Það þarf að leiðrétta þjófnaðinn

Núverandi útreikningur á verðtryggingunni tekur of mikið af skuldaranum. Þetta þýðir að sá sem lánaði, t.d. bankinn eða lífeyrissjóðurinn fær of mikið greitt. Peningar sem þú átt eru teknir af þér af þér og réttir bankanum. Þetta er ekkert annað en þjófnaður eða ólögmæt yfirfærsla fjármuna.

Almenningur þarf enga ölmusu heldur eingöngu leiðréttingu á röngu mati skulda hans.


mbl.is Greiðslubyrði aftur fyrir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ekki orð yfir firrunni

Í heilt á er ég búin að hlusta á bullið sem kemur frá stjórnvöldum.

Nokkur einkafyrirtæki hrundu. Fyrirtæki sem stjórnmálamenn gáfu sjálfum sér.

...og hvert er verkefni ríkisstjórnarinnar....?

....jú reisa við efnahagskerfið

......auka hagvöxt

.......auka verga landsframleiðslu

Nú vil ég biðja þig lesandi góður að segja mér hvernig þú skilur þessi markmið.

Veist þú hvaða þýðingu það hefur fyrir samfélagið verg landsframleiðsla aukist?

Hvaða þýðingu hefur það fyrir velferðarkerfið?

Hvaða þýðingu hefur það fyrir skuldara í landinu?

Hvaða þýðingu hefur það fyrir kostnað einstaklinga sem þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu?

Hvað þýðir það fyrir gæði skólastarfs?

Hvaða þýðingu hefur það fyrir verðlag?

Hvaða þýðingu hefur það fyrir öryrkja?

Krefjumst þess að stjórnmálamenn tali mannamál

Krefjum þess að þeir segi berum orðu að þeir gefi skít í öryrkja, skuldara og börn

Stjórnmálamenn seta í orð markmið sem hafa mjög loðna merkingu.

Inni í þessum markmiðum rúmast EKKI velferð almennings heldur er eingöngu verið að verja tiltekið kerfi sem er úr sér gengið og gagnlaust fyrir allan almenning.


mbl.is Ekki séð fyrir enda Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk verður að hafa efni á að vinna

það er ekkert undarlegt við það að fólk vilji ekki vinnu sem nær vara að standa undir kostnaði. Ef þú ert í vinnu þá þarftu auðvitað leggja í það tíma en einnig ferðaskostnað og í sumum tilvikum barnapössun, vinnufatnað og standa undir heilbrigðiskostnaði sem tengist vinnu.

Síðan er spurning hvernig þetta verður þegar atvinnuleysissjóður tæmist og búið verður að tæma lífeyrissjóðina í gæluverkefni stjórnmálamanna og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.


mbl.is Betra að vera á bótum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æi litli sveitamaðurinn farinn á stúfanna

Það er gott að vita af því að Össur bregði sér út fyrir landssteinanna og ræði fyrirvara á "nauðunginni" við kvalara sína. Hann hefur örugglega bugtað sig og beygt og kallað þessa vini sína Dave og Max.

Hann hefur sennilega ekki skýrt fyrir vinum sínum Max og Dave að nauðungin kostar meðal fjölskyldu á Íslandi um 8 milljónir. Honum hefur kannski láðst að útskýra hvernig hann  ætli að blóðmjólka almenning á Íslandi til þess að ná þessu af honum á nokkrum árum.

Ætli hann hafi út skýrt fyrir Max og Dave að Icesave-skuldirnar eru skuldir Björgólfs Thors sem stofnaði til þeirra.

Kannski hefur Össur ekki fattað það ennþá eða þá þykir honum kannski sérlega vænt um Björgólf Thor.


mbl.is Össur fundaði vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mútur á Íslandi...zero tolerance?

Mútur er orð sem Íslendingar taka sér sjaldan í munn enda menn ekki verið sérlega framtakssamir við að skilgreina hvað telst eðlileg gjöf og hvenær gjafmildin fer að teljast óumdeilanlega mútur.

Ekki eru þó íslenskir stjórnmála og embættismenn alveg tilbúnir til að upplýsa fyrir samstarfsaðilum í Evrópu hvað telst "eðlilegt" á Íslandi.

Ég rakst á þessa skemmtilegu klausu í GRECO skýrslu í dómsmálaráðuneytinu:

Although the officials met stressed that in Iceland there is a culture of zero tolerance to bribes they indicated that minimum gifts, gifts of a very low value or socially acceptible gifts falll outside the scope of application of the relevant bribery provisions.

þessi skýrsla er skrifuð í apríl 2008 en kannski voru embættismenn ekki búnir að fatta þá hvað þeir voru spilltir.

Saving Iceland hefur fjallað um ásakanir á hendur Alcoa um mútugreiðslur.

Þá er ógleymanleg umfjöllun um tugi milljóna greiðslur til sjálfstæðisflokks og samfylkingar frá hagsmunaaðilum í fjármálakerfinu árið 2006.

Svo eru hér gamlar fréttir af spillingu Impregilo...Impregilo is currently embroiled in trials in Lesotho, where South African consultant Jacobus du Plooy has pleaded guilty to paying bribes of £225,000 to the Lesotho Highlands Water Project.

Samkvæmt skilgreiningu wikipedia gengur allt íslenska stjórnsýslukerfið fyrir mútum. Ráðningar eru jú yfirleytt klíkuráðningar og þá þakklætisvottur eða stofnun á inneignargreiða við einhvern ættingja. Hegðun af þessu tagi telst eðlileg meðal íslenskra stjórnmála- og embættismanna.

Hvað eru mútur:

Wikipedia: The bribe is the gift bestowed to influence the recipient's conduct. It may be any money, good, right in action, property, preferment, privilege, emolument, object of value, advantage, or merely a promise or undertaking to induce or influence the action, vote, or influence of a person in an official or public capacity.


mbl.is Ráðast gegn bankabónusum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband