem Þór Sigfússon sem ár bróðir Árna Sigfússonar stjórnaði með einhverjum hundakúnstum og ólögmætri nokun á tryggingasjóði. Þetta virðist hafa verið gert með því að stofna skúffufyrirtæki í Glitni (SAT) sem fjármagnar sjóvá með láni frá ríkissjóði með veði í sjálfu sér. Ekki veit ég hvað Steingrímur Joð kallar þessar hundakúnstir, kannski tæknilega úrfærsu...

Skattgreiðendum kemur þetta auðvitað sérlega á óvart vegna þess að ekki var til nokkur króna í ríkissjóði til þess að bjarga auðlindunum sem Árni Sigfússon bróðir Þórs Sigfússonar byrjaði að selja á Suðurnesjunum og sem framsóknarmaður með fáein atkvæði á bakvið sig og sjálfstæðismenn í Reykjavík kláruðu síðan.

Á AMX  segir að skilanefnd Glitnis, sem er eigandi Sjóvá, fullyrði að félagið munu uppfylla allar kröfur um vátryggingastarfsemi. Í kjölfar endurskipulagningar verði efnahagur tryggingafélagsins sterkur og að vátryggingareksturinn sé traustur......Skrítið hvað Árni telur traust. Hann virðist gera tilkall til traust til fyrirtækis sem búið er að renna á hausinn og haldið er uppi af fjármögnun almennings.

Árni Tómasson réði endurskoðendur sem voru vanhæfir vegna tengsla (feður) að rannsókn Glitnis að því er fram kom í fréttum í haust.

Nú er verið að afhenda hinn nýja Íslandsbanka, eftir að ríkisstjórnin hefur spítt inn í hann tugum milljarða, erlendum kröfueigendum. Tugi milljarða sem aflað er í formi sykurskatts sem síðan hækkar verðtrygginguna. Auk þess hafa bankarnir verið fjármagnaðir á ólöglegan hátt með hækkun höfuðsstóls lána vegna gengistryggingar.

Má kalla þetta NÝJA ÍSLAND?


mbl.is Vongóður á vilja kröfuhafanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá eru 5.483 eftir sem þurfa að segja af sér

Jón Daníelsson segir:

Ef þú labbar um með skilti á maganum sem segir ég er hálfviti og kann ekki á hagkerfið mitt þá vill enginn koma með peninga inn í landið," segir Jón Daníelsson, hagfræðingur. Hann segir það merki um lélega stjórnmálamenn að hafa þurft að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Það eru stjórnmálamennirnir og embættismenn þeirra sem hafa keyrt landið í þrot


mbl.is Fer fram á lausn frá störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband